bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 28. Apr 2024 18:10

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 54 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 20:09 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Ég biðst nú eiginlega afsökunar að vera að dúndra svona spurningum hingað inn þar sem þetta er auðvitað BMW forum, en það er eiginlega ekkert annað vitrænt bílaspjallborð hérna heima með sæmlegri virkni. Þið sleppið því þá bara að lesa lengra ef þetta topic böggar eitthvað.

En allavega. Staðan er sú að fyrir tæplega tveimur og hálfu ári fékk ég alveg upp í kok á ópraktíkinni sem ég var þá að keyra og keypti glænýjan dísel jeppling af japanskri tegund sem er búinn að standa sig alveg ágætlega. Gallinn er hinsvegar að þetta praktíska dýr kveikir ekkert í manni sem bílaáhugamanni og núna er maður farinn að velta fyrir sér hvað skal gera í vor þegar planið er að skipta honum út. Ég er kominn í þá stöðu að það hentar mér mjög vel að vera á rúmgóðum 4X4 bíl þannig ég horfi til jeppanna.

Eftir að hafa velt þessu dálítið fyrir mér þá sé ég fram á að það sé í sjálfu sér ekkert óhagstæðara að vera á 4-5 m.kr. bíl af eldri gerð (2007-2008) heldur en 8-9 m.kr. nýjum bíl. Þó svo að sá eldri eyði tvöfalt á við þá nýrri og þó svo að viðhaldskostnaðurinn sé umtalsverður þá eru afföllin er þessum 4 m.kr. sem munar líklega um 500 þús. á ári auk þess sem að fjármögnunarkostnaðurinn er um 300-400 þús. per ár (m.v. að bílalán sé tekið), þannig það gæti nú bara hreinlega verið skynsamlegri pakki að taka eldri bíl. Þess utan er fær maður bara ekkert spennandi nýtt fyrir 8-9 m.kr. meðan það er hægt að fá allt mögulegt fyrir 4-5 m.kr. af árgerð 2007-2008.

En þá er spurning hvað er í boði í þessum flokki. Ég er eins og áður sagði ekkert endilega að pæla í alltof mikilli praktík í rekstri og er jafnvel farinn að horfa til gæðinga eins og Range Rover, Range Rover Sport eða jafnvel Porsche Cayenne *gúlp*.

Þá kemur loksins að spurningunni - sem er eiginlega tvíþætt:
1. Er bilun að ætla að reka þessar skepnur sem ég minntist á?
2. Dettur ykkur eitthvað annað sniðugra í hug í þessum flokki sem maður ætti að skoða? (Utan við hið augljósa verandi á BMW spjallborði - þ.e. X5)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 22:03 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 12. May 2005 12:34
Posts: 1064
Location: Selfoss/Hveró
BMW X5 E70 3.0D allann daginn :thup:

_________________
BMW E34 525i Sedan 1991 *LSD*
BMW E36 320i Touring 1995 .. seldur
BMW E34 520i Touring 1994 .. seldur
BMW E36 320i 1997 Seldur .. í partamat í DK
BMW E39 525D Touring 2003 seldur ... snilldar tæki
BMW E34 525i 1992 seldur með mikilli eftirsjá


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 22:21 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Thu 07. Sep 2006 22:08
Posts: 981
Location: Ásbrú
Er Cayenne ekki í svipaðri stærð og X5 ?
Held að RR sé töluvert stærri og meiri bíll fyrir peninginn. Hefuru skoðað Discovery 3 ?

_________________
Bjarki Steingrímsson.
8253105

Jeremy Clarkson wrote:
"Handbuilt" is just another way to say "the doors will come off"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 22:27 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
Bandit79 wrote:
BMW X5 E70 3.0D allann daginn :thup:

Hehe, já, það var viðbúið að fá slíkar ábendingar. Finnst hann reyndar pínku boring kostur - allavega flestir sem í boði eru. :-) En klárlega möguleiki.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 22:27 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 06. Mar 2007 15:01
Posts: 367
BjarkiHS wrote:
Er Cayenne ekki í svipaðri stærð og X5 ?
Held að RR sé töluvert stærri og meiri bíll fyrir peninginn. Hefuru skoðað Discovery 3 ?

Nei, Disco kveikir ekki í mér. Eflaust topp græja og snilldar ferðabíll, en bara ekki my cup of tea.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 22:37 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Thu 07. Sep 2006 22:08
Posts: 981
Location: Ásbrú
Fair enough.

_________________
Bjarki Steingrímsson.
8253105

Jeremy Clarkson wrote:
"Handbuilt" is just another way to say "the doors will come off"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 23:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
Range Rover Vogue eða Land Cruiser 100 yrðu fyrir valinu hjá mér, fer svolítið eftir því hvað þú villt eyða í rekstrarkostnað, afföll af landcruiser eru líka töluvert lægri en hann er ekki jafn þæginlegur og skemtilegur og RR. Svo er X5 4.8 eflaust skemtilegri kostur en 3.0D en ég er ekki mikið fyrir X5, ef þú villt óáreiðanlegan stóran 4x4 þá er svarið alltaf Range Rover.

