| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Flytja borðtölvu út https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=66933 |
Page 1 of 1 |
| Author: | SteiniDJ [ Wed 06. Aug 2014 19:18 ] |
| Post subject: | Flytja borðtölvu út |
Sælir, Ég er að yfirgefa Ísland og þarf að koma út borðtölvu + iMac út. Hefur einhver reynslu af slíku? Búinn að ráðfæra mig við Icelandair og Icelandair cargo og þeir benda bara á hvorn annan. Einhver með reynslu í þessu sem getur hjálpað? |
|
| Author: | bimmer [ Wed 06. Aug 2014 19:46 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Pakka þessu vel og taka með sér í flug? |
|
| Author: | SteiniDJ [ Wed 06. Aug 2014 19:50 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Það bendir allt til þess. Ég er svolítið smeykur með áhættuna að hafa þær í farangri, sérstaklega þar sem að ekkert er tryggt (skv Icelandair). |
|
| Author: | bimmer [ Wed 06. Aug 2014 19:55 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Ef þú ert alveg paranoid geturðu tekið non SSD diska úr og haft í handfarangri. |
|
| Author: | SteiniDJ [ Wed 06. Aug 2014 20:04 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Hvað með skjái? Þola þeir alveg flutning ef þeir eru óþarflega vel pakkaðir? |
|
| Author: | Hjalti123 [ Wed 06. Aug 2014 20:05 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
bimmer wrote: Ef þú ert alveg paranoid geturðu tekið non SSD diska úr og haft í handfarangri. Allann daginn taka alla harða diska úr og hafa með í handfarangri, pakka svo tölvum og skjám vel inn bara |
|
| Author: | Kjallin [ Wed 06. Aug 2014 22:52 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
SteiniDJ wrote: Hvað með skjái? Þola þeir alveg flutning ef þeir eru óþarflega vel pakkaðir? Helduru að þetta sé framleitt á íslandi? Þeir þola þetta easy ef þetta er vel pakkað, og passa að merkja þetta brothætt |
|
| Author: | SteiniDJ [ Wed 06. Aug 2014 23:30 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Kjallin wrote: SteiniDJ wrote: Hvað með skjái? Þola þeir alveg flutning ef þeir eru óþarflega vel pakkaðir? Helduru að þetta sé framleitt á íslandi? Þeir þola þetta easy ef þetta er vel pakkað, og passa að merkja þetta brothætt Nei það hvarlaði ekki að mér. En pakka vel og merkja hljómar eins og rétta lausnin. Þakka innleggin o/ |
|
| Author: | demi [ Thu 07. Aug 2014 21:35 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Ég myndi smíða box úr léttum við utan um þetta og klæða hann að innan. |
|
| Author: | Viggóhelgi [ Fri 15. Aug 2014 13:00 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
ég myndi smíða skriðdreka utana um mína.... - Voðalega finnst mér fólk vera framtakssamt Ef þú ert rosalega hræddur um hana
|
|
| Author: | SteiniDJ [ Thu 04. Sep 2014 18:10 ] |
| Post subject: | Re: Flytja borðtölvu út |
Jæja, þrátt fyrir að hafa pakkað öllu mjög vel skemmdist turninn nokkuð illa í fluginu. Allt inni í honum slapp vel þó. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|