bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=67688
Page 1 of 3

Author:  tolliii [ Tue 11. Nov 2014 00:36 ]
Post subject:  Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Gat ekki annað en hlegið af þessu.
Gestur þáttarins er Sigmundur Davíð og spirill er Sigmar.
Þetta fjallar um umdeilda skuldaleiðréttingu fólks og verður þetta svoldið eldfimt :lol:

http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/10112014

En ég er sammála Sigmundi að það sé óréttlátt að mismuna fólki og allir verða að fá til baka, það sem var af því tekið..
Þótt heilbrigðiskerfið og menntakerfið og flest allt í þessu landi sé á halanum, verður þetta að fara svona fram svo þetta sé rétlátt.

Author:  ppp [ Tue 11. Nov 2014 13:05 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

tolliii wrote:
Gat ekki annað en hlegið af þessu.

Sigmundur ekki heldur, frekar en vanalega.

Meiri kjánakarlinn.

Author:  Angelic0- [ Tue 11. Nov 2014 15:26 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Þetta er meiri trúðurinn, mest unprofessional ever...

Ætli Geir H Haarde eða Davíð Odds hefðu svarað svona á þeim tíma sem að þeir sátu í stól forsætisráðherra...

Sífellt að afsaka sig á því að það sé verið að spyrja "sömu spurningarinnar"....

Klígjar við þessari undirhöku...

Author:  tolliii [ Tue 11. Nov 2014 15:44 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Þú ert trúður Viktor :D

Held þvert á móti að Sigmundur sé mest professional forsetisráðherra ever :wink:
Ekkert að afsaka sig neitt þar sem hann var að svara spurningunum allan tíman,
þetta voru ekki beint já og nei spurningar. Flóknum spurninga krefjast langra og margþátta svara..
Sem mér fannst hann koma þessu vel frá sér.

Geir H og Davíð Odds hefðu aldrei þurft að svara fyrir, því þeir hefðu aldrei gert neitt í málunum..
Það er eins og stjórnarandstaðan væli eingöngu til að væla þegar það er ekki verið að mismuna fólki.

Author:  Angelic0- [ Tue 11. Nov 2014 15:51 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Mér fannst hann bara ekki hafa svörin á höndum sér... á endanum komu svör en kröfðust greinilega langrar umhugsunar....

Author:  JonFreyr [ Wed 12. Nov 2014 12:03 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Er nú orðið "bannað" að hugsa sig um áður en maður svarar erfiðum spurningum fyrir framan alþjóð ?

Fólki er frjálst að bjóða sig fram og ég hvet besserwissera landsins til að bjóða sig fram ef það vill gera betur. Er enginn aðdáandi íslensku ríkisstjórnarinnar en það er ekki nóg að vera "against it" og koma svo með einhver "af því bara" rök fyrir því :) Það má vel vera að þessi tiltekni maður sé frekar illa staðsettur atvinnulega séð en hann er þarna núna vegna þess að hann "við" settum hann þangað.

Author:  fart [ Wed 12. Nov 2014 17:49 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

tolliii wrote:

Held þvert á móti að Sigmundur sé mest professional forsetisráðherra ever :wink:


Þetta hlýtur að vera grín..
Reyndar er samkeppnin ekki mikil, en þó að einhver sé mest pro þýðir samt ekki að viðkomandi sé pro. Sigmundur er ótrúlega hrokafullur og sjálfhverfur einstaklingur, sem minnir einna helst á Davíð Oddsson á síðustu andartökum pólitísks ferils hans, en án húmorsins, persónutöfranna og reynslunnar sem Davíð hafði. Eina sem hann hefur er að túlka andstöðu við málefnin persónulega og svara eins og spyrjandinn sé heimskari en hann sjálfur eða eðal patronize eins of það er kallað.

Sigmundur minnir dálítið á einhverskonar kokteil af Kim af Kóreu, Obama og BungaBunga Berslosconi. Well það er basically D.O. Þegar endirinn nálgaðist :D

Það leiðinlega við þessa þróun á Sigmundi er að þetta er í grunninn skemmtilegur og frambærilegur náungi, en hann hefur alveg misst sig við að fá völd.

