| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| POOL mót BMWKrafts 13. mars kl. 19:30 https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=4776 |
Page 1 of 1 |
| Author: | iar [ Sun 29. Feb 2004 21:14 ] |
| Post subject: | POOL mót BMWKrafts 13. mars kl. 19:30 |
Jæja! Þá er komið að því! Nú er komin dagsetning á POOL mót BMWKrafts! Staðsetning og tími: BILLIARD BARINN FAXAFENI 13. mars 2004 kl. 19:30 Þátttökugjaldið er 1000kr. (700kr. fyrir gilda meðlimi, sjá nánar tilkynningu varðandi meðlimaskírteini) Millifærist inn á reikning 315-13-7354 (kt. 020274-4689). Látið helst nafnið ykkar fylgja með millifærslunni. Tilboð verða á staðnum: Bjór: 450 kr. Ostborgari og franskar: 450 kr. Fyrirkomulag fer að einhverju leiti eftir fjölda þáttakenda en planið er að spilað verði í riðlum og verða 4-5 í hverjum riðli og allir spila einn leik við alla þannig að tryggt er að allir fá að spila 3-4 leiki. Verðlaunin verða alls ekki af verri endanum, meðal annars: Glaðningur frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum
Glaðningur frá Tækniþjónustu bifreiða
Autoglym vörur frá Filtertækni ehf.
Nánara fyrirkomulag ss. verðlaun og annað verða tilkynnt þegar nær dregur! |
|
| Author: | iar [ Sun 29. Feb 2004 21:15 ] |
| Post subject: | |
Svona fyrir þá sem ekki vita hvar Billiardbarinn er staðsettur þá er þetta hér:
X marks the spot. |
|
| Author: | hlynurst [ Sun 29. Feb 2004 21:17 ] |
| Post subject: | |
Nooooo!... borðin þarna eru frékar léleg finnst mér. Kíkti þarna á laugardaginn og mér leist ekkert allt of vel á þetta. Frekar mikið rennsli. |
|
| Author: | Gunni [ Sun 29. Feb 2004 21:24 ] |
| Post subject: | |
hlynurst wrote: Nooooo!... borðin þarna eru frékar léleg finnst mér. Kíkti þarna á laugardaginn og mér leist ekkert allt of vel á þetta. Frekar mikið rennsli.
Láttu ekki svona. Það eru fín borð þarna, og rennslið skiptir engu máli, því við erum með borð á leigu! |
|
| Author: | iar [ Sun 29. Feb 2004 21:43 ] |
| Post subject: | |
Piff, ekkert svona Einars Vilhjálmssonar tal hérna! "Aðfallshorn norðvesturáttarinnar féll illa að rykkornum á aðhlaupssprettinum." |
|
| Author: | Jss [ Sun 29. Feb 2004 23:35 ] |
| Post subject: | |
Hvenær er seinasti séns að skrá sig, fyrir þá sem vilja vera "fashionably late." Ég mæti hress og kátur. |
|
| Author: | iar [ Sun 29. Feb 2004 23:46 ] |
| Post subject: | |
Jss wrote: Hvenær er seinasti séns að skrá sig, fyrir þá sem vilja vera "fashionably late."
Því fyrr, því betra. Helst ekki seinna en um miðja næstu viku. |
|
| Author: | Jss [ Mon 01. Mar 2004 00:08 ] |
| Post subject: | |
iar wrote: Jss wrote: Hvenær er seinasti séns að skrá sig, fyrir þá sem vilja vera "fashionably late." Því fyrr, því betra. Helst ekki seinna en um miðja næstu viku. Enda er ég búinn að þessu. |
|
| Author: | iar [ Thu 04. Mar 2004 13:02 ] |
| Post subject: | |
Uppfært verð. 700kr. fyrir gilda meðlimi, 1000kr fyrir aðra, sjá nánar tilkynningu um meðlimaskírteinin. Svo er bara að drífa sig að skrá sig! Óþarfi að draga það eitthvað á langinn! |
|
| Author: | iar [ Fri 05. Mar 2004 13:51 ] |
| Post subject: | |
Uppfært. Vegleg verðlaun í boði! Sjá nánar tilkynninguna að ofan! Hvernig væri nú að ljúka skráningunni af fyrir helgina til að eyða þessum aur ekki í vitleysu um helgina? |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|