bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Þriðja umferð íslandsmeistaramóts í drifti 5.júlí 2014
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=66577
Page 1 of 1

Author:  siggigunni [ Tue 24. Jun 2014 22:13 ]
Post subject:  Þriðja umferð íslandsmeistaramóts í drifti 5.júlí 2014

Þriðja Íslandsmeistarakeppni í Drifti fer fram á Akstursíþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg Laugardaginn 5. júlí.
Image
Keppni hefst kl 13:00 og það er FRÍTT inn fyrir áhorfendur.
Áhorfendur leggjið við áhorfendasvæði!, öll umferð um pitt eða braut er stranglega bönnuð!
Haldið ykkur við leyfileg áhorfendasvæði( þau eru merkt!)


Dagskrá:

09:00 Dómarar gefa út svæðið og æfingar hefjast.
12:00 Æfingum lýkur og hádgishlé hefst
13:00 Undankeppni hefst
14:00 Útsláttarkeppni hefst

Það er frjáls mæting fyrir keppendur á æfinguna, en þó þurfa þeir að vera mættir fyrir kl 12:00



Skráning er hafin.
Til að skrá sig þarf að senda mail á driftdeildaih@gmail.com


Í mailinu þarf að koma fram:

Nafn ökumanns:
Bílnúmer ökutækis:
Gerð ökutækis:
Símanúmer ökumanns:
símanúmer og nafn aðstandanda:

keppnisgjaldið eru litlar 4.000kr og leggjast þær inn á:
Rkn: 545-14-404231
Kt: 611002-2030
vinsamlegast sendið afrit á okkur.


Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 1. júlí.
allar skráningar eftir það verða ekki teknar gildar nema
keppnisgjaldi fylgi 5000kr "late-fee"

Til að keppa þarf eftirfarandi að vera í lagi!!:

Bíll með fulla skoðun, ef hann er með endurskoðun má ekki vera sett út á
öryggisatriði og við höfum fullan rétt á að vísa bílum frá í vafamálum.

Mæta með löglegan hjálm(þarf að vera þræddur)
Mæta með ökuskírteini!(þetta er no brainer!)
vera félagi í einhverju af aðildarfélögum ÍSÍ (t.d. BA, DDA, RCA, KK)
Vera með Tryggingaviðauka*!
Vera með keppnisskírteini frá ÍSÍ

*Tryggingafélagið þitt gæti sagt þér að þú þurfir ekki viðauka, þetta er ekki satt og krefðu þá um að fá það skriflegt að þú þurfir hann ekki, annars skaltu krefja þá um viðauka. Hann er ekki fyrir bílinn þinn eða neitt svoleiðis heldur til þess að tryggja það tjón sem þú gætir valdið á fólki!. Hann er mjög mikilvægur!!!


Við vekjum athygli á því að kaupa þarf keppnisskírteini frá ÍSÍ

hér er það keypt: http://www.asisport.is/umsoknir/keppnisskirteini/

Og prenti svo út kvittun fyrir greiðslunni og mæti með í keppni.
Eða sendið hana á tölvupóst.
Til að útskýra aðeins verðskránna þeirra:
Keppendur á ökutæki sem er:
1) skráð hjá Samgöngustofu til notkunar í almennri umferð
2) er fullskoðað og stenst bifreiðaskoðun á keppnisstað
3) hefur gildan tryggingarviðauka til þátttöku í aksturkeppni
að greiða sem hér segir:
i. kr. 5.000 í upphafi fyrir ákveðna keppni og gildir í hana eingöngu
ii. endurnýjun fyrir keppni eftir fyrstu kr. 1.500 í hvert sinn. *)

þú borgar 5000 fyrir fyrstu keppnina og svo 1500kr fyrir hverja keppni eftir það.
Ef þú ert nýliði kaupir þú nýliðaskírteini:
Nýliðaskírteini (aldrei keppt áður) - Gildir til 31. desember útgáfuárs 4000


Ef einhverjar spurningar koma upp er um að gera að spyrja hér á þræðinum, pm, á facebook, eða tölvupóst!

Driftdeildin: http://www.drift.is
Driftdeildin á facebook : https://www.facebook.com/pages/Driftdei ... 51?fref=ts
Kv. Sigurður Gunnar Sigurðsson
email: sigurdurgunnar92(att)gmail.com
fh. Driftdeildar AÍH

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/