bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

E39 - update 20.05.14 - stór kassi dottinn í hús @bls8
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=61025
Page 3 of 9

Author:  Geir Elvar [ Wed 05. Jun 2013 03:47 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

Eitthvað random síðan um daginn..

Image

Image

Image

Image

Image

Bara lækkaður að framan á þessari en samt smá munur á hæð..

Image

Author:  íbbi_ [ Wed 05. Jun 2013 10:28 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

bíllinn er að verða þræltöff bara,

hef lúmskt gaman af því að sjá e-h verða úr þessum bíl. var alveg furðu ánægður með hann. maður gerir kannski ekki miklar væntingar til gamals 520. en svo er þetta bara svo ljúfur og þéttur bíll,

Author:  Geir Elvar [ Thu 06. Jun 2013 03:06 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

Ég var nefninlega alveg kjaftstopp á því hversu mjúkur og góður hann var þegar ég fékk hann fyrst, ég er stundum ekki viss um hvort hann sé í gangi því hann er svo hljóðlátur. En strákurinn niðrí Skipholti ætlar að laga fyrir mig ABS vandamálið um leið og peningur er til til að græja það en hann ætlar að gera þetta fyrir klink miða við verð á nýju moduli. Hann sagði mér að þessi "001" týpa af modulum væru öll gölluð en hann gæti græjað þetta fyrir mig á engum tíma. En núna er bara mest allt DIY dund eftir eins og að sjæna lippin á felgunum, shadowline-a lista, redda adapterum fyrir facelift ljósin ásamt hinu og þessu og jú bíða eftir að málarinn segi mér að afhenda bílinn! :)

Author:  kristjan535 [ Thu 08. Aug 2013 01:01 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

sá þennan í msaki uppí kópavogi áðan :shock:

Author:  tolliii [ Thu 08. Aug 2013 02:32 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

:bawl:

Author:  demi [ Thu 08. Aug 2013 18:51 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

Hann er búinn að vera í mauki í þó nokkurn tíma :(

Author:  Geir Elvar [ Thu 08. Aug 2013 23:01 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

demi wrote:
Hann er búinn að vera í mauki í þó nokkurn tíma :(


Nú? Haha, hann klesstist á fimmtudaginn seinasta því það var nauðhemlað fyrir framan mig (:

Author:  BOKIEM [ Mon 09. Sep 2013 12:39 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

jæjja.. væri nú ekki sterkur leikur að borga mér peninginn sem þú skuldar mér og fá vírana sem þú fékkst lánaða til baka? :)

btw. er til að taka bílinn uppí :thup:

Image

Author:  odinn88 [ Mon 09. Sep 2013 14:10 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

usssh þetta er ljótt

en geiri ætlaðiru ekki að laga þennan ?

Author:  BOKIEM [ Mon 09. Sep 2013 17:55 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

odinn88 wrote:
usssh þetta er ljótt

en geiri ætlaðiru ekki að laga þennan ?


Hehe.. bíllinn er væntanælega í geyslu hjá Vöku og kosta það pláss sem hann tekur eitthvað.. og svo þurfa þeir að fá eitthvað fyrir sig lika..

Mér sýnist að Geir hefur ekki efni á því að leysa bílinn út.. hann er búinn að standa þarna í meira en mánuð.. ca 50+ dagar.. og því safnast áfram dagsektir á hann.. í dag stendur þetta í sirka 120þ++ kjell.. dagsektir séu ca 1500 kr.. það verður að greiða alla upphæðina þegar bíllinn er leystur út.. að öðrum kosti safnar hann dagvöxtum og eh shitt þangað til fólk hefur efni á því að leysa hann út :?

