bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

er þetta einhver á kraftinum ???
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=43630
Page 6 of 7

Author:  Haffi [ Wed 17. Mar 2010 19:34 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Ég lendi nú ekkert í því að vera tekinn í check, en þegar ég hef verið stoppaður fæ ég ekkert nema almennilegheit frá Lögreglunni.

Jafnvel þegar ég hef verið stoppaður fyrir þungan benzínfót :oops:

Author:  ValliFudd [ Wed 17. Mar 2010 19:43 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Ég skil samt ekki þetta væl í mönnum um að löggan stoppi BMW meira en aðra.. 2x hef ég lent í dópleit, í annað skiptið var það á eldgamalli ónýtri hondu, af því að þeir sáu glitta í álpappír afturí, nýbúinn að éta samloku úr Aktu Taktu hehe og í hitt skiptið var ég að leyfa litla frænda að keyra á planinu hjá GKG. Sáum bíl koma inn á plan og skiptum um sæti í hvelli og þá komu gaurar í svörtum frökkum með sólgleraugu í kolsvarta myrkri og flögguðu badge-um.. "ÚT ÚR BÍLNUM" hehe:)

En ég hef nánast alveg verið látinn vera á BMWinum. En ég þekki alveg nokkrar löggur og þið sem segið að þeir séu allir aular, hafið greinilega ekki dottið íða með löggu :)

Author:  sosupabbi [ Wed 17. Mar 2010 19:46 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Vlad wrote:
sosupabbi wrote:
Alpina wrote:
Fáránleg hegðun fyrir framan nefið á Lögreglunni,, og að reyna að þræta :shock: :shock:

borgar sig að vera kurteis við yfirvaldið

Satt er það, en ég hef oft verið stoppaður í "random check" og mín reynsla er að þeir eru yfirleitt ekki mjög kurteisir til baka þótt maður sýni þeim ekkert nema kurteisi sem ég geri alltaf, það er eins og maður fái einhvernvegin öðruvísi treatment fyrir að vera ungur á stórum svörtum bmw.


Nákvæmlega þetta, ég er ALLTAF kurteis við þessar löggur hérna á Selfossi en alltaf skulu þær gefa mér skít í staðinn nema 1 lögga sem var mjög kammó bara í þessu checki, en þegar maður fær spurningar eins og "hefuru keyrt undir áhrifum fíkniefna?" og "hefuru verið tekin með fíkniefni?" fyrir það eitt að taka eilítið snögga beygju til hægri þá er mér nóg boðið. Plús nátturulega hrokinn gegn manni þegar þeir fara í jakkann og fara í hetju og valdabrjálæðisleik er alveg ólýsanlegur.

Kannski allt í lagi að vera pirraðir ef viðkomandi er tekin fyrir að keyra á 140 en í regular check-i þá finnst mér allt í lagi að þessir menn sýni smá vott af mannlegum samskiptum.


Veit ekki hvort það skipti einhverju máli en þeir voru yfirleitt mjög almennilegir þegar ég var á gamla 525inum mínum, en ég hef BARA fengið leiðindi þegar ég er stoppaður á 740 og þessi "random check" eru aðeins algengari en gengur og gerist, var einu sinni stoppaður 3svar í sömu vikunni, er nú búinn að vera á 90 cruiser í allan vetur án þess að vera stoppaður einu sinni, mér finnst að afskipti lögreglunnar af manni ætti ekki að stafa jafn mikið af því hvernig bíl maður er á.

Author:  SteiniDJ [ Wed 17. Mar 2010 20:34 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

ValliFudd wrote:
En ég þekki alveg nokkrar löggur og þið sem segið að þeir séu allir aular, hafið greinilega ekki dottið íða með löggu :)


Sama hér, þekki nokkrar löggur og hef unnið með sumum, en hef þó ekki djammað með þeim. Fínasta lið.

