bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Afhverju eru spacerar svona dýrir?
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=67699
Page 1 of 1

Author:  gardara [ Wed 12. Nov 2014 13:51 ]
Post subject:  Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Afhverju ætli spacerar séu svona dýrir?

Hélt fyrst að þetta væri eitthvað okur hér innanlands en þetta kostar sitt líka erlendis.

Virkilega einföld hönnun, hægt að framleiða í massavís. Hefði haldið að það væri hægt að gera þetta ódýrt.

Author:  Angelic0- [ Wed 12. Nov 2014 17:41 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

ég lét vatnsskera fyrir mig spacera, gaurinn hannaði dótið í cad, renndi stýringu og alles... fyrir 6þúsund hjá Martak minnir mig í Grindavík !

Author:  Alpina [ Wed 12. Nov 2014 19:19 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Everything in SPACE is expensive............

Author:  Axel Jóhann [ Fri 14. Nov 2014 00:06 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Skerð bara miðjuna úr gömlum bremsudisk :D

Author:  saemi [ Fri 14. Nov 2014 10:20 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Þetta er hlutur sem þarf að vera 100% réttur. Renndur, ekki steyptur ef vel á að vera og úr góðu efni. Ég skil vel að svona kosti smá til að maður sé ekki í víbríng og veseni.

Author:  Angelic0- [ Fri 14. Nov 2014 10:57 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

hef reyndað notað bremsudiskatrickið... og það var akkúrat ekkert vesen.... og þessir sem ég fékk frá martak voru 15mm og mjög solid... vatnsskornir og renndir úr áli...

Author:  burger [ Fri 14. Nov 2014 14:19 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Axel Jóhann wrote:
Skerð bara miðjuna úr gömlum bremsudisk :D


ég gerði það og ekkert að því hreinsaði reyndar miðjurnar virkilega ef af öllu ryði og þannig .

verst hvað það er ógeðslegt að skera þetta :lol: væri best að vera með bekk

Author:  Bandit79 [ Sat 15. Nov 2014 01:05 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Pantaði frá þessari búð þegar ég var búsettur í DK : http://www.x-parts.de/Reifen-Felgen-und ... _1765.html

Fannst þetta allavega ekkert dýrt .. en það er bara spurning hvort að þeir senda til Íslands.

Author:  D.Árna [ Sat 15. Nov 2014 08:38 ]
Post subject:  Re: Afhverju eru spacerar svona dýrir?

Keypti 540 sem ég á með Home-made spacer'a.. Um að gera að borga aðeins meira og fá eitthver gæði :)

Home-made dótið sem ég fékk með honum er nú meira draslið :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/