bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Víbrandi bremsupedall
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=69171
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Wed 02. Sep 2015 20:00 ]
Post subject:  Víbrandi bremsupedall

Sælir.

Er með 2008 Corollu sem er ekki frásögu færandi en bremsupedallinn er farinn að titra ansi hressilega þegar maður bremsar. Hefur verið að ágerast (nýlega byrjað)

Nýir diskar að aftan, diskar að framan virðast líta vel út og nóg eftir af klossum.

Enginn titringur í sæti né stýri þegar ég bremsa, sama hversu harkalega það er - ætti ekki að koma titringur í stýrið ef þetta væru diskarnir?

Gætu þetta verið stýrisendar eða annað tengt hjólabúnaði?

Kv

Author:  rockstone [ Wed 02. Sep 2015 21:26 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

ef bara titringur í pedala ekki stýri getur það verið diskar að aftan, þó þeir séu nýlegir.

Author:  sosupabbi [ Wed 02. Sep 2015 22:21 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

Oft sem að ódýrari diskar verpast á stuttum tíma, er ástandið á afturbremsonum gott að öðru leiti fyrir utan að diskarnir eru nýlegir? Getur líka rennt við á næstu skoðunarstöð, þeir geta séð flökktið á mælonum hjá sér, þá er hægt að sjá hvaða hjól o.þ.a.l hvaða diskur er að valda þessu.

Author:  Jónas [ Thu 03. Sep 2015 07:48 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

rockstone wrote:
ef bara titringur í pedala ekki stýri getur það verið diskar að aftan, þó þeir séu nýlegir.


Það væri nú frekar glatað - verslað í fyrra af AB

sosupabbi wrote:
Oft sem að ódýrari diskar verpast á stuttum tíma, er ástandið á afturbremsonum gott að öðru leiti fyrir utan að diskarnir eru nýlegir? Getur líka rennt við á næstu skoðunarstöð, þeir geta séð flökktið á mælonum hjá sér, þá er hægt að sjá hvaða hjól o.þ.a.l hvaða diskur er að valda þessu.


Flott hugmynd, tékka á þessu í hádeginu.

Author:  Jónas [ Thu 03. Sep 2015 10:33 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

Snillingarnir í Tékklandi kíktu á þetta

Diskarnir að aftan eru varpaðir!

Ekki ánægður með endinguna á þessum diskum, voru keyptir nýir í mars 2014.

Author:  rockstone [ Thu 03. Sep 2015 12:14 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

Jónas wrote:
Snillingarnir í Tékklandi kíktu á þetta

Diskarnir að aftan eru varpaðir!

Ekki ánægður með endinguna á þessum diskum, voru keyptir nýir í mars 2014.


Það þarf ekki mikið, til dæmis góða hemlun og beint í poll til að þeir skekkst.

Author:  Zed III [ Thu 03. Sep 2015 14:40 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

Jónas wrote:
Snillingarnir í Tékklandi kíktu á þetta

Diskarnir að aftan eru varpaðir!

Ekki ánægður með endinguna á þessum diskum, voru keyptir nýir í mars 2014.


Vissi ekki að skoðunnarstöðvarnar gætu skoðað þetta. Áhugavert.

Author:  Jónas [ Thu 03. Sep 2015 20:21 ]
Post subject:  Re: Víbrandi bremsupedall

Zed III wrote:
Jónas wrote:
Snillingarnir í Tékklandi kíktu á þetta

Diskarnir að aftan eru varpaðir!

Ekki ánægður með endinguna á þessum diskum, voru keyptir nýir í mars 2014.


Vissi ekki að skoðunnarstöðvarnar gætu skoðað þetta. Áhugavert.


Það var rólegt hjá þeim í morgun og þeir kipptu honum inn á "bremsuprófarann" - gátu séð hvar vandamálið var (H/M aftan) þannig. Góð þjónusta :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/