Author:  Dannii [ Thu 18. Mar 2010 00:20 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

sosupabbi wrote:
Vlad wrote:
sosupabbi wrote:
Alpina wrote:
Fáránleg hegðun fyrir framan nefið á Lögreglunni,, og að reyna að þræta :shock: :shock:

borgar sig að vera kurteis við yfirvaldið

Satt er það, en ég hef oft verið stoppaður í "random check" og mín reynsla er að þeir eru yfirleitt ekki mjög kurteisir til baka þótt maður sýni þeim ekkert nema kurteisi sem ég geri alltaf, það er eins og maður fái einhvernvegin öðruvísi treatment fyrir að vera ungur á stórum svörtum bmw.


Nákvæmlega þetta, ég er ALLTAF kurteis við þessar löggur hérna á Selfossi en alltaf skulu þær gefa mér skít í staðinn nema 1 lögga sem var mjög kammó bara í þessu checki, en þegar maður fær spurningar eins og "hefuru keyrt undir áhrifum fíkniefna?" og "hefuru verið tekin með fíkniefni?" fyrir það eitt að taka eilítið snögga beygju til hægri þá er mér nóg boðið. Plús nátturulega hrokinn gegn manni þegar þeir fara í jakkann og fara í hetju og valdabrjálæðisleik er alveg ólýsanlegur.

Kannski allt í lagi að vera pirraðir ef viðkomandi er tekin fyrir að keyra á 140 en í regular check-i þá finnst mér allt í lagi að þessir menn sýni smá vott af mannlegum samskiptum.


Veit ekki hvort það skipti einhverju máli en þeir voru yfirleitt mjög almennilegir þegar ég var á gamla 525inum mínum, en ég hef BARA fengið leiðindi þegar ég er stoppaður á 740 og þessi "random check" eru aðeins algengari en gengur og gerist, var einu sinni stoppaður 3svar í sömu vikunni, er nú búinn að vera á 90 cruiser í allan vetur án þess að vera stoppaður einu sinni, mér finnst að afskipti lögreglunnar af manni ætti ekki að stafa jafn mikið af því hvernig bíl maður er á.


Já eftir að ég fekk 7una mína hef eg verið stoppaður ansi oft i þessi ''random check'' Mun oftar en áður fyrr á öðrum bílum, En löggurnar eru misjafnar eins og þær eru ''margar'' hef lent á mjög fínum köllum og hef einnig lent á algjörum vitleysingum sem byrja með kjaft og stæla af fyrra bragði.
Persónulega finnst mér að þeir yngri eru alltaf með mun meiri kjaft kannski ný komnir með völd í hendurnar.

Author:  bErio [ Thu 18. Mar 2010 00:32 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Þótt þetta sé í raun ekkert mál fyrir suma hérna inni að henda bílnum smá á hlið og halda stjórn þá er í raun FULLT af fólki sem veit EKKERT hvað það er að gera þega það er í þessum æfingum
Hvað þá innan um umferð
Beggi ( lögreglumaðurinn) er bara að vinna sína vinnu og ekkert annað
Ekkert að þessum vinnubrögðum
Þetta er ólöglegt og hann er að brjóta af sér og hann veit það fullvel sjálfur :)

Ég er ekki engill sjálfur og hef margoft gert þetta og ég veit að þetta er ólöglegt og hættulegt

Author:  Ingvarinn [ Thu 18. Mar 2010 02:12 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Talandi um lögguna og hroka og leiðindi verslunarmanna helgina eftir að ég keypti MV-479 (E 32) þá var ég stoppaður niðri í miðbæ reykjavíkur seint að kvöldi og það fyrsta sem ég fékk framann í mig var vasaljósið fræga og beðin um ökuskírteini og eftir að það var kannað þá vildu þeir fá að leita í bílnum og þegar ég bað um rök fyrir því að leyfa þeim það var mér tjáð að ég hefði sennilega verslað bílinn af stórtækum dópsala :shock: :shock: og einmitt þá átti ég ANSI erfitt með að hemja hláturinn :lol: :lol: ástæðuna fyrir hlátrinum skilja þeir sem þekkja til bílsins en ég bannaði :twisted: :twisted: þeim að kíkja í bílinn og það átti að verða svaka mál úr því en það var bara í nösunum á þeim og fékk ég leyfi til að halda ferð minni áfram......

