Jæja ég er búinn að starta bílnum nokkrum sinnum núna.
Ég, Bjarni og Aron störtuðum bílnum í gær og okkur fannst vera frekar mikill hávaði í mótornum. Við náttla vissum ekkert voðalega mikið um þetta þannig að við fengum Einar Óla til að kíkja á þetta um kvöldið.
Hann tók eftir því að ein pakkningin á eldgreininni var laus og pústaði þar meðfram og þessi hávaði var líklegast bara pústtikk. Þannig að ég ætla að laga það prófa svo aftur.
En mótorinn helst alveg í gangi, honum vantar bara núna pústkút, eins og er þá eru bara 2 bein rör alveg aftur í aftasta kút, nema það er enginn kútur þar núna, þarf að fara með bílinn í púst og láta setja hann undir.
Svo þarf ég bara að bíða þangað til að Gunni kemur til íslands og athuga hvort að hann sé ekki til í að kíkja á bílinn og mappa hann betur.
Svo var ég að panta mér swaybar set frá Ireland Engineering 25/22mm stillanlegt.... BARÍLAGI
Einarsss er með svona undir sínum og hann sagði að þetta hefði munað alveg þvílíkt, þannig að ég hlakka sjúklega til að setja þetta undir og geta loksins byrjað að keyra bílinn aftur!!
