Allar tegundir af bílum velkomnar, sama hvort þeir séu fram-, aftur- eða fjórhjóladrifnir. Hvort sem fólk vill spóla eða æfa brautarakstur. Brautin opnar kl. 19:00 og hættum við að keyra um kl. 22:00 Þau skilyrði sem bíll og ökumaður þurfa að uppfylla: • Bíll með fulla skoðun. • Gilt ökuskírteini. • Löglegur hjálmur. • Viðkomandi þarf að vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ. • Nagladekk eru stranglega bönnuð. • Tryggingaviðauka!, enginn viðauki þýðir að þú færð ekki að keyra!!
*ATH* Rallýcrossmenn sem vija koma og æfa þið þurfið að hafa eftirfarandi í huga: • Mæta með belti, búr og annað á bílnum í lagi. • Mæta klæddir eins og þið séuð að fara að keyra í keppni! • Við keyrum aðeins malbik, Vinsamlegast virðið það! • Hjálpa til að sópa og slíkt. • Ekki skera beygjur eins og brjálæðingar þó svo að við nennum ekki að setja upp tunnur! • Vera skráðir í klúbb hjá AÍH
Ef þú keyrir útaf eða verður eitthvernvegin þess valdur að það fari möl á brautina, stoppaðu og hjálpaðu til að sópa! það verður hellings rennerí og óþolandi að það komi í hlut tveggja manna að sópa eftir alla, það styttir líka biðtíma!
******ATH****** Hafið samband við ykkar tryggingafélag og fáið hjá þeim tryggingaviðauka, þó svo að þeir segji að þess þurfi ekki þá er það ekki satt.
ENGINN keyrir án viðauka!!
Farþegar eru leyfðir og þurfa einnig að vera með löglegan hjálm. Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Ábyrgðaryfirlýsingin gildir allt sumarið.
Miðasala fer fram uppá braut, Vinsamlegast komið með seðla. Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum. Það keyrir enginn án miða!
Hægt er að kaupa æfingapassa fyrir sumarið, hann kostar 15.000kr
Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig: http://www.drift.is/skraningifelagid.php (síðan liggur niðri svo annað hvort millifæra eða borga á staðnum) Árgjaldið er það sama og í fyrra 5000 kr. Hægt að millifæra eða borga uppá braut, fyrsta æfing er frí! Ef þið millifærið munið að koma með kvittun!
Séu þið skráðir í annað félag verðið þið að mæta með skírteini eða kvittun þess efnis!
Driftdeild AÍH Bnknr. 322-26-25262 Kt. 450109-0880
Áhorfendur athugið: Vinsamlegast leggið bílum ykkar hægramegin við brautina og gangið svo að áhorfendasvæði Áhorfendum er einning frjálst að ganga niður í pitt Vinsamlegast keyrið varlega á malarveginum uppá braut.
Rauðu svæðin tákna þau svæði sem áhorfendum er frjálst að vera á og leggja, blá svæðið er pitturinn og þar eiga einungis bílar að leggja sem ætla að keyra! vinsamlegast virðið það.
Brot á þessum og öllum reglum DDA varðar brottvísun af svæðinu!
Fyrir þá sem ekki vita hverning komast skal á leiðarenda.
Mjög góð mæting búin að vera og frábær stemning: [url] [/url]
Users browsing this forum: No registered users and 3 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum