bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

sjava / Uvis
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=44714
Page 1 of 1

Author:  Zed III [ Tue 11. May 2010 19:41 ]
Post subject:  sjava / Uvis

keypti af Uvis felgur

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=2&t=44127

Þetta voru mjög fín viðskipti. Ég borgaði honum inná felgurnar og ákvað að pikka upp viðgerðarkostnað sem lá á felgunum. Viðgerðarkostnaðurinn var aðeins hærri en við gerðum ráð fyrir en það var lítið vesen þar sem Uvis endurgreiddi mér bara hækkunina.

Allt í allt, mjög ánægjuleg viðskipti þar sem hann svaraði póstum fljótt og vel. Ég mun hiklaust eiga viðskipti aftur við hann.

Takk fyrir mig.
:thup:

Author:  jens [ Tue 11. May 2010 22:37 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Hef verslað mikð af Uvis.
17" felgur, dekk, M Tech II stýri, Hella ljós, OEM tweetera og fl.
Mjög sanngjarn á verð og með fluttningskostnað og ég er aðeins
að tjá mig um okkar viðskipti.

Author:  Axel Jóhann [ Tue 11. May 2010 22:48 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Verslaði af honum M-parallel felgur og hann geymdi þær fyrir mig þó svo annar hefði hriingt og boðið hærra og ég fékk þær á sanngjörnu verði, toppviðskipti hér á ferð. :thup:

Author:  gardara [ Tue 11. May 2010 23:26 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Keypti af honum stykki ventil fyrir felgurnar mínar, var á leiðinni að sækja ventilinn í svona mánuð :oops: en hann beið alveg rólegur þangað til að ég kom og pikkaði hann upp.


Virtist vera toppnáungi :thup:

Author:  Sezar [ Wed 12. May 2010 00:31 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Hef átt mjög fín viðskipti við hann,og hann hefur alltaf verið hreinn og beinn :thup:
Treysti honum það vel að ég leigði honum Yaris daylie-driverinn minn á meðan nýji Alpine Weiss Mtech2 e30 bíllinn hans er að koma til landsins.

Geðveikur bíll :drool:
Image

Author:  DiddiTa [ Fri 01. Oct 2010 09:04 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Gott að eiga viðskipti við hann, keypti felgur fékk að borga helming við afhendingu og hinn helming um mánaðarmót. Stóðst allt 100%

Author:  HK RACING [ Sun 03. Oct 2010 21:04 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Skuldar mér 20 þús eftir að ég gerðist svo vitlaus að láta hann hafa dempara og gorma án þess að borga,þetta var í febrúar ef ég man rétt,eftir margar misheppnaðar innheimtutilraunir er ég nánast búinn að gefast upp á að reyna að þessu til baka,fyrir þetta var ég búinn að kaupa af honum helling af hlutum og einnig selja honum án vandræða.......

Author:  Ampi [ Sat 15. Jan 2011 12:31 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Uvis er toppnáungi og mjög almennilegur. Virkilega klár gaur

Takk fyrir mig
:thup: :thup: :thup:





Snake eyes 8) :lol: :lol:

Author:  Bartek [ Sat 15. Jan 2011 16:18 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Ampi wrote:
Uvis er toppnáungi og mjög almennilegur. Virkilega klár gaur

Takk fyrir mig
:thup: :thup: :thup:





Snake eyes 8) :lol: :lol:


Yeah Snake Eyes 4 every of U!!!

Author:  Alpina [ Sat 15. Jan 2011 16:57 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Heyrði sögu ,, um að hann hafi selt 735 E23 ...... tvisvar sinnum ,, og fengið bílinn borgaðann í bæði skiptin 8)


annar aðilinn situr eftir með sárt ennið,


Hvað fær menn til að gera svona :shock:

Sá sem á bíllinn í dag er einn áræðanlegasti maður sem ég þekki,,gjörsamlega stríheill,, og ekki færi hann að ljúga þessu

Finnst persónulega að taka þurfi hart á svona..




ps,,

þau viðskipti sem ég hef átt við Uvis.. hafa alla tíð verið í lagi 8)

hann hefur einnig gefið mér,, og átti frumkvæði sjálfur ,, i tvö skipti .. :thup: :thup: :thup:

Author:  kalli* [ Sat 15. Jan 2011 18:42 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Fékk MAF sensor hjá honum sem virkar vel á góðu verði, varan komin frá Egilsstöðum daginn eftir :thup:

Author:  tinni77 [ Sat 15. Jan 2011 22:32 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Er ennþá að bíða að hann svari Pmmmmmmmmmmmmmmmmm.........

Author:  Dannii [ Tue 18. Jan 2011 22:28 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

Topp náungi og ekkert nema hjálpsamur ;) hef ekkert slæmt úta hann að setja.

Author:  Orri Þorkell [ Fri 21. Jan 2011 00:08 ]
Post subject:  Re: sjava / Uvis

keypti af honum dekk einhverntíman sem tíndust í flutningi hjá landflutningum, ég borgaði áðuren ég sá staðfestingu um að hann væri búin að senda þau, svo fór ég nokkrum sinnum í viku í svona mánuð og ath hjá landflutningum en aldrei fundu þeir neitt um að hann hafi sent þetta.
hringdi svona 3x á dag í hann og í þau skipti sem hann svaraði þá voru dekkin fyrst alltaf á leiðinni og svo voru þau týnd.
svo eftir nokkra mánuði af mörgun símtölum þá borgaði hann mér tilbaka, alltaf var það á morgun eða þegar hann var búinn að selja þennan hlut eða þennan bíl og alltaf seldi hann allt og aldrei borgaði hann fyrr en eftir nokkra mánuði.
var farinn að hringja í hann bara til að hlæja af afsökununum og var í raun löngu búin að afskrifa peninginn.
en hann skilaði sér á endanum þannig að við erum víst kvitt

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/