Author:  Aron Fridrik [ Thu 18. Mar 2010 08:02 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Ingvarinn wrote:
Talandi um lögguna og hroka og leiðindi verslunarmanna helgina eftir að ég keypti MV-479 (E 32) þá var ég stoppaður niðri í miðbæ reykjavíkur seint að kvöldi og það fyrsta sem ég fékk framann í mig var vasaljósið fræga og beðin um ökuskírteini og eftir að það var kannað þá vildu þeir fá að leita í bílnum og þegar ég bað um rök fyrir því að leyfa þeim það var mér tjáð að ég hefði sennilega verslað bílinn af stórtækum dópsala :shock: :shock: og einmitt þá átti ég ANSI erfitt með að hemja hláturinn :lol: :lol: ástæðuna fyrir hlátrinum skilja þeir sem þekkja til bílsins en ég bannaði :twisted: :twisted: þeim að kíkja í bílinn og það átti að verða svaka mál úr því en það var bara í nösunum á þeim og fékk ég leyfi til að halda ferð minni áfram......


hetja

Author:  SteiniDJ [ Thu 18. Mar 2010 14:42 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Hvað ef maður er svo óheppinn að kaupa bíl frá einhverjum sem hefur verið með dóp í bílnum og löggan finnur eitthvað af efni í bílnum?

Author:  Hannsi [ Thu 18. Mar 2010 15:15 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

SteiniDJ wrote:
Hvað ef maður er svo óheppinn að kaupa bíl frá einhverjum sem hefur verið með dóp í bílnum og löggan finnur eitthvað af efni í bílnum?

Óheppinn þú.

Author:  demi [ Thu 18. Mar 2010 15:34 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Ég hef nú verið stöðvaður af lögreglunni og spurðu hvort ég væri á leiðinni í bíó.

Author:  Alpina [ Thu 18. Mar 2010 15:41 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Hannsi wrote:
SteiniDJ wrote:
Hvað ef maður er svo óheppinn að kaupa bíl frá einhverjum sem hefur verið með dóp í bílnum og löggan finnur eitthvað af efni í bílnum?

Óheppinn þú.


haha ,, akkúrat

Author:  SteiniDJ [ Thu 18. Mar 2010 22:59 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Væri það vitlaust að fara með bíl í "dópskoðun" á svipuðum tíma og maður fer með hann í ástandsskoðun? :mrgreen:

Author:  jon mar [ Fri 19. Mar 2010 20:04 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Ég hef bara lítið og ekkert verið stoppaður. Bara í svona tjékk þar sem þeir stoppa alla bíla á þeirri götu sem maður er á.

Svo var það einu sinni í Borgarnesi sem þeir ætluðu heldur betur að vera hetjulegir en það feilaði eitthvað útaf öfga kurteisum BMW eigendum sem voru þar í samfloti. Hressir gaurar 8)

Allavega held það skili manni seint góðu að vera með móral ef maður hefur ekkert að fela :D

Author:  ValliB [ Fri 19. Mar 2010 20:21 ]
Post subject:  Re: er þetta einhver á kraftinum ???

Hef einu sinni verið stoppaður fyrir utan reglubundið eftirlit.

Var að skutla félögum mínum á barinn eina helgina seint um kvöld. Nenntum ekki að skafa af bílnum en ég sá svosem alveg.

Sé lögguna einhverja tugi metra í burtu og tek frekar snögga beygju í átt að börunum, þar sem ég var ekki í belti og þeir ekki heldur.

Skil alveg af hverju þeir tóku mig á tal og létu mig blása þar sem þetta lúkkaði ekkert eins og einhver sunnudagsrúntur.
Þeim fannst líka kannski eitthvað skrýtið að sjá mig akandi á þessum tíma sólarhrings um helgi :roll:

Page 6 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/