Author:  Angelic0- [ Wed 12. Nov 2014 18:03 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

fart wrote:
tolliii wrote:

Held þvert á móti að Sigmundur sé mest professional forsetisráðherra ever :wink:


Þetta hlýtur að vera grín..
Reyndar er samkeppnin ekki mikil, en þó að einhver sé mest pro þýðir samt ekki að viðkomandi sé pro. Sigmundur er ótrúlega hrokafullur og sjálfhverfur einstaklingur, sem minnir einna helst á Davíð Oddsson á síðustu andartökum pólitísks ferils hans, en án húmorsins, persónutöfranna og reynslunnar sem Davíð hafði. Eina sem hann hefur er að túlka andstöðu við málefnin persónulega og svara eins og spyrjandinn sé heimskari en hann sjálfur eða eðal patronize eins of það er kallað.

Sigmundur minnir dálítið á einhverskonar kokteil af Kim af Kóreu, Obama og BungaBunga Berslosconi. Well það er basically D.O. Þegar endirinn nálgaðist :D

Það leiðinlega við þessa þróun á Sigmundi er að þetta er í grunninn skemmtilegur og frambærilegur náungi, en hann hefur alveg misst sig við að fá völd.


Búmm búmm búmm.... KJARNORKUSPRENGJA....

Þetta er bara nákvæmlega svona... finnst hann algjört fucktard í dag... ekki að ég hafi haft mikið álit á honum fyrir en fannst hann frambærilegur svona framan af...

Svörin full af hroka og merkilegheit, verið að láta spyrilinn líta út eins og hann sé bara heimskur fáviti og viti ekkert þegar að hann er í raun að endurspegla álit stórs hluta þjóðarinnar sem að er "FURIOUS" yfir því hvernig málum er háttað og gerir því um leið lítið úr því...

Allt viðtalið er hann að semja svör í hausnum á sér og draga lappirnar með að koma með raunveruleg hnitmiðuð svör...

Þú mætir ekki í viðtal, þegar að þú veist um hvað það er að fara að snúast með flókin skíta svör (pólítíkarlygi?) þegar að þú átt að vera búin að undirbúa hnitmiðuð og góð svör sem að allir skilja...

Þannig virkar góður forsætisráðherra á mig, þ.e. maður sem að getur setið undir spurningum og svarað þeim þannig að öll þjóðin skilji...

Just my .02$...

Author:  tolliii [ Wed 12. Nov 2014 18:25 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Það er meira hvað hann er hrokafullur, reynir eins og hann getur að standa við kosningaloforð sín
og stundum þarf hörku og hroka til að koma sínu framm, pólitík er ekki skemmtiefni.
Það er maður í stjórnarandstöðunni sem er margfalt verri og gerir í því að skemma og hægja á þessu ferli - Steingrímur J,
örugglega besti ræðumaður Íslands og notar alla sína færni til að vera með leiðindi.

Hvernig sem þú túlkar þetta herra vel setti bankamaður í lúx, þá er þetta örugglega einstakt dæmi um mann sem reynir að standa við sitt.
Hann setur sig í spor einstaklinga sem minna eiga sín en gleymir sammt ekki fólki sem á jafn mikinn rétt á leiðréttingu þótt þeir standi betur í fjármálum.

Mér finnst hann vera fullur af húmor og hlær af atugasemdum annara, sem eru á móti honum, jú hann á að vera valda mesti maður Íslands -
enda forsetisráðherra.

Húmor er sammt aukatriði í pólitík og mér finnst hann standa sig afbragðsvel að koma á móti fólki í þessu landi.
Ekki geyma því að allir þessir pólitisku banka glæpir fóru framm undir stjórn Davíðar og það er slæmur húmor að brosa í gegnum það eins og ekkert sé.
Var það ekki í hanns valdi að koma í veg fyrir þetta hrun til að byrja með?
Einnir forstjóri seðlabankanns um tíma.. Hann gerði ekkert annað en að telja peninga.

OG semja svör?? Samdi ekki eitt eða neitt, var að leita að sem einföldustu útskýringu á FLÓKNUM svörum svo þetta gæti komið sem einfaldast út.

En þetta er mín skoðun og hun er sterk. Allir hafa rétt á sínum skoðunum en þið hafið ekki sterk rök bak við ykkur.
Bara að hann sé asni og hrokafullur, húmorslaus einstaklingur sem er að setja landið á hausinn,,, en hann er einmitt andstæðan við það.

