Jss wrote:
Bjarki wrote:
Í Þýskalandi er nóg að vera 18 ára til að taka bíl í ódýrasta flokki, man ekki alveg hvað það er fyrir flokkinn þar fyrir ofan en ef leigutaki er eldri en 22 minnir mig þá má hver sem er keyra hann, þetta er hjá Sixt.
Þegar ég var 17 ára þá leigði systir mín e39 520i ekinn 7þús og ég keyrði hann nánast hvert sem farið var (m.a. til Ítalíu).
Eftir þetta þá hófst sterk ást mín á BMW bifreiðum sem ekki sér fyrir endan á!
Ok, ég býst við að teknir verði "alvöru" bílar á leigu, er það ekki annars?

Kosturinn við Sixt er sá að það þarf ekki að skrá aukaökumenn. Leigutaki metur hverjum hann treystir til að aka bílnum.
Þegar ég var 18 ára þá leigði ég og félagi minn bíl í 3 vikur og keyrðum um alla Evrópu. Við vildum ekki vera á einhverjum innanbæjar-bíl á hraðbrautunum þannig að systir mín sem þá var búset í Þýskalandi var fengin til þess að taka bílinn á leigu og "lána" okkur hann svo! Ég hafði sambandi við allar helstu bílaleigurnar og þetta var eina leigan sem var með þetta fyrirkomulag. (Þessar upplýsingar eru síðan 2000)