bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Skoda Octavia G-Tec
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=69408
Page 1 of 2

Author:  Jónas [ Thu 19. Nov 2015 16:59 ]
Post subject:  Skoda Octavia G-Tec

Sælir.

Núna er fullt af fróðum mönnum hérna - fjölskyldan er að spá í nýjum Octavia G-Tec (http://www.skoda.is/models/octavia-combi-g-tec/yfirlit/).

Vel búinn bíll á góðu verði.

Þetta er tiltölulega nýr búnaður í Skoda en hefur verið í VW í nokkur ár.

Er eitthvað sérstakt sem mælir gegn þessum kaupum? (... annað en að þetta er ekki BMW)

:thup:

Author:  sosupabbi [ Thu 19. Nov 2015 20:40 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Mér persónulega finnst bílar frá VW samsteypuni ekki jafn æðislegir og margir telja þá vera, þar á meðal skoda, bilanatíðni er frekar há finnst manni miðað við það sem maður heyrir, tala nú ekki um þegar að það er búið að nota þetta aðeins, ef ég væri að leita mér að skynsömum og praktískum fjölskyldu bíl í dag þá myndi ég skoða Honda eða Subaru.

Author:  Dóri- [ Thu 19. Nov 2015 22:19 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

ég myndi persónulega fara frekar í diesel, svipaður kostnaður pr ekinn km en hærra endursöluverð og skemmtilegri vél.

Author:  BjarkiHS [ Thu 19. Nov 2015 22:29 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Færi frekar á Mazda 6 á sama pening og disel skoda

Author:  Jónas [ Thu 19. Nov 2015 22:34 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Höfum einnig skoðað Ford Focus og Kia Ceed en ég get ekki sagt að þeir hafi heillað mig jafn mikið og Octavian.

Verðið er auðvitað að heilla okkur mikið - 3,5 fyrir metanbílinn vs 4,1 fyrir dísel.

Author:  Angelic0- [ Thu 19. Nov 2015 22:43 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Nýrri Skoda og VW bílar eru bara fínir, ég myndi ekki skoða neitt ekið yfir 150.000km frekar en ef að ég væri að versla BMW í dag heldur...

Ég á reyndar BMW ekinn 300.000km og alveg ánægður með hann, en bara svona ef ég fer að versla mér bíl... þá er það Audi, BMW, VW eða Skoda...

Author:  Axel Jóhann [ Thu 19. Nov 2015 23:57 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Ég er að gera við VW,Skoda,Audi alla daga, tæki hiklaust dísel bílinn, vélarnar í þeim eru að koma best út, 1.4 tsi vélarnar hafa ekki verið að endast sérlega vel.

Author:  D.Árna [ Fri 20. Nov 2015 02:38 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Fyrir utan að þú ert í 3 korter að dæla helvítis metani á tíkina , Diesel allan daginn

Author:  saemi [ Fri 20. Nov 2015 04:55 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Ég myndi alveg íhuga að taka metanbílinn. Mágkona mín á svona bíl, ég hjálpaði henni við að skoða þetta og get alveg mælt með svona bíl.

Það tekur ekki eitthvað langan tíma að dæla metani og það er ekkert vesen með þetta kerfi hingað til. Diesel er að sjálfsögðu alveg í lagi líka, en G-Tec er ekki eithvað slæmt að mínu mati.

Author:  Jónas [ Fri 20. Nov 2015 08:19 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Axel Jóhann wrote:
Ég er að gera við VW,Skoda,Audi alla daga, tæki hiklaust dísel bílinn, vélarnar í þeim eru að koma best út, 1.4 tsi vélarnar hafa ekki verið að endast sérlega vel.


Flott að fá info frá einhverjum sem er að brasast í þessu daglega :)

Hvað er að valda því að 1.4 TSI eru ekki að eldast vel?

Bkv.,

Author:  Wolf [ Fri 20. Nov 2015 22:45 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Alveg í góðu lagi að skoða G-tec skódann, VAG læra á VW og setja svo það sem virkar í skódann. Það sem hefur breyst á ca 5 árum síðan Ecofuel passatinn mokseldist sem mest, er bæði það að metanið er betra. (var ekki nógu hreint til að byrja með) Svo í passatinum voru þeir með 1.4TSI 150hö með tveim litlum túrbínum. Núna eru þeir komnir með sterkara hedd (væntanlega til að þola brunahitan betur) og eina túrbínu, að sama skapi lækkar hann í 110hö þ.e þessi sama 1.4TSI vél. VW Golf variant er síðan með sömu vél...

En allavega er bæði metanið betra og búið að endurbæta vélina,, fyrir utan það að hann er á fínu verði og menn þurfa svo sem aldrei að taka metan á þetta ef menn nenna því ekki.... 50l bensín tankur...

Author:  Axel Jóhann [ Sat 21. Nov 2015 01:51 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Jónas wrote:
Axel Jóhann wrote:
Ég er að gera við VW,Skoda,Audi alla daga, tæki hiklaust dísel bílinn, vélarnar í þeim eru að koma best út, 1.4 tsi vélarnar hafa ekki verið að endast sérlega vel.


Flott að fá info frá einhverjum sem er að brasast í þessu daglega :)

Hvað er að valda því að 1.4 TSI eru ekki að eldast vel?

Bkv.,



Tímakeðjurnar hafa verið að klikka, tognar á þeim og þær hoppa yfir á tíma. Hef séð þetta á bílum keyrðum allt niðrí 30Þús, lenti svo í einum sem brenndi stimpil uppúr þurru.

Author:  JonFreyr [ Sat 21. Nov 2015 10:09 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Honda Accord station með olíubrennara. Feiknaflottir bílar sem keyra langt á hverjum líter og hafa reynst vel. Svo eru þeir bílar með 150 hestafla mótor og 6 gíra kassa.

Author:  Jónas [ Sat 21. Nov 2015 16:26 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Ætli maður skoði þá ekki dísel bílinn.

Man að ég prófaði 1600 dísel fyrir einhverju og ég man að mér fannst maður heyra óþarflega mikið vélarhljóð.

Prófaði Toyota Auris í dag - hann var merkilega fínn. Mjög lítið veghljóð og það heyrðist merkilega lítið í vélinni.

Aurisinn er á sama prís og Octavian, sem er nú heldur meiri bíll.

Author:  Angelic0- [ Tue 24. Nov 2015 07:56 ]
Post subject:  Re: Skoda Octavia G-Tec

Skondið.... það er akkúrat Golf TSi í hlaðinu núna... R-line þannig að hann lúkkar, fjöðrunin er góð, DSG er auðvitað frábært (þangað til það bilar?)...

Þetta eyðir engu en mokast alveg áfram m.v. vélarstærð !

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/