Fékk þennan skemmtilega pakka frá Adam Jones á facebook, vel pakkað inn!
Í pakkanum var heckblende/númeraplötupanell frá Shakra,, mjög kúl stöff!!
Skellti honum á ásamt nýjum töppum fyrir númerplöturammann
Mjög sáttur með þessa breytingu
svo eitt smáatreði sem vantaði í aftursvuntuna.. sá þetta í ETK og hef ekki séð þetta í neinum e30 þá varð ég að panta þetta
Svo langaði mig í klútinn sem á að vera í verkfærasettinu til að fullkomna það,, fann eftirlíkingu af honum á eBay sem ég pantaði
næsta mál var að taka teppið úr bílnum og fríska uppá það,, orðið frekar upplitað
Byrjaði á því að hella þvottaefni yfir teppið, nudda það vel, háþrýstismúla og djúphreinsa
Svo var það látið þorna í viku áður en ég fór að lita það með svörtu
hálfnað verk
Mikill munur, allt annað!
Klárt
Splæsti í dashcam kerfi, myndavél að framan og aftan sem tekur líka upp þegar bíllinn er kyrrstæður í bílastæði ef einhver hreyfing á sér stað
tók engar myndir af því installi en það virkar mjög vel!.
afturhillan komin í með gardínunni uppi,, sést smá í aftari myndavélina þarna á bakvið gardínuna
Eins og sést á þessari mynd tók ég allt í sundur að innan,, bæði til að taka teppið úr og installa þessu myndavélakerfi
En þetta er allt að detta saman aftur
sætin, hátalarahlífar og rest fer saman í næsta update,, er að laga framsætin aðeins áður en þau fara aftur í bílinn.