| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Farþegar og bílbelti https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44421 |
Page 1 of 2 |
| Author: | SteiniDJ [ Mon 26. Apr 2010 14:37 ] |
| Post subject: | Farþegar og bílbelti |
Mér finnst alltaf ótrúlega pirrandi að þurfa að vera leiðinlegi gaurinn og minna fólk á að fara í belti, en þetta er greinilega ekki sjálfsagður hlutur. Fólk verður oft eitt stórt spurningamerki, er með stæla og heldur að maður sé að grínast. Sumir segjast jafnvel aldrei nota bílbelti innanbæjar. Það hefur stundum og stundum ekki virkað að henda fólki úr bílnum, stundum virkað að fara ekki af stað en sumir látast einfaldlega ekki segjast. Sem betur fer eru þeir í 'reglulega hópnum' farnir að þekkja inn á þetta og drattast í belti óumbeðnir, en aðrir eru ekki svo skarpir. Til hvaða ráða grípið þið í svona aðstæðum? |
|
| Author: | iar [ Mon 26. Apr 2010 14:41 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
5885522? |
|
| Author: | Gísli_Ben [ Mon 26. Apr 2010 14:42 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
það er alltaf gamann að henda bara bílnum á hlið og láta þetta lið skalla rúðuna:D |
|
| Author: | SteiniDJ [ Mon 26. Apr 2010 14:43 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
iar wrote: 5885522? Ég nefni þetta númer ansi oft þegar menn bjóða mér 500 kall fyrir að sækja þau í bæinn og skutla þeim heim. |
|
| Author: | Haffi [ Mon 26. Apr 2010 14:54 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Enginn af mínum vinum er það "töff" að sleppa því að fara í belti þegar þeir stíga uppí bíl til mín. |
|
| Author: | Bjarkih [ Mon 26. Apr 2010 14:55 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Það eru öflugar bremsur í BMW... |
|
| Author: | Einarsss [ Mon 26. Apr 2010 15:02 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Alveg hægt að benda fólki á að það geti drepið þig þó þú sért í belti.. ég skil ekki hvernig fólk getur sleppt því að vera í belti, finnst það óþæginlegt að vera svona laus í bílnum, hvað þá ef að einhver annar er að keyra! |
|
| Author: | Hannsi [ Mon 26. Apr 2010 15:05 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Að fara í belti er fyrir mér eins og að setja bílinn í gír. Verður að gerast svo að bíllinn fari áfram. |
|
| Author: | SteiniDJ [ Mon 26. Apr 2010 15:06 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Einarsss wrote: Alveg hægt að benda fólki á að það geti drepið þig þó þú sért í belti.. ég skil ekki hvernig fólk getur sleppt því að vera í belti, finnst það óþæginlegt að vera svona laus í bílnum, hvað þá ef að einhver annar er að keyra! Ég er duglegur að minnast á þetta. |
|
| Author: | ValliFudd [ Mon 26. Apr 2010 16:16 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Einmitt, þó fólki sé sama um sitt eigið líf, hef ég lítinn áhuga á að fá farþegann á mig ef eitthvað kemur uppá. |
|
| Author: | Thrullerinn [ Mon 26. Apr 2010 16:28 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Hef nú ekki lent í þessu síðustu árin, en ég hef þó nelgt niður til að "vekja" farþega í aftursætaröðinni þar sem sá neitaði að fara í belti og taldi það óþarft. Ég renndi í gegnum banaslysin árið 2007 að mig minnir á einhverjum vef á síðasta ári, ætti hreinlega að prófa úr þeim grunni í grunnskólum eða álíka, hroðalegt hvað fólk getur hreinlega týnst þegar það flýgur úr veltandi bílum. Edit: hér eru skýrslurnar http://www.rnu.is/default.asp?sid_id=32 ... 6%7C&tId=1 |
|
| Author: | BirkirB [ Mon 26. Apr 2010 16:35 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
Mér finnst eitthvað vanta ef ég er ekki í belti... Einum vini mínum finnst óþægilegt að vera í belti og ég hef oft rifist við hann um það og fæ yfirleitt einhver fáránleg mótrök... Svo einu sinni rann ég á staur og þessi vinur minn var afturí, ekki í belti og sat þeim megin sem staurinn fór á bílinn...eftirá fór hann að væla um að honum finndi til í hálsinum en sagði samt að belti hefði ekki bjargað honum frá því, sem er rugl... Svo vorum við orðnir hálfgeðveikir á einhverju skrölti í bílnum á rúntinum sem var svo útaf beltinu hans megin sem var ekki spennt. True story... |
|
| Author: | Joibs [ Mon 26. Apr 2010 20:17 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
samt ef þú fleigir hliðini á hlið beint á staur þá getur það bjargað þér að vera ekki í belti, ef þú værir í belti myndiru fá staurinn beint á þig og vera fastur, en annars myndiru bara kastast til hliðar og fá minni meiðsli en ef þú værir í belti en held samt að þetta sé eina ástæðann til að vera ekki í belti annars er ég þannig að ég verð að verí belti annars líður mér asnalega alltaf þegar ég var lítill og var ekki kominn í belti þegar pabbi lagði af stað varð mér flögurt og þurfi að fá hann til að stoppa True story... |
|
| Author: | Dóri- [ Mon 26. Apr 2010 22:26 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
bara "farðu í belti" eða "drullastu í belti" virkar hjá mér. |
|
| Author: | EggertD [ Wed 28. Apr 2010 05:29 ] |
| Post subject: | Re: Farþegar og bílbelti |
ef einhver fer ekki i belti þa keyri eg sma upp i svona 20 og negli nidur og tha skyst aðilinn a mæla bordid og meiðir sig örlítið.. þá fer hann í belti xD |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|