bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 19:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 02. Mar 2003 13:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Sælir félagar.

Ætlaði bara svona rétt að segja frá samkomu sem ég kíkti á í Köln þegar ég var úti í Febrúar 2003.

Ég var búinnn að vera í sambandi við hana Gertie, sem er formaður bmwe23.de ( http://www.bmwe23.de ) klúbbsins þarna úti í þýskalandi. Þetta er klúbbur fyrir gömlu sjö línuna (E-23) frá 1977-1987.

Nú skemmst er að segja frá því að hún bauð mér að koma og kíkja á þau, en það var búið að skella á samkomu á þeim tíma sem ég var úti í Belgíu. Það passaði mjög vel fyrir mig að kíkja á þetta og ég keyrði upp eftir til Kölnar á 745i bílnum sem ég keypti úti, þannig að ég var á réttum bíl og allt!

Þetta var nú bara svona svipað eins og hefur verið hjá okkur, allir bara að hittast og spjalla. Það var ekkert spes þema hjá þeim á þessum fundi, þetta var bara svona inn-á-milli fundur. En þau fara líka í spes ferðir, t.d. Hockenheim og Nurburgring á sumrin.

Image

Ég talaði þarna þýsku 60% og ensku 40% og það sauð alveg á heilanum á mér þegar ég fór heim um kvöldið, þar sem ég er enginn þýskusnillingur. Þetta byrjaði klukkan 13:00 og ég var þarna allan tíman þangað til um 21:00. En að sjálfsögðu voru ekki allir allan tíman.

Á þessum fundi sá maður síðasta eintakið af E23 "Highline" bílnum sem var framleiddur, mjög flottur. Svo var líka þarna 320i bíll sem er í Mars útgáfu "Total BMW" tímaritsins, allgjör gullmoli.

Þetta var mjög gaman og ég ætla örugglega að kíkja aftur á svona fund í sumar, þegar maður getur verið meira úti að skoða bílana! Það var svo assgoti kalt þarna úti, svipað eins og niðrá höfn hjá okkur í haust.

Jæja, nóg í bili.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 02. Mar 2003 23:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
http://www.bmwe23.de/1__e23_clubtreffen_2003.htm

Fann fleiri myndir og texta frá samkomunni. Bara að bursta rykið af þýskunni og demba sér í textann!

Meira að segja mynd af mér!

Image

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 02. Mar 2003 23:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Mjög cool að skella sér á samkomu í Þýskalandi og á rétta bílnum og alles :!:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Mar 2003 00:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
saemi wrote:
http://www.bmwe23.de/1__e23_clubtreffen_2003.htm

Fann fleiri myndir og texta frá samkomunni. Bara að bursta rykið af þýskunni og demba sér í textann!

Meira að segja mynd af mér!

Image

Sæmi


hehe góð moppa á þjóðverjanum :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Mar 2003 18:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Áhugaverður Alpina bíllinn við hliðina á rauða þristinum.

Hvaða módel er þetta?

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Mar 2003 19:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þetta var ábyggilega 735 eða 750. Ég skildi nógu mikið í þýskunni til að ná að þetta væri plat. Meiri áráttan að skella svona plat á bílana sína..

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Mar 2003 19:23 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
saemi wrote:
Meiri áráttan að skella svona plat á bílana sína..


Sammála... þvílíkt rugl. :evil:

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 53 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group