bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 10. Nov 2024 12:55

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 18. Mar 2020 10:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Síðustu 15ár hefur mig langað að eiga dyno, og er búinn að vera skoða það mál alveg síðan.

Verðið er alveg hrikalega stíft ef maður will almennilegt setup, myndi segja alveg sama hvað ljóta gamla rusl dyno þú kaupir þá er það líklega minnst 1.5milljón komið til Íslands.
Þegar ég var að byrja skoða þetta þá kostaði 250hp Rototest 49k€, á sama tíma kostar 4wd dynapack um 60k$ eða svo. í dag er ég kominn með cirka 40k$ setup myndi ég segja fyrir auðvitað minni pening.

Afhverju hub dyno?
Ég er búinn að tjúna minn skerf af bílum á venjulegum dynoum og það eru of margar leiðir til að skekkja tölurnar sem og tölurnar breytist óeðlilega á meðan þú ert að tjúna á meðan þú ert að auka aflið.
Svo hef ég lent í því að dekk sprakk á dynoinum sem er bölvað vesen, einnig oft er þröngt og að hafa ramps til að keyra uppá hefur sett strik í reikninginn að koma bílnum af og á bekkinn. og svo eru bekkir sem er búið að fitta niður í gólfið einnig helvítið leiðinlegirað vinna við þegar bílinn er mikið lækkaður og svo framvegis. Svo eru sumir bílar bara leiðinlegir á dyno, lítið grip og hreyfast til
Eftir að hafa notað bekkinn minn í núna um 400 run þá er ég mjög sáttur við þá ákvörðun, það er enginn munur á 100hö eða 500hö þegar maður er í bílnum.

Tölur á milli hub dyno og roller dyno?
Þetta er erfitt því að stjórnkerfin eru svo mismunandi að það er erfitt að segja hvað aðrir eru að gera,. t.d er oft reynt að mæla einhverja tregðu á overrun með kúplinguna opna, þetta þá tekur inn hreyfi tregðu dekkjanna með í mælinguna sem ætti að gera þá mælingun nær því sem hub dyno myndi segja í hjólin enn þetta skekkir bara mælinguna. Sumir svo ofan á það bæta við einhverjum óþekktum prósentum til að reyna finna vélar hestöfl. Aðrir taka bara beint mælt power og bæta ofan á einhverjum prósentum.
Burt séð frá því þá eru hub dynos oft sagðir gefa hærri hö tölur enn chassis dynos.
Númer eitt takeway er að öll dyno run þar sem að hröðunar mæling er notuð (ramps / sweeps) eru röng. Eina rétta talan er steady state power mæling sem tekur þá í burtu alla hröðun og gefur því alla orku í load cellunna. Þetta er ekki hægt á bremsulausum bekk og þetta getur verið mjög mikið vesen því það er oft ekki óhætt að standa vél í 7500rpm í max loadi mjög lengi til að fá steady mælingu. Þannig að tölurnar eru bara það sem þær eru og ef þú breytir einhverju og tölurnar fara upp þá er raun power líka farið upp um þá % breytingu.

Afhverju ekki bara kaupa notaðann eða nýjann dyno frekar enn að smíða?
Ég þekki nokkra sem hafa gert sýna eiginn bekki og meira að segja skrifað sinn eigin hugbúnað og þeir hafa notað sína bekki í núna um 10ár, ég get ekki keypt framleitt dót ef sjálf framleitt er ódýrara og "ætti" að vera jafn gott og oft eru DIY búnaðurinn meira fyrir fólk eins og mig sem þarf að gera sitt enn ekki fylgja einhverju sem aðrir hafa ákveðið að dyno á að gera. Sama með notaða bekki sem geta það sem ég vildi að þeir gætu (1000hö hald power) voru bara of dýrir. Strákarnir sem smíðuðu rammanna fyrir mig eru báðir F1 fabricator snillingar, og ég gat því ekki sagt nei við þeirra ósk um að smíða þetta.