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 22. Sep 2014 23:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Tæki alltaf Vouge með BMW 3.0D !!!

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 11:40 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. Sep 2005 17:22
Posts: 802
Nokkuð viss um að engin af þessum bílum jafnist á við Range Rover Vouge. En eins og var talað um hér að ofan þá er Land Cruiser 100 reyndar alveg frábær bíll líka, afföllin eru minni þar og viðhaldskostnaður eitthvað minni, flott væri svo að hafa hann á 35". En bæði RR vouge og LC 100 eru mun stærri bílar en t.d RR sport Cyanne og x5

_________________
BMW e60 520d - 2006
Honda Shadow Spirit - 2012


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 11:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Viggóhelgi wrote:
Nokkuð viss um að engin af þessum bílum jafnist á við Range Rover Vouge. En eins og var talað um hér að ofan þá er Land Cruiser 100 reyndar alveg frábær bíll líka, afföllin eru minni þar og viðhaldskostnaður eitthvað minni, flott væri svo að hafa hann á 35". En bæði RR vouge og LC 100 eru mun stærri bílar en t.d RR sport Cyanne og x5

Var maðurinn ekki að tala um eitthvað sem að myndi kveikja í honum sem bílaáhugamanni...
Skil ekki hvernig LC100 passar inn í það módel.
Svolítið eins og að velja sér konu út fra þvi hvort hún getur eldað og þvegið þvott.

thisman wrote:
Gallinn er hinsvegar að þetta praktíska dýr kveikir ekkert í manni sem bílaáhugamanni

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 12:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Hefurðu prófað STÓRANN USA pickup..............

ég fullyrði að þú færð ekki meira fyrir peninginn

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 13:06 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Veit ekki alveg hvernig LC100 getur farið í sama flokk og RR.

Í þessum árgerðum færðu fátt betra en E70 X5 dísel


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 13:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8503
Location: 101 RVK
Kannski passar ekki af því að Cayenne sem ég er að tala um er af næst nýjasta útlitinu, en mér fannst ég þurfa að pitcha inn í umræðuna.

Bróðir minn er búinn að eiga og reka Porsche Cayenne diesel í bráðum 4 ár. Hans bíll hefur aldrei bilað alvarlega, það eina sem ég man eftir sem var eitthvað vesen var rafmagns opnunin á afturhleranum. Annars eyðir þessi bíll sama og engu 6-7 í langkeyrslu og 8-9 innanbæjar (örugglega minna í sparakstri) og er ótrúlega þægilegur í akstri og kraftmikill (240 hp)

Ég myndi allan daginn taka Cayenne. Ég hef örlitla reynslu af Range Rover og mér finnst það líka æðislegir bílar, en ég hef heyrt slæma hluti um bilanir í loftpúðafjöðrun til dæmis. Range Rover er miklu "ljúfari" en Cayenne. Porsche er frekar stífur og "sportlegur" jepplingur á meðan Range Rover er eins og að svífa um á hvítu skýi.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 14:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Viggóhelgi wrote:
Nokkuð viss um að engin af þessum bílum jafnist á við Range Rover Vouge. En eins og var talað um hér að ofan þá er Land Cruiser 100 reyndar alveg frábær bíll líka, afföllin eru minni þar og viðhaldskostnaður eitthvað minni, flott væri svo að hafa hann á 35". En bæði RR vouge og LC 100 eru mun stærri bílar en t.d RR sport Cyanne og x5


Aföllin minni, markaðurinn er stútfullur af bílum sem að seljast ekki vegna verðlagningar.

Þetta er bara kjaftæði, ég tapaði feitt á LC120 viðskiptum afþví að það eru 700 bílar á söluskrá, allir jafn dýrir.

Offramboð þýðir að menn þurfa að undirbjóða til þess að geta selt bílana...

Ásett verð á LC120 2007 var þá 4,8m en hann seldist á endanum á 3.2m það er 1.600.000kr undir ásettu verði !!! og það er ekki eins og þetta hafi verið slor eintak eða e'h álíka !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 23. Sep 2014 15:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Ef þú ert að pæla í þessum árgerðum og verðum geturðu gleymt bæði RR Sport og Cayenne sökum viðhaldskostnaðar.

Stór RR bilar mjög lítið meðaðvið búnað og þægindi. Færð í raun mest fyrir peninginn þar.
En ef á að taka allt saman er X5 E70 3.0d lang skynsamlegasti kosturinn. Bilar samasem ekkert, eyðir litlu , skemmtilegur, ekkert of stór, þrusuflottur, vinnur flott.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 54 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 71 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group