bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

**Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=66154
Page 1 of 1

Author:  jonbi [ Sat 10. May 2014 14:30 ]
Post subject:  **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í Drifti þetta árið fer fram á Akstursíþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg Laugardaginn 24. maí.

Keppni hefst kl 13:00 og það kostar ekkert inn fyrir áhorfendur, svo ekki láta ykkur vanta.
Áhorfendur leggja við áhorfendasvæði!, öll umferð um pitt eða braut er stranglega bönnuð!
Haldið ykkur við leyfileg áhorfendasvæði( þau verða merkt!).


Dagskrá:

09:00 Dómarar gefa út svæðið og æfingar hefjast.
12:00 Æfingum lýkur og hádgishlé hefst
13:00 Undankeppni hefst
14:00 Útsláttarkeppni hefst

Það er frjáls mæting fyrir keppendur á æfinguna, en þó þurfa þeir að vera mættir fyrir kl 12:00.


Skráning er hafin.
Til að skrá sig þarf að senda mail á driftdeildaih@gmail.com


Í mailinu þarf að koma fram:

Nafn ökumanns:
Bílnúmer ökutækis:
Gerð ökutækis:
Símanúmer ökumanns:
Símanúmer og nafn aðstandanda:

keppnisgjaldið eru litlar 4.000kr og leggjast þær inn á:
Rkn: 545-14-404231
Kt: 611002-2030
vinsamlegast sendið afrit á okkur (driftdeildaih@gmail.com).


Skráningu lýkur kl 15:00 þriðjudaginn 20. maí.

Til að keppa þarf eftirfarandi að vera í lagi!!:

Bíll með fulla skoðun, ef hann er með endurskoðun má ekki vera sett út á
öryggisatriði og við höfum fullan rétt á að vísa bílum frá í vafamálum.
Mæta með löglegan hjálm(þarf að vera þræddur)
Mæta með ökuskírteini!(þetta er no brainer!)
Vera félagi í einhverju af aðildarfélögum ÍSÍ (t.d. BA, DDA, RCA, KK)
Vera með Tryggingaviðauka*!
Vera með keppnisskírteini frá ÍSÍ

*Tryggingafélagið þitt gæti sagt þér að þú þurfir ekki viðauka, þetta er ekki satt og krefðu þá um að fá það skriflegt að þú þurfir hann ekki, annars skaltu krefja þá um viðauka. Hann er ekki fyrir bílinn þinn eða neitt svoleiðis heldur til þess að tryggja það tjón sem þú gætir valdið á fólki!. Hann er mjög mikilvægur!!!



Við vekjum athygli á því að kaupa þarf keppnisskírteini frá ÍSÍ

hér er það keypt: http://www.asisport.is/umsoknir/keppnisskirteini/

Og prenti svo út kvittun fyrir greiðslunni og mæti með í keppni.
Eða sendið hana á tölvupóst.
Nýliðaskírteini (aldrei keppt áður) - Gildir til 31. desember útgáfuárs.
Dagsskírteini.
Árskírteini.


Ef einhverjar spurningar koma upp er um að gera að spyrja hér á þræðinum, pm, á facebook, eða tölvupóst!

Driftdeildin: http://www.drift.is
Driftdeildin á facebook : https://www.facebook.com/pages/Driftdei ... 51?fref=ts
Kv. Jón Bjarni Bjarnason
email: jonbb12@ru.is
fh. Driftdeildar AÍH

Author:  Angelic0- [ Tue 13. May 2014 01:52 ]
Post subject:  Re: **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

Ok...

Og fyrir sérútbúin keppnistæki :?:

Gilda sömu reglur, ég þarf s.s. að skrá og tryggja og blabla... eins og ég sé á götubíl :?:

Fékk dagsetningu á legum 20.Maí , bíllinn er race-ready, rallýkrossbúr er væntanlegt í vikunni...

Segjum að það takist að raða saman og gera allt klárt fyrir 24. og ég ætla EKKI að hafa bílinn á númerum...

Hvaða reglur gilda :?:

Author:  siggigunni [ Tue 13. May 2014 09:32 ]
Post subject:  Re: **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

reglurnar má finna á þessari síðu :
http://www.asisport.is/log-og-reglur/drift/

reglurnar fyrir opna flokkin eru neðar í skjalinu

Author:  Runar335 [ Wed 14. May 2014 18:25 ]
Post subject:  Re: **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

er hann þá eini í opnum flokk ?

Author:  siggigunni [ Mon 19. May 2014 17:09 ]
Post subject:  Re: **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

það kemur í ljós þegar skráningu líkur :)

Author:  siggigunni [ Tue 20. May 2014 13:01 ]
Post subject:  Re: **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

ATH fresturinn lengdur til miðnættis í kvöld, allt sem berst eftir það verður ekki tekið með, svo um að gera að drífa í að skrá sig!

Author:  rockstone [ Sat 24. May 2014 21:25 ]
Post subject:  Re: **Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Drifti 24. maí 2014 **

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 221&type=3

Piccars ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/