bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=20&t=61550
Page 1 of 1

Author:  siggigunni [ Thu 16. May 2013 12:36 ]
Post subject:  Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Akstursæfing DDA 17. Maí 2013
Image
Ef þið eruð loksins komin með leið á Fast and the Furious, þá mætiði til okkar!

Allar tegundir af bílum velkomnar, sama hvort þeir séu fram-, aftur- eða fjórhjóladrifnir.
Hvort sem fólk vill spóla eða æfa brautarakstur.
Brautin opnar kl. 18:00 og hættum við að keyra um kl. 22:00
Þau skilyrði sem bíll og ökumaður þurfa að uppfylla:
• Bíll með fulla skoðun.
• Gilt ökuskírteini.
• Löglegur hjálmur.
• Viðkomandi þarf að vera meðlimur í klúbbi innan ÍSÍ.
• Nagladekk eru stranglega bönnuð.
• Tryggingaviðauka!, enginn viðauki þýðir að þú færð ekki að keyra!!




******ATH******
Hafið samband við ykkar tryggingafélag og fáið hjá þeim tryggingaviðauka, þó svo að þeir segji að þess þurfi ekki þá er það ekki satt.


Farþegar eru leyfðir og þurfa einnig að vera með löglegan hjálm.
Bæði ökumenn og farþegar skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu á svæðinu. Ábyrgðaryfirlýsingin gildir allt sumarið.

Miðasala fer fram uppá braut, Vinsamlegast komið með seðla.
Það kostar 1000kr fyrir meðlimi DDA og 2000 kr fyrir þá sem eru meðlimir í öðrum klúbbum.
Það keyrir enginn án miða!

Hægt er að kaupa æfingapassa fyrir sumarið, hann kostar 15.000kr

Hér eru svo upplýsingar um hvernig á að skrá sig:
http://www.drift.is/skraningifelagid.php
(síðan liggur niðri svo annað hvort millifæra eða borga á staðnum)
Árgjaldið er það sama og í fyrra 5000 kr.
Hægt að millifæra eða borga uppá braut, fyrsta æfing er frí! Ef þið millifærið munið að koma með kvittun!

Driftdeild AÍH
Bnknr. 322-26-25262
Kt. 450109-0880



Áhorfendur athugið:
Vinsamlegast leggið bílum ykkar hægramegin við brautina og gangið svo að áhorfendasvæði
Áhorfendum er einning frjálst að ganga niður í pitt
Vinsamlegast keyrið varlega á malarveginum uppá braut.


Image

Rauðu svæðin tákna þau svæði sem áhorfendum er frjálst að vera á og leggja,
blá svæðið er pitturinn og þar eiga einungis bílar að leggja sem ætla að keyra! vinsamlegast virðið það.

Brot á þessum og öllum reglum DDA varðar brottvísun af svæðinu!

Fyrir þá sem ekki vita hverning komast skal á leiðarenda.
Image

Mjög góð mæting búin að vera og frábær stemning:
[url]
[/url]
Image

Fyrir hönd DDA.

Author:  rockstone [ Thu 16. May 2013 12:40 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

3. Maí? (Efst)

Author:  danni orn smarason [ Thu 16. May 2013 12:44 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

reyni að redda mér fari og mæti :thup:

Author:  lambi1 [ Thu 16. May 2013 13:57 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Við verðum að vera strangir á þessum viðauka.

En þetta er ekkert mál, þú hringir í tryggingafélagið þitt, og biður um þetta.
þetta er frítt í öllum trygg.félögum. (hef allavegana ekki heyrt um að þetta kosti.)

þannig hringja og fá þetta, þeir senda á maili og þú prentar þetta út kemur og leikur þér.

Author:  siggigunni [ Fri 17. May 2013 13:42 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Menn eru að spá í að mæta með grill og alles!. verzlið ykkur eitthvað á grillið og fáið dekkjareyk með!!

