bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL*
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=62160
Page 1 of 1

Author:  siggigunni [ Tue 25. Jun 2013 16:31 ]
Post subject:  Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL*

Nýliðadagur/Leikdagur DDA 28. Júní 2013
Image

Jæja þá er loksins komið að því!, nýliðadagur DDA verður haldinn hátíðlegur á brautinni í krýsuvík,
leiðbeiningar hverning þú kemst þangað eru hér aðeins neðar.


Það verður frítt að keyra fyrir alla sem vilja, athugið þó að ákveðnar reglur gilda og þurfa menn að uppfylla ákveðin skilyrði.
þau má sjá hér að neðan. Svo að að það sé alveg örugglega tekið nóg og oft fram þurfa menn viðauka, enginn keyrir án viðauka.
pullur og með því eins og endist! gerum nú allt vitlaust og spólum fram á rauða nótt!


Uppsettningin verður svipuð og á æfingum:

Allar tegundir af bílum velkomnar, sama hvort þeir séu fram-, aftur- eða fjórhjóladrifnir.
Hvort sem fólk vill spóla eða æfa brautarakstur.
Brautin opnar kl. 18:00 og hættum við að keyra um kl. 22:00
Þau skilyrði sem bíll og ökumaður þurfa að uppfylla:
• Bíll með fulla skoðun.
• Gilt ökuskírteini.
• Löglegur hjálmur.
• Nagladekk eru stranglega bönnuð.

Tryggingaviðauka!, enginn viðauki þýðir að þú færð ekki að keyra!!

Ef þú keyrir útaf eða verður eitthvernvegin þess valdur að það fari möl á brautina, stoppaðu og hjálpaðu til að sópa!
það verður hellings rennerí og óþolandi að það komi í hlut tveggja manna að sópa eftir alla, það styttir líka biðtíma!

Stranglega bannað er að snúa við í brautinni! og gildir þá einu hvort þú ert einn eða ekki. ef þú vilt fara öfugan hring þá kemur þú inní pitt og biður um það.

*ATH* Rallýcrossmenn sem vija koma og æfa þið þurfið að hafa eftirfarandi í huga:
• Mæta með belti, búr og annað á bílnum í lagi.
• Mæta klæddir eins og þið séuð að fara að keyra í keppni!
• Við keyrum aðeins malbik, Vinsamlegast virðið það!
• Hjálpa til að sópa og slíkt.
• Ekki skera beygjur eins og brjálæðingar þó svo að við nennum ekki að setja upp tunnur!
• Vera skráðir í klúbb hjá AÍH




******ATH******
Hafið samband við ykkar tryggingafélag og fáið hjá þeim tryggingaviðauka, þó svo að þeir segji að þess þurfi ekki þá er það ekki satt.


Farþegar eru leyfðir og þurfa einnig að vera með löglegan hjálm.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Ábyrgðaryfirlýsingin gildir allt sumarið.



Áhorfendur athugið:
Vinsamlegast leggið bílum ykkar hægramegin við brautina og gangið svo að áhorfendasvæði
Áhorfendum er einning frjálst að ganga niður í pitt
Vinsamlegast keyrið varlega á malarveginum uppá braut.


Image

Rauðu svæðin tákna þau svæði sem áhorfendum er frjálst að vera á og leggja,
blá svæðið er pitturinn og þar eiga einungis bílar að leggja sem ætla að keyra! vinsamlegast virðið það.

Brot á þessum og öllum reglum DDA varðar brottvísun af svæðinu!

Fyrir þá sem ekki vita hverning komast skal á leiðarenda.
Image

Mjög góð mæting búin að vera og frábær stemning:
[url]
[/url]
Image

Fyrir hönd DDA.

Author:  ömmudriver [ Tue 25. Jun 2013 18:44 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Ég mæti í grillaður slöngur og bý til reyk fyrir fólkið :)

Author:  siggigunni [ Tue 25. Jun 2013 18:57 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

ömmudriver wrote:
Ég mæti í grillaður slöngur og bý til reyk fyrir fólkið :)

flott er!

Author:  Daníel Már [ Wed 26. Jun 2013 01:45 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Kem og spóla á m5 enn tilhvers þarf þennan viðauka??

Author:  siggigunni [ Wed 26. Jun 2013 10:11 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Daníel Már wrote:
Kem og spóla á m5 enn tilhvers þarf þennan viðauka??


Hann er til þess að tryggja þriðja aðila ef þú lendir í því óhappi að slasa eitthvern.
Eða það er að minsta kosti hugmyndin, það hefur aldrei reynt á það.

Author:  Daníel Már [ Thu 27. Jun 2013 16:49 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

æjá..

Author:  siggigunni [ Thu 27. Jun 2013 21:58 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

eru ekki allir komnir með dekk og viðauka!?!?!

Author:  ömmudriver [ Fri 28. Jun 2013 08:43 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Bíllinn, dekkin, tjakkurinn og felgulykillinn eru á STANDBY og svo næ ég í viðaukan og hjálminn seinnipartinn í dag :)

Author:  ömmudriver [ Sat 29. Jun 2013 08:36 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Ég þakka kærlega fyrir mig, þetta var alveg toppurinn og ekki skemmdu grilluðu slöngurnar og rjómablíðan fyrir :thup:

Author:  Benzari [ Sat 29. Jun 2013 08:38 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Hver átti tilþrif kvöldsins í utanbrautarakstri? :D

Author:  ömmudriver [ Sat 29. Jun 2013 09:04 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Benzari wrote:
Hver átti tilþrif kvöldsins í utanbrautarakstri? :D



Ég tel hann Júlla á E30 Turbó eiga þau tilþrif alveg skuldlaust :lol:

Author:  danni orn smarason [ Fri 26. Jul 2013 09:56 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Myndir frá þessu http://www.flickr.com/photos/danniornsmarason/sets/72157634606642143/

Author:  tolliii [ Wed 18. Sep 2013 00:35 ]
Post subject:  Re: Nýliða-/Leikdagur DDA 28.Júní(frítt að keyra!!)*LESA VEL

Flottar myndir! Bara gaman af þessu :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/