bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=69502
Page 1 of 1

Author:  Navigator [ Sat 09. Jan 2016 08:49 ]
Post subject:  spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

Daginn,

maður er að skoða auglýsingar um eigulega BMW bíla hérna á kraftinum og mér finnst athyglisvert hvað oft er tekið fram að það séu ryðbólur eða ryð hreinlega komið í gegnum lakkið á ekkert voða gömlum bílum (ca 10 ára) en ok, sennilega um galla að ræða þar sem ryðið er oft á sömu stöðum á sama boddýi.

Svo er í einni auglýsingunni tekið fram að það sé ryð beggja megin í hurðarfölsum, ok, en að svo hafi verið haft samband við sprautuverkstæði og þar hafi svarið verið á þá leið að ryðið komi alltaf aftur eftir nokkur ár !

Er þetta eðlilegt að vönduð lakkviðgerð endist ekki nema nokkur ár ?

Ég vann í mörg sumur við sandblástur og málun (og zinkhúðun) með ýmsum efnum og ég man ekki eftir að þetta væru aðgerðir sem ættu að endast í minna en 10 ár (svona yfirborðshreinsun, grunnur, málning og lakk) á yfirborði sem mæðir ekki óeðlilega á.

Tek það fram að ég hef ekkert vit á bílalökkun, bara að spá hvort svona sé eðlilegt ?

kv. Jón Ingi

Author:  íbbi_ [ Fri 15. Jan 2016 20:40 ]
Post subject:  Re: spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

ryðmyndun á 10 ára gömlum bíl myndi ég telja eðlilegt, það eru nú ekki margir áratugir frá því að margir ílar voru orðnir mjög étnir eftir 6-7 ár, og sumir af rússnensku og austur evrópsku bílunum hurfu á örfáum árum,

það er ekkert óalgengt að það þurfi að kíkja á grind í mörgum japönskum jeppum á þessum aldri, t.d hafa grindurnar verið að ryðga í land cruiser 120, og búið að skipta um grindur í þeim mörgum í ábyrgð.

patrol og terrano voru báðir farnir að ryðga á þesum aldri, sumir ansi illa.


af þeim bmw sem ég hef átt síðustu 11-12 árin, og bílum sem ég hef haft einhverja reynslu af, þá get ég ekki sagt að þetta séu mjög ryðsæknir bílar,ég er mikill benz kall, og þeir ryðga á einhevrju öðru leveli E46 virðast byrja neðan á hurðunum, og á samskeytum, ég hef séð nokkra e39 með gat á sílsunum, en það má hafa bakvið eyrað að E39 er núna á sínu 21 aldursári.

Author:  Navigator [ Sat 16. Jan 2016 10:39 ]
Post subject:  Re: spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

jæja, mér þykir þetta amk ekki merkileg ending, vinnubíllinn er 98 árgerð af corolla, ekinn tæp 300þkm og lakkið á honum er í fínu standi, aðeins farið að sjá á húddi og brettum en ég hélt að BMW væri á hærra plani en Toyota sem dæmi.

sjálfur ek ég um á 11 ára Muzzo og að undanskildu eftir grjótkast er hann fínn.

LC120 eru með grindargalla en Toyota-umboðið hefur verið að skipta þeim út í ábyrgð, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því.

og að bera saman grindur í jeppum sem eru keyrðir oftar (en BMW) á malarvegum og moka þannig uppá sig möl við BMW fólksbíla er nú soldið langsótt að mínu mati.

Nei ég hélt bara að í svona dýrari og "fínni" bílum væri eðlilegt að bæði kram og lakk entust lengur en þetta.

þannig að skoðun mín hefur ekkert breyst, E30 er the ultimate vehicle, þegar menn kunnu að smíða arrmennilegt stöff :alien:

Author:  Angelic0- [ Thu 21. Jan 2016 06:45 ]
Post subject:  Re: spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

E30 er bara gamalt rusl... ryðgar óheyrilega við okkar aðstæður og þannig...

Ég man eftir mörgum 10-12ára gömlum E30 orðnir eins og gatasigti... í kringum aldamót og þar rétt eftir...

Ég leyfi mér að efa að þú finnir E46 í sama ástandi í dag, E36 eru flestir um 20ára aldurinn hérna og margir mjög góðir... (E30 bílarnir auðvitað líka, en þú skilur hvað ég er að fara)

E39 eru t.d. mikið betri bílar strúktúral séð en E34... þó að vissulega sé E34 mikið skemmtilegri akstursbíll...

En mér hefur ekkert fundist E30 vera neitt spes akstursbíll, meira bar spóltíkur eitthvað...

Alveg eins og þú finnur alveg hvað E30 hjólastellið að aftan í E36 Compact er akkilesarhæll... vs t.d. Coupe eða Sedan E36...

Author:  Axel Jóhann [ Mon 25. Jan 2016 09:47 ]
Post subject:  Re: spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

Gaman að nefna það líka að framleiðendur gera ekki ráð fyrir því að líftími bíla sé lengri en 7 ár, það fékk ég að heyra frá VW. T.d.

Author:  ///MR HUNG [ Sat 30. Jan 2016 22:15 ]
Post subject:  Re: spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

Axel Jóhann wrote:
Gaman að nefna það líka að framleiðendur gera ekki ráð fyrir því að líftími bíla sé lengri en 7 ár, það fékk ég að heyra frá VW. T.d.

Enda nenna fáir að standa í að halda þeim gangandi lengur en það :lol:

Author:  Yellow [ Sun 31. Jan 2016 18:05 ]
Post subject:  Re: spurningar varðandi ryð og ryðviðgerðir.

///MR HUNG wrote:
Axel Jóhann wrote:
Gaman að nefna það líka að framleiðendur gera ekki ráð fyrir því að líftími bíla sé lengri en 7 ár, það fékk ég að heyra frá VW. T.d.

Enda nenna fáir að standa í að halda þeim gangandi lengur en það :lol:


Ok þetta er fyndið :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/