bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Pelican Parts
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=24&t=47870
Page 3 of 3

Author:  SteiniDJ [ Mon 21. Feb 2011 12:57 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Varstu að kaupa af þeim í fyrsta skipti? Ég verslaði fyrir sambærilega upphæð frá þeim (ekki í fyrsta skipti) og það var ekkert mál að nota Paypal!

Author:  Danni [ Mon 21. Feb 2011 18:34 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Já reyndar. Það gæti verið málið.


En fyrst þetta er komið í kerfið og ég kann að gera þetta þá ætti ekki að vera vandamál að nota Wire Transfer aftur ef ég þarf þess.

Það sem mér finnst á endanum betra við að nota Wire Transfer er að ég fer ekki eftir Visa genginu þar, heldur bara genginu í bankanum og þar sem ég get kert þetta í heimabankanum þá eru engin þjónustugjöld af því.

Munaði ca 5000kr í verði sem er alveg þriðjungur af fullum bensín tank á 535i :D

Author:  SteiniDJ [ Mon 21. Feb 2011 18:35 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Danni wrote:
Já reyndar. Það gæti verið málið.


En fyrst þetta er komið í kerfið og ég kann að gera þetta þá ætti ekki að vera vandamál að nota Wire Transfer aftur ef ég þarf þess.

Það sem mér finnst á endanum betra við að nota Wire Transfer er að ég fer ekki eftir Visa genginu þar, heldur bara genginu í bankanum og þar sem ég get kert þetta í heimabankanum þá eru engin þjónustugjöld af því.

Munaði ca 5000kr í verði sem er alveg þriðjungur af fullum bensín tank á 535i :D


Ekki slæmt það! :thup:

Author:  gunnar [ Thu 20. Oct 2011 16:40 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Mig vantar inntakshné (intake rubber boot) fyrir M50 mótor.

Ég athugaði hjá PelicanParts og þeir áttu þetta á ágætis verði, 23 dollara.

Nema þeir vilja fá hátt í 40 dollara í shipping. Er þetta eðlilegt?

Athugaði á Autohausaz og þar vilja menn fá 50 dollara.

Er einhver online síða sem sendi hluti fyrir lægri flutningskostnað?

Author:  SteiniDJ [ Thu 20. Oct 2011 16:43 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Þeir hjá Pelican Parts hafa alltaf reynst mér vera sanngjarnir með flutningsverð. Þetta fer mikið eftir stærð og þyngd, en ég hef ekki hugmynd um hversu stórt inntakshné er, þó svo að það sé sennilegast ekki mjög stórt (kannski eru pakkningarnar óeðlilega stórar?).

ShopUSA getur tekið þetta fyrir þig og svo eru síður á borð við shipito.com sem leyfa þér að reikna verð útfrá stærð og þyngd.

Author:  gunnar [ Thu 20. Oct 2011 16:45 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Image

Veit nú ekki í hvernig kassa þeir pakka þessu en þetta er nú ekki ýkja stórt.

Author:  SteiniDJ [ Thu 20. Oct 2011 16:48 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

gunnar wrote:
Image

Veit nú ekki í hvernig kassa þeir pakka þessu en þetta er nú ekki ýkja stórt.


Segðu. Getur sent þeim spurningu og spurt þá um þetta og nefnt að þér þykji þetta heldur hár kostnaður. Svara oftast samdægurs.

Author:  kalli* [ Thu 20. Oct 2011 17:06 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Fá að panta þetta með einhverjum bara svo það fljóti með :thup: Eflaust einhvern ''start'' kostnaður bak við
sendinguna en þegar að meira bætist við bætist í rauninni ekkert rosalega við kostnaðinn.

Author:  Sezar [ Thu 20. Oct 2011 23:55 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

gunnar wrote:
Image

Veit nú ekki í hvernig kassa þeir pakka þessu en þetta er nú ekki ýkja stórt.



Kostar þetta ekki klínk í umboðinu??

Author:  gunnar [ Fri 21. Oct 2011 09:25 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Sezar wrote:
gunnar wrote:
Image

Veit nú ekki í hvernig kassa þeir pakka þessu en þetta er nú ekki ýkja stórt.



Kostar þetta ekki klínk í umboðinu??


Jebb, en þetta er ekki til þar.

Spurning samt að það sé bara ódýrara að panta þetta í gegnum þá.

Author:  gjonsson [ Tue 06. Dec 2011 15:17 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Ég hef bara góðar sögur að segja frá Pelican Parts.
Mjög góð þjónusta og OEM partar á góða verðinu.

Author:  ömmudriver [ Thu 26. Jan 2012 11:50 ]
Post subject:  Re: Pelican Parts

Pantaði frá þeim varahluti í lok nóvember og voru þeir sendir af stað frá þeim þrem dögum frá pöntun en týndist eftir viku hjá USPS :thdown:

Var að fá pakkan núna í dag og hef ég ekkert nema gott að segja um Pelican parts þar sem að þeir fylgdust með stöðunni á pakkanum þótt að hann væri kominn úr þeirra höndum og pössuðu uppá það að ég fengi hann alveg örugglega í hendurnar. Íslenski pósturinn kom heim til mín á meðan ég var í vinnu og því enginn heima og var því skilinn eftir miði í póstkassanum en ég fékk einmitt e-mail frá Pelican parts sem létu mig vita daginn sem pakkinn kom til landsins og svo nú í gær þegar Pósturinn kom við heima hjá mér :)


Hef ekkert nema gott um Pelican parts að segja og mun versla við þá aftur í framtíðinni :thup:

Page 3 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/