bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Árni S.
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=43038
Page 1 of 1

Author:  Daníel [ Mon 15. Feb 2010 20:55 ]
Post subject:  Árni S.

Keypti af mér Bentley handbókina fyrir E36. Mætti með pening í hönd á umsömdum tíma. Eðal viðskipti. :thup:

Author:  Seli [ Thu 18. Feb 2010 18:27 ]
Post subject:  Re: Árni S.

Keypti af honum púst í e30, flottur prís og gott spjall.. versla pottþétt við hann aftur :thup:

Author:  Mazi! [ Sat 20. Feb 2010 14:40 ]
Post subject:  Re: Árni S.

Gaf mér M20 viftuspaða því minn var brotinn

og er einnig verulega hjálpsamur :)

Author:  oddur11 [ Sat 20. Feb 2010 14:44 ]
Post subject:  Re: Árni S.

leifði mer að vera í skúrnum sínum þegar mig vantaði aðstöðu :thup:

stór strákur með stórt hjarta hann Árni S. :wink:

Author:  JOGA [ Sun 29. Aug 2010 20:06 ]
Post subject:  Re: Árni S.

Verð nú bara að hrósa honum Árna.

Ég óskaði eftir aðstoð þar sem gömul þjófavörn var að ganga aftur í bíl hjá mér.
Ekki bara það að hann kom í gær að kíkja á vesenið heldur kom hann aftur í dag með fjarstýringuna frá fyrrverandi eiganda.

Í stað þess að þurfa að liggja í því að finna gömlu þjófavörnina þá þurfti ég bara að ýta á takka :thup:
Ótrúlegur vel innrættur strákur og allur af vilja gerður.

Svo hjálpaði hann mér líka að finna Touring þegar ég var að leita.

Þekki hann by the way ekkert fyrir utan spjallið :)

Author:  agustingig [ Tue 31. Aug 2010 16:29 ]
Post subject:  Re: Árni S.

Geðveikt fínn gaur :mrgreen:





En svona án gríns þá Hjálpaði hann mér feitt með M50 swap í bílinn minn og skaffaði þónokkuð af "skyndivarahlutum" sem vantaði uppúr þurru um 3 á nóttinni og svoleiðis.. væri sennilegast ekki kominn út að keyra ef hann hefði ekki hjálpað mér svona :thup: fínn all around gaur 8)

Author:  Sezar [ Mon 06. Sep 2010 12:16 ]
Post subject:  Re: Árni S.

Eðalnáungi :thup:
Seldi honum Cabrio á raðgreiðslum,,hann kom ALLTAF á réttum tíma með umslagið 8)

Author:  kalli* [ Mon 06. Sep 2010 14:18 ]
Post subject:  Re: Árni S.

Alltaf tilbúinn að hjálpa til, eðalmaður. 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/