bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Samkoma í þýskalandi sem ég skellti mér á
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=946
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 13:38 ]
Post subject:  Samkoma í þýskalandi sem ég skellti mér á

Sælir félagar.

Ætlaði bara svona rétt að segja frá samkomu sem ég kíkti á í Köln þegar ég var úti í Febrúar 2003.

Ég var búinnn að vera í sambandi við hana Gertie, sem er formaður bmwe23.de ( http://www.bmwe23.de ) klúbbsins þarna úti í þýskalandi. Þetta er klúbbur fyrir gömlu sjö línuna (E-23) frá 1977-1987.

Nú skemmst er að segja frá því að hún bauð mér að koma og kíkja á þau, en það var búið að skella á samkomu á þeim tíma sem ég var úti í Belgíu. Það passaði mjög vel fyrir mig að kíkja á þetta og ég keyrði upp eftir til Kölnar á 745i bílnum sem ég keypti úti, þannig að ég var á réttum bíl og allt!

Þetta var nú bara svona svipað eins og hefur verið hjá okkur, allir bara að hittast og spjalla. Það var ekkert spes þema hjá þeim á þessum fundi, þetta var bara svona inn-á-milli fundur. En þau fara líka í spes ferðir, t.d. Hockenheim og Nurburgring á sumrin.

Image

Ég talaði þarna þýsku 60% og ensku 40% og það sauð alveg á heilanum á mér þegar ég fór heim um kvöldið, þar sem ég er enginn þýskusnillingur. Þetta byrjaði klukkan 13:00 og ég var þarna allan tíman þangað til um 21:00. En að sjálfsögðu voru ekki allir allan tíman.

Á þessum fundi sá maður síðasta eintakið af E23 "Highline" bílnum sem var framleiddur, mjög flottur. Svo var líka þarna 320i bíll sem er í Mars útgáfu "Total BMW" tímaritsins, allgjör gullmoli.

Þetta var mjög gaman og ég ætla örugglega að kíkja aftur á svona fund í sumar, þegar maður getur verið meira úti að skoða bílana! Það var svo assgoti kalt þarna úti, svipað eins og niðrá höfn hjá okkur í haust.

Jæja, nóg í bili.

Sæmi

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 23:42 ]
Post subject: 

http://www.bmwe23.de/1__e23_clubtreffen_2003.htm

Fann fleiri myndir og texta frá samkomunni. Bara að bursta rykið af þýskunni og demba sér í textann!

Meira að segja mynd af mér!

Image

Sæmi

Author:  Bjarki [ Sun 02. Mar 2003 23:44 ]
Post subject: 

Mjög cool að skella sér á samkomu í Þýskalandi og á rétta bílnum og alles :!:

Author:  Gunni [ Mon 03. Mar 2003 00:05 ]
Post subject: 

saemi wrote:
http://www.bmwe23.de/1__e23_clubtreffen_2003.htm

Fann fleiri myndir og texta frá samkomunni. Bara að bursta rykið af þýskunni og demba sér í textann!

Meira að segja mynd af mér!

Image

Sæmi


hehe góð moppa á þjóðverjanum :lol:

Author:  iar [ Mon 03. Mar 2003 18:08 ]
Post subject: 

Áhugaverður Alpina bíllinn við hliðina á rauða þristinum.

Hvaða módel er þetta?

Author:  saemi [ Mon 03. Mar 2003 19:00 ]
Post subject: 

Þetta var ábyggilega 735 eða 750. Ég skildi nógu mikið í þýskunni til að ná að þetta væri plat. Meiri áráttan að skella svona plat á bílana sína..

Sæmi

Author:  iar [ Mon 03. Mar 2003 19:23 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Meiri áráttan að skella svona plat á bílana sína..


Sammála... þvílíkt rugl. :evil:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/