Hvað getur bekkurinn?
Bremsurnar þegar þær eru kaldar geta haldið 600kw hvor, semsagt haldið aftur af 1200kw að reyna auka vélarhraða á sama tíma þá er hægt að mæla hvaða powerlevel sem er því ef vélin er öflugari enn bremsurnar þá mælir bekkurinn bara auka flýtingu og reiknar það út, ef þær verða mjög heitar droppar það niður í bara 150hö, enn það gerist bara ef maður væri að halda í 20mínútur við mikið load. Eins og er þá sný ég þeim hratt (hæðsti gír) og það gerir það að verkum að togið er því minna, ég er að sjá um 50-60% átak þegar bílar eru um 400-450whp, þannig að það er ágætlega mikið eftir í þeim til halda aftur af öflugari vélin. Á sama tíma þá geta bremsurnar haldið aftur af 5200Nm samanlagt sem eftir gírun er svona um 1000Nm frá vélinni, annars fer það allt eftir gírun bara.
Hugbúnað og hardware sem ég ákvað að nota er mjög vel þekktur til að uppfæra gamla bremsulausa bekki og bremsu bekki þar sem að hardware hefur bilað og það er dýrt að gera við eða bara ekki til lengur.
Ég keypti 4wd box enn er bara með 2wd license, 4wd kemur þegar ég smíða tvær nýjar bremsur og get þá haft 4wd bíla á bekknum(http://www.sportdevices.com/sp6.php),
Það er mikið um góða fítusa og þeir eru að bæta við reglulega.
Það er hægt að taka steady state test, sweeps eða ramps, step test (semsagt fer í 3000rpm og mælir, svo 3500rpm og mælir og svo framvegis), cycle test (rpm target og eða external TPS controller er tíma based þannig að það er hægt að similata brautar akstur og eða einhvern drive cycle sem maður vill testa og bera saman við oft, t.d mengunar cycles, eða hreinlega bara til að geta repeatað eitthvað aftur og aftur til að sjá mun, þetta getur verið snögg inngjöf frá 5% í 80% við 3000rpm sem eftir það keyrir upp í 4500rpm eða whatever, þá þegar maður skoðar vélar data er hægt að segja að X breyting er betri enn Y breyting og svo framvegis. Annars fer venjuleg tölvu tjúning fram við rpm control og maður gefur bara meira eða minna inn til að geta tjúnað annarstaðar í mappinu (steady state tuning). Eitt sem kemur þegar ég set bekkinn aftur í notkun er road mode, þannig að þá get ég tjúnað sequential gírskiptingar því loadið er mismunandi eftir veg hraða" og þá gíra, þá er líka hægt að prufa allskyns turbo viðbragðs tíma í mismunandi gírum. þ.e Time to Torque (Boost)

. Það eru fullt af analogs og EGT inngöngum, sem og nokkrum útgöngum fyrir viftur eða hvað sem maður vill geta slökkt á eða kveikt á.
Einnig OBDII inn og CAN bus inn.

Er þetta ekki bara eitthvað hobby eða hvað?
Nei ekki lengur, ég er búinn að vera vinna í þessu í mjög langann tíma og loksins er að rætast úr þessu, núna er ég búinn að fá aðstöðu hérna í DE og mun yfir tíma smíða professional dyno cell. Ég er kominn með það sem nú hefur komið í ljós alltof mikið af viftum í málið enn það er svosem allt í lagi, ég finn auka viftunum bara eitthvað annað að gera. Þegar þetta er svo orðið 4wd þá tekur maður rallý og rallý kross bíla sem og allt annað bara.
Vifturnar eru
4 x 44000m3/hr (tvær útblásturs og tvær innblásturs) , 1.4x1.4m per viftu, cirka ferskt loft á 8sek fresti í dyno herberginu sem er nokkrum sinnum meira enn almennt er þurfi.
1 x 5000m3/hr vatnskassa/intercooler blásari, þetta er stóra viftan mín, ég á eftir að breyta útganginum til að minnka opið og auka lofthraðann mæld 50kmh úr 1x1m útgang (ekki 100% akkúrat mælingar neitt).
1 x 15000m3/hr (littli vatnskassa blásarinn) þetta verður á endanum auka þar sem að ég ætla að reyna nota stóru viftuna í framtíðinni, síðast mæld 135kmh lofthraði
1 x 9000m3/hr appelsínu gula hringlaga blásarinn, kemur í ljós hvað ég geri við þetta, gæti verið eitthvað tengt afgasinu

Samtals um 18kw af rafmagni sem þarf þegar allt væri í botni.
Ég er svo með tíðnibreytir á blásurunum þannig að ég get stillt hraðann á þeim remotely eða í gegnum dynoinn.

Ég er búinn að eyða óheyrilega miklum tíma í að skoða hvernig má lækka hljóð framleiðslu til nágranna í næsta bili, sem og bara noise út fyrir dyno cell almennt. Þetta er svona almennt komið, enn auðvitað tekur tíma og peninga að koma því öllu í verk. Ég fer strax að mæla og djöflast með bekkinn hvort sem það er dyno cell ready eða ekki.

Þetta er svona meira og minna það sem ég mun vera að gera í mínu eigin verkstæði næstu 20árin eða svo að undanskildum ytri verkefnum sem ég er líka í með öðrum fyrirtækjum, stórum og smáum.
Það verður nóg af myndum og videoum og upplýsingum. Þetta verður vonandi minna og minna plain kúnnar og meira og meira kappaksturs lið.

Ég nennti ekki að henda inn milljón myndum þannig að hér er imgur album - https://imgur.com/a/zfKLfci

Spurningar? Comment?

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 19. Mar 2020 11:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15940
Location: Reykjavík
Frábært - til hamingju með þetta.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 20. Mar 2020 10:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6768
Geggjað

Gaman að fylgjast með! :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 20. Mar 2020 18:48 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Spennandi, gaman að fá að fylgjast með! :)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group