bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Porsche 911 SC árg. 1980
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=65991
Page 1 of 2

Author:  Spiderman [ Sun 27. Apr 2014 02:22 ]
Post subject:  Porsche 911 SC árg. 1980

Eftir að hafa eytt mörg þúsund klukkustundum í að skoða, lesa, hugsa og ræða um Porsche 911 þá eignaðist ég einn vikunni. Um er að ræða 911 SC árg. 1980 með 3 lítra vél sem var fluttur hingað til lands frá Ameríkuhreppi árið 2007. Bíllinn er í nokkuð góðu standi og var hann t.a.m. tekinn talsvert í gegn, kramlega séð, stuttu áður en hann var fluttur til landsins. Eftir að bíllinn kom hingað til lands var haldið áfram að nostra við hann og fékk hann m.a. heilsprautun.

Planið er að taka bílinn í smá yfirhalningu nú í vor áður en hann fer í notkun. Fyrstu verk á dagskrá eru:

a) skipta um fóðringu fyrir skiptistöng í gírkassa
b) skipta um framljós (Euro)
c) skipta út einkamerkjum fyrir steðjaplötur
d) blinga felgurnar aðeins upp
e) rífa úr honum filmurnar.

Eftirfarandi eru nokkrar random myndir sem hafa verið teknar af bílnum síðustu daga:

Image

Image

Image

Image

Author:  Alpina [ Sun 27. Apr 2014 08:14 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Til lukku,,,,,,,,,,,,,,,, 8) 8) :thup: :thup:

er þetta bíllinn hans Sibba ?? ef ekki hvaða bíll þá ??

Author:  Fatandre [ Sun 27. Apr 2014 10:53 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Sá þennan um daginn í Hafnarfirði.
Varst ekki alveg að meika gískipti á sljósum við Krónuna :D
Verulega eigulegur bíll

Author:  Spiderman [ Sun 27. Apr 2014 11:05 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Alpina wrote:
Til lukku,,,,,,,,,,,,,,,, 8) 8) :thup: :thup:

er þetta bíllinn hans Sibba ?? ef ekki hvaða bíll þá ??


Takk takk

Nei sá bíll er 3.2 árg. 1985.

Þessi bíll hefur lítið verið á götunni síðan hann var fluttur inn.

Hér eru þeir saman:

Image

Author:  Spiderman [ Sun 27. Apr 2014 11:09 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Fatandre wrote:
Sá þennan um daginn í Hafnarfirði.
Varst ekki alveg að meika gískipti á sljósum við Krónuna :D
Verulega eigulegur bíll


Já það var þegar ég keypti hann :lol:

Það er ein fóðring ónýt fyrir skiptistöngina og kassinn er allur eins og grautur. Er samt búinn að ná ágætis tökum á þessu núna.

Það er von á varahlutum í þessari viku svo hann verður vonandi orðinn góður fyrir næstu helgi.

Author:  Benzari [ Sun 27. Apr 2014 12:42 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Yes til hamingju Ólafur, gott að koma þessu í góðar hendur. :thup:

Author:  jens [ Sun 27. Apr 2014 17:47 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Æðislegur bíll og til lukku með gripinn.

Author:  JOGA [ Mon 28. Apr 2014 11:24 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Innilega til hamingju með þetta.
Alltaf verið draumur að eignast svona tæki.

Author:  Kristjan [ Mon 28. Apr 2014 14:11 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

töff

Author:  Spiderman [ Mon 28. Apr 2014 15:10 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Takk fyrir strákar.

Við fórum nokkrir hér af spjallinu í Hvalfjörðinn á laugardaginn og héldum lyklapartý :lol:

Hér eru myndir af því:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  Giz [ Mon 28. Apr 2014 21:12 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

:mrgreen:

Author:  Alpina [ Mon 28. Apr 2014 22:36 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Flottur rúntur

en er það eigingirni að segja að 12 cylindra :angel: :angel: bíllinn hafi verið fremstur meðal jafningja

Author:  Misdo [ Tue 29. Apr 2014 00:14 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Svo fallegir bílar til hamingju með þennan.

Author:  Spiderman [ Tue 29. Apr 2014 01:05 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

Alpina wrote:
Flottur rúntur

en er það eigingirni að segja að 12 cylindra :angel: :angel: bíllinn hafi verið fremstur meðal jafningja


Nei nei :lol:

Það gafst reyndar ekki tækifæri til þess að taka 928 almennilega til kostanna þar sem hann var á vetrardekkjum :? 12cyl var fremstur á meðal jafningja svona 80% af rúntinum :thup: Hann átti hins vegar lítið í skottmótorana á hlykkjótta kaflanum inn við Botn.

Til gamans má geta þá náði ég, á milli 17 og 19 á laugardaginn, að klukka á áttuna svona 50% af því Bjartur keyrir hana vanalega á ári.

Author:  íbbi_ [ Wed 30. Apr 2014 18:41 ]
Post subject:  Re: Porsche 911 SC árg. 1980

glæsilegur bíll. til hamingju með hann, þessi kynslóð 911 er með því al fallegasta. og ég er nú ekki minni aðdáandi 928 bílsins

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/