bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 13:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 16:59 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Sælir.

Núna er fullt af fróðum mönnum hérna - fjölskyldan er að spá í nýjum Octavia G-Tec (http://www.skoda.is/models/octavia-combi-g-tec/yfirlit/).

Vel búinn bíll á góðu verði.

Þetta er tiltölulega nýr búnaður í Skoda en hefur verið í VW í nokkur ár.

Er eitthvað sérstakt sem mælir gegn þessum kaupum? (... annað en að þetta er ekki BMW)

:thup:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 20:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
Mér persónulega finnst bílar frá VW samsteypuni ekki jafn æðislegir og margir telja þá vera, þar á meðal skoda, bilanatíðni er frekar há finnst manni miðað við það sem maður heyrir, tala nú ekki um þegar að það er búið að nota þetta aðeins, ef ég væri að leita mér að skynsömum og praktískum fjölskyldu bíl í dag þá myndi ég skoða Honda eða Subaru.

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 22:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Mar 2005 16:35
Posts: 2042
ég myndi persónulega fara frekar í diesel, svipaður kostnaður pr ekinn km en hærra endursöluverð og skemmtilegri vél.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 22:29 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Thu 07. Sep 2006 22:08
Posts: 981
Location: Ásbrú
Færi frekar á Mazda 6 á sama pening og disel skoda

_________________
Bjarki Steingrímsson.
8253105

Jeremy Clarkson wrote:
"Handbuilt" is just another way to say "the doors will come off"


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 22:34 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Höfum einnig skoðað Ford Focus og Kia Ceed en ég get ekki sagt að þeir hafi heillað mig jafn mikið og Octavian.

Verðið er auðvitað að heilla okkur mikið - 3,5 fyrir metanbílinn vs 4,1 fyrir dísel.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 22:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Nýrri Skoda og VW bílar eru bara fínir, ég myndi ekki skoða neitt ekið yfir 150.000km frekar en ef að ég væri að versla BMW í dag heldur...

Ég á reyndar BMW ekinn 300.000km og alveg ánægður með hann, en bara svona ef ég fer að versla mér bíl... þá er það Audi, BMW, VW eða Skoda...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Thu 19. Nov 2015 23:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Ég er að gera við VW,Skoda,Audi alla daga, tæki hiklaust dísel bílinn, vélarnar í þeim eru að koma best út, 1.4 tsi vélarnar hafa ekki verið að endast sérlega vel.

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Fri 20. Nov 2015 02:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Oct 2012 21:28
Posts: 1514
Location: On the other side
Fyrir utan að þú ert í 3 korter að dæla helvítis metani á tíkina , Diesel allan daginn

_________________
Honda Civic EK4 turbo 99
Honda Civic EK vti í rifi 00

Image

|E34 x1 | E36 x10 | E38 x2 | E39 x2 |

( [ o o ] [][] [ o o ] )


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Fri 20. Nov 2015 04:55 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég myndi alveg íhuga að taka metanbílinn. Mágkona mín á svona bíl, ég hjálpaði henni við að skoða þetta og get alveg mælt með svona bíl.

Það tekur ekki eitthvað langan tíma að dæla metani og það er ekkert vesen með þetta kerfi hingað til. Diesel er að sjálfsögðu alveg í lagi líka, en G-Tec er ekki eithvað slæmt að mínu mati.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Fri 20. Nov 2015 08:19 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Axel Jóhann wrote:
Ég er að gera við VW,Skoda,Audi alla daga, tæki hiklaust dísel bílinn, vélarnar í þeim eru að koma best út, 1.4 tsi vélarnar hafa ekki verið að endast sérlega vel.


Flott að fá info frá einhverjum sem er að brasast í þessu daglega :)

Hvað er að valda því að 1.4 TSI eru ekki að eldast vel?

Bkv.,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Fri 20. Nov 2015 22:45 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Wed 11. Jun 2003 00:53
Posts: 764
Alveg í góðu lagi að skoða G-tec skódann, VAG læra á VW og setja svo það sem virkar í skódann. Það sem hefur breyst á ca 5 árum síðan Ecofuel passatinn mokseldist sem mest, er bæði það að metanið er betra. (var ekki nógu hreint til að byrja með) Svo í passatinum voru þeir með 1.4TSI 150hö með tveim litlum túrbínum. Núna eru þeir komnir með sterkara hedd (væntanlega til að þola brunahitan betur) og eina túrbínu, að sama skapi lækkar hann í 110hö þ.e þessi sama 1.4TSI vél. VW Golf variant er síðan með sömu vél...

En allavega er bæði metanið betra og búið að endurbæta vélina,, fyrir utan það að hann er á fínu verði og menn þurfa svo sem aldrei að taka metan á þetta ef menn nenna því ekki.... 50l bensín tankur...

_________________
"I have not taken any drugs ore anything for a whole week now!" -Oh really? "Yeah, and feel so good I wanna get high!"
-Cheech&Chong

BMW E60 525i xDrive 2008


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Sat 21. Nov 2015 01:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Jónas wrote:
Axel Jóhann wrote:
Ég er að gera við VW,Skoda,Audi alla daga, tæki hiklaust dísel bílinn, vélarnar í þeim eru að koma best út, 1.4 tsi vélarnar hafa ekki verið að endast sérlega vel.


Flott að fá info frá einhverjum sem er að brasast í þessu daglega :)

Hvað er að valda því að 1.4 TSI eru ekki að eldast vel?

Bkv.,



Tímakeðjurnar hafa verið að klikka, tognar á þeim og þær hoppa yfir á tíma. Hef séð þetta á bílum keyrðum allt niðrí 30Þús, lenti svo í einum sem brenndi stimpil uppúr þurru.

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Sat 21. Nov 2015 10:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 11. Mar 2007 20:57
Posts: 1783
Location: Kaupmannahöfn
Honda Accord station með olíubrennara. Feiknaflottir bílar sem keyra langt á hverjum líter og hafa reynst vel. Svo eru þeir bílar með 150 hestafla mótor og 6 gíra kassa.

_________________
Volvo 945 Túúúúúrbó

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Sat 21. Nov 2015 16:26 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Ætli maður skoði þá ekki dísel bílinn.

Man að ég prófaði 1600 dísel fyrir einhverju og ég man að mér fannst maður heyra óþarflega mikið vélarhljóð.

Prófaði Toyota Auris í dag - hann var merkilega fínn. Mjög lítið veghljóð og það heyrðist merkilega lítið í vélinni.

Aurisinn er á sama prís og Octavian, sem er nú heldur meiri bíll.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Skoda Octavia G-Tec
PostPosted: Tue 24. Nov 2015 07:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Skondið.... það er akkúrat Golf TSi í hlaðinu núna... R-line þannig að hann lúkkar, fjöðrunin er góð, DSG er auðvitað frábært (þangað til það bilar?)...

Þetta eyðir engu en mokast alveg áfram m.v. vélarstærð !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group