Author:  HK RACING [ Fri 17. May 2013 17:35 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Frumsýning á nýsmíðuðum BMW HK RACING og Bílavaktarinnar verður um 19.00.......

Author:  burger [ Fri 17. May 2013 18:02 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

HK RACING wrote:
Frumsýning á nýsmíðuðum BMW HK RACING og Bílavaktarinnar verður um 19.00.......


Shiiiiiiiii

Author:  Omar_ingi [ Fri 17. May 2013 18:45 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

lambi1 wrote:
Við verðum að vera strangir á þessum viðauka.

En þetta er ekkert mál, þú hringir í tryggingafélagið þitt, og biður um þetta.
þetta er frítt í öllum trygg.félögum. (hef allavegana ekki heyrt um að þetta kosti.)

þannig hringja og fá þetta, þeir senda á maili og þú prentar þetta út kemur og leikur þér.


Ég er hjá Vörður og ég þurfti að borga 10þús krónur :roll:

Author:  Jón Ragnar [ Fri 17. May 2013 21:30 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Omar_ingi wrote:
lambi1 wrote:
Við verðum að vera strangir á þessum viðauka.

En þetta er ekkert mál, þú hringir í tryggingafélagið þitt, og biður um þetta.
þetta er frítt í öllum trygg.félögum. (hef allavegana ekki heyrt um að þetta kosti.)

þannig hringja og fá þetta, þeir senda á maili og þú prentar þetta út kemur og leikur þér.


Ég er hjá Vörður og ég þurfti að borga 10þús krónur :roll:



Kominn tími á nýtt tryggingafélag þá :thup:

Author:  Jón Bjarni [ Sat 18. May 2013 12:15 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Jón Ragnar wrote:
Omar_ingi wrote:
lambi1 wrote:
Við verðum að vera strangir á þessum viðauka.

En þetta er ekkert mál, þú hringir í tryggingafélagið þitt, og biður um þetta.
þetta er frítt í öllum trygg.félögum. (hef allavegana ekki heyrt um að þetta kosti.)

þannig hringja og fá þetta, þeir senda á maili og þú prentar þetta út kemur og leikur þér.


Ég er hjá Vörður og ég þurfti að borga 10þús krónur :roll:



Kominn tími á nýtt tryggingafélag þá :thup:


Þetta er enganvegin rétt hjá ykkur!

Það þarf viðauka á keppnir en ekki á æfingar!

Ef þið lesið 8 gr. reglugerðar um akstusíþróttir þá kemur þetta skýrt fram þar!
hér er linkur á reglugerðina http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/507-2007
Quote:
8. gr.
Ábyrgðartryggingar ökutækja.
Ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst. Þá skal keppnishaldari leggja fram hæfilega tryggingu vegna ábyrgðar á framkvæmd keppninnar. Ennfremur skal keppnishaldari kaupa slysatryggingu vegna starfsmanna við keppni utan vega er greiði bætur við dauða eða varanlega örorku.

Heimilt er í því sambandi að kaupa ábyrgðartryggingu er gildi fyrir ákveðið svæði til æfinga og æfingakeppni.

Viðskiptaráðuneytið ákveður árlega vátryggingarfjárhæðir ábyrgðartryggingar vegna framkvæmdar á aksturskeppni og slysatryggingar, svo og vátryggingarfjárhæð fyrir ákveðin svæði.

Author:  siggigunni [ Tue 21. May 2013 10:10 ]
Post subject:  Re: Akstursæfing DDA 17.maí!**Muna tryggingaviðauka!**

Okkar tilmæli eru að fá trygginaviðauka fyrir bæði keppnir og æfingar, ég hef verið í sambandi við trygginafélögin og þau gefa bæði fyrir keppni og æfingar.. þeir segja kannski að þú þurfir þetta ekki en svona eru reglurnar hjá okkur og þú getur fengið þetta hja þeim fyrir æfingar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/