Author:  ///M [ Wed 12. Nov 2014 18:27 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Ætli hann sendi aftur út ávísun þegar næsta verðbólguskot kemur?

Hrikalega vandræðalegt að púðri í að leiðrétta eitthvað þegar það er ekki komin lausn á vandamálinu. Þessar aðgerðir eru best case að pissa í skóna um miðjan vetur.

Kveðja frá ströndinni :thup:

Author:  tolliii [ Wed 12. Nov 2014 18:34 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

///M wrote:
Ætli hann sendi aftur út ávísun þegar næsta verðbólguskot kemur?

Hrikalega vandræðalegt að púðri í að leiðrétta eitthvað þegar það er ekki komin lausn á vandamálinu. Þessar aðgerðir eru best case að pissa í skóna um miðjan vetur.

Kveðja frá ströndinni :thup:


Það verður að byrja einhverstaðar. Hvernig hefði landið staðið ef Icesave hefði verið samþykkt.
Hvernig fer fyrir auðlindum þessa lands ef við göngum í evrópusambandið? Fiskurinn, vatnið og rafmagnið, líkleg olía á drekasvæðinu?
Það veit enginn....

Author:  ///M [ Wed 12. Nov 2014 19:48 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

tolliii wrote:
///M wrote:
Ætli hann sendi aftur út ávísun þegar næsta verðbólguskot kemur?

Hrikalega vandræðalegt að púðri í að leiðrétta eitthvað þegar það er ekki komin lausn á vandamálinu. Þessar aðgerðir eru best case að pissa í skóna um miðjan vetur.

Kveðja frá ströndinni :thup:


Það verður að byrja einhverstaðar. Hvernig hefði landið staðið ef Icesave hefði verið samþykkt.
Hvernig fer fyrir auðlindum þessa lands ef við göngum í evrópusambandið? Fiskurinn, vatnið og rafmagnið, líkleg olía á drekasvæðinu?
Það veit enginn....


aha.. byrja á að leysa vandamálið ekki "leiðrétta" hluta af afleiðingu vandamálsins.

Author:  fart [ Wed 12. Nov 2014 19:54 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Hvaða máli skiptir það varðandi umræðu um Sigmund forsætisráðherra að ég vinn í banka og bý í Lúx?
:roll:
Já og hvort ég er vel eða illa stæður veist þú líklega ekkert um

Author:  tolliii [ Wed 12. Nov 2014 20:43 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

Tók bara svona til orða, til að leggja áherslu á það sem ég hafði að sega - No hard feelings.
Biðs afsökunar ef þetta hefur sært bligðunarkend þína á einhvern hátt.. ekkert persónulegt :wink:
Það voru bara engin rök fyrir því sem þú sagðir, bara persónuleg skoðun.

En svona miðavið græjurnar sem þú hefur undir höndunum - og hvað þú ert búinn að leggja mikinn pening í þetta áhugamál,
ertu ekki beint að fara á hausinn.. :D
En þetta er alveg OT en ég samgleðst þér fyrir að hafa komið þér vel fyrir :cheers:

Author:  tolliii [ Wed 12. Nov 2014 20:46 ]
Post subject:  Re: Kastljósið 10.11.2014 - Skildu áhorf

///M wrote:
tolliii wrote:
///M wrote:
Ætli hann sendi aftur út ávísun þegar næsta verðbólguskot kemur?

Hrikalega vandræðalegt að púðri í að leiðrétta eitthvað þegar það er ekki komin lausn á vandamálinu. Þessar aðgerðir eru best case að pissa í skóna um miðjan vetur.

Kveðja frá ströndinni :thup:


Það verður að byrja einhverstaðar. Hvernig hefði landið staðið ef Icesave hefði verið samþykkt.
Hvernig fer fyrir auðlindum þessa lands ef við göngum í evrópusambandið? Fiskurinn, vatnið og rafmagnið, líkleg olía á drekasvæðinu?
Það veit enginn....


aha.. byrja á að leysa vandamálið ekki "leiðrétta" hluta af afleiðingu vandamálsins.


Afhverju ekki að byrja að gefa fólkinu til baka, því sem var tekið af þeim, ef fólkið er sátt eru meiri líkur að ná árangri.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/