ég lenti sjálfur í því að bíll á nafni mínu var dreginn af Vöku í fyrra.. grár 525 E39.. ég var í París í 2 mán.. svo þegar ég kom heim þá var ég alveg í sjokki.. bíllinn bara disappeared.. :roll: var á númerum og tryggður.. fór á Vöku.. jæjja þá sá ég bilinn á portinu hjá Vöku.. á númerum og allt.. svo það var búið að rífa úr honum ssk, rúður, ljósin, dekkin, stuðara etc.. og eitthvað meira dót, þeir konnuðust ekkert við að þetta væri bíllin minn.. :roll: ok glatað.. talaði við konuna í skrifstofunni,,,,, til að leysa bílinn út þurfti ég að borga sirka 200þ kjell með áfslátti :lol: sem ég að sjálfsögu borgaði ekki.. svo var bíllinn pressaður.. og ég tapaði fullt af peningum..

Svona kerfi er alveg út í hött..

Author:  haukur94 [ Mon 09. Sep 2013 18:23 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

Bíddu er það löglegt?

Author:  Zed III [ Mon 09. Sep 2013 18:41 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

haukur94 wrote:
Bíddu er það löglegt?


Auðvitað er það ekki löglegt. Það vantar einhverja kafla í þessa sögu.

Author:  íbbi_ [ Mon 09. Sep 2013 18:44 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

já og nei.

ekki löglegt sem slíkt, en gangi þér vel á móti vöku. síðasta steypa sem ég stóð í við þetta lið var þegar þeir hirtu bíl í misgripum og neituðu fyrst að hafa tekið hann yfir höfuð þangað til þeim var bent á hann í portinu, þá neituðu þeir að viðurkenna mistök sín alveg fram í það endanlega. sá bíll var pressaður

Author:  Geir Elvar [ Mon 23. Sep 2013 00:49 ]
Post subject:  Re: E39 - Low N' Slow build - UPDATE

Bíllinn átti ekki að vera dreginn til að byrja með, eftir slysið var honum ýtt í stæði fyrir aftan ÁTVR Dalvegi sem lögreglumaðurinn benti mér á. Daginn eftir greindist ég með sýkingu sem ég þurfti að kljást við en píndi mig frammúr 3-4dögum eftir slysið til að koma bílnum í skúr. Þegar ég kem þarna er bíllinn horfinn og það fyrsta sem ég geri er að rjúka einmitt niðrí Vöku þar sem enginn kannast við að neinn svona BMW hafi verið dreginn og ég fer. Daginn eftir hringir vinur minn og spyr minn mig hvað bíllinn minn sé að gera þar og ég ligg bara í mínu messi uppí rúmi og skil ekkert og fæ þar með mömmu mína til að kanna þetta. Þá hefur húsráðandi látið draga bílinn þar sem hann var í einkastæði sem var btw ómerkt og margsr myndir teknar til að sanna það. Núna hef ég barist við það að fá þetta fellt niður til að fá bílinn í þeim tilgangi að laga hann. Þeir enduðu á að koma á móts við mig og leyfa mér að greiða dráttarkostnaðinn með yilheyrandi kvittunum svo ég geti sótt minn rétt og fengið þetta bætt. En bíllinn var borgaður út korter í vinnu hjá mér seinasta föstudag og ætlaði ég að sækja hann á laugardeginum en þegar ég kom með flutningarbíl var hann ennþá inni. Ég vona bara að hann verði ekki pressaður miða við þessar sögur hérna haha! Annars verður byrjað að gera við hann við fyrsta tækifæri og verður hann bara flottari og betri fyrir vikið. (:

Author:  Geir Elvar [ Thu 26. Sep 2013 10:57 ]
Post subject:  Re: E39 - Endurlífgun - Ykkar álit?

Núna er ég búinn að vera í smá pælingum þar sem bíllinn verður bara lagaður og heilmálaður í vetur. Pælingin er bara hvaða litur skildi verða fyrir valinu, þannig að ykkar hugmyndir væru vel þegnar.


Tveir litir sem ég hef verið að pæla í..

Mora Metallic:
Image

Laguna Seca:
Image

Page 3 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/