bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Stór samkoma!!!!
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=1087
Page 1 of 4

Author:  Raggi M5 [ Fri 21. Mar 2003 00:24 ]
Post subject:  Stór samkoma!!!!

Hvernig væri það nú að fara halda eina ALMENNILEGA samkomu í þessum blessaða klúbb okkar, síðustu samkomur hafa verið heldur betur slappar, kannski max 10 bílar eða eikkað álíka sem hafa mætt????



Raggi samkomu-sjúklingur :wink:

Author:  GHR [ Fri 21. Mar 2003 00:52 ]
Post subject: 

Ég styð það.
Bara að hafa gott veður og keyra eitthvað í hóp, ekki alltaf stoppa bara og fara síðan heim - sýna alla flottu bílana

Author:  Gunni [ Fri 21. Mar 2003 08:44 ]
Post subject:  Re: Stór samkoma!!!!

Raggi M5 wrote:
Hvernig væri það nú að fara halda eina ALMENNILEGA samkomu í þessum blessaða klúbb okkar, síðustu samkomur hafa verið heldur betur slappar, kannski max 10 bílar eða eikkað álíka sem hafa mætt????



Raggi samkomu-sjúklingur :wink:


hehe Raggi þú gleymdir að koma á bjórsamkomuna :o annars er ég sammála þér. bara þegar við erum allir búnir að skella felgunum undir þá ættum við að drífa í þessu. reyndar þurfum við að bíða eftir góðu veðri fyrst.

Author:  bjahja [ Fri 21. Mar 2003 12:22 ]
Post subject: 

Ég er alveg sammála hafa eina góða bráðum

Author:  Raggi M5 [ Fri 21. Mar 2003 13:38 ]
Post subject:  Re: Stór samkoma!!!!

Gunni wrote:
Raggi M5 wrote:
Hvernig væri það nú að fara halda eina ALMENNILEGA samkomu í þessum blessaða klúbb okkar, síðustu samkomur hafa verið heldur betur slappar, kannski max 10 bílar eða eikkað álíka sem hafa mætt????



Raggi samkomu-sjúklingur :wink:


hehe Raggi þú gleymdir að koma á bjórsamkomuna :o annars er ég sammála þér. bara þegar við erum allir búnir að skella felgunum undir þá ættum við að drífa í þessu. reyndar þurfum við að bíða eftir góðu veðri fyrst.


Ég gleymdi ekki bórsamkomunni, var bara í veseni með driver :?

Author:  Bjarki [ Fri 21. Mar 2003 19:34 ]
Post subject: 

Hvenær á klúbburinn svo afmæli!! Fer ekki að styttast í það?

Author:  Raggi M5 [ Sat 22. Mar 2003 13:46 ]
Post subject: 

Held að það sé í september er þaggi annars, allavegana seinni hlutan á árinu.

Author:  Gunni [ Sat 22. Mar 2003 16:34 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Hvenær á klúbburinn svo afmæli!! Fer ekki að styttast í það?


9. júlí 2003 er klúbburinn orðinn eins árs !! Við byrjuðum nebblega á svona yahoo póstlista en svo ákvað ég að skella upp svona spjalli og það fékk svona líka gríðarlegar viðtökur. Keep it up :)

Author:  saemi [ Sat 22. Mar 2003 19:45 ]
Post subject: 

Já, það væri fínt að fara að halda bílasamkomu aftur.

Það er búið að vera svo gott veður að maður fer að taka molann út.

En ég vil bara svona minnast á það, að það er voðalega erfitt að halda "stóra samkomu". Það nefnilega fer eftir öllum hinum sem eiga að mæta, hvort samkoman verður stór eða ekki. Þannig að það gengur eiginlega ekki að halda "stóra samkomu" fyrirfram :lol:

En það væri tilvalið að skella á samkomu.

Við gætum:

Fjölmennt í Go-kart öll saman!

Horft saman á eina Formúlu á góðum stað!

... eða bara eins og venjulega... bílar og spjall skjálfandi einhversstaðar!

Svona komið með hugmyndir..

Smá hugmynd 29 eða 30 Mars :?:

Sæmi

Author:  rutur325i [ Sat 22. Mar 2003 22:29 ]
Post subject: 

Þar sem bimmin minn er í hlutum þá væri ég alveg til í go-kart 8)

Author:  iar [ Sat 22. Mar 2003 23:51 ]
Post subject: 

rutur325i wrote:
Þar sem bimmin minn er í hlutum þá væri ég alveg til í go-kart 8)


Ah! Svo það ert þú sem átt þessa fínu innkeyrslu í Mosó. Keyrði einmitt götuna í dag og var að velta fyrir mér hvort þetta væri ekki örugglega einhver í klúbbnum. :-)

Author:  bjahja [ Sun 23. Mar 2003 02:37 ]
Post subject: 

Mér líst vel á að hittast og sjá restina af bílunum ykkar, það hafa bara verið 2 samkomur síðan ég byrjaði hérna og önnur þeirra ver með heldur lélega mætingu og hin var bjórkvöldið, þannig að ég á eftir að sjá flesta bílana hérna.
En ég er ekki beint maður í Go-kart nema einhver sé til í að splæsa eða þá ef við fáum góðan díl, veð ekki beint í peningum í augnablikinu.

Author:  Gunni [ Sun 23. Mar 2003 07:02 ]
Post subject: 

Eigum við ekki að reyna að stefna á go-kart annað hvort í keflavík eða hérna í bænum laugardaginn 5. apríl ?? það gæti verið stemming að hittast einhversstaðar í bænum og keyra til KEF saman, eða bara fara í go-kartið hérna í bænum. Það er betra að hafa það eftir mánaðarmót held ég, því þá eru flestir búnir að fá útborgað. Það gæti líka verið að það verði komið skárra veður, því það er jú SNJÓR þegar þetta er skrifað!

hvað segiði um þetta kæru félagar ?

Author:  saemi [ Sun 23. Mar 2003 11:47 ]
Post subject: 

Hehe, já það væri ábyggilega betra eftir mánaðarmótin.

Allt í því besta, en ég verð samt erlendis frá 03.04 fram til c.a. 18.03.

Sæmi

Author:  bjahja [ Sun 23. Mar 2003 11:48 ]
Post subject: 

Líst vel á það, eftir mánaðarmót :D Það væri kúl að keyra saman til keflavíkur.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/