bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40855
Page 1 of 1

Author:  Mánisnær [ Fri 30. Oct 2009 13:14 ]
Post subject:  Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Ég keypti mér bíl í sumar.

Ég lenti í tjóni í seinustu viku.

Vörður ætlaði að borga mér bílinn út, eða tjónið út og ég held druslunni, en það kom þá í ljós að það er veð á bílnum frá fyrri eiganda og þeir geta ekki borgað mér neitt, peningurinn verður að fara til þeirra sem eiga veð í bílnum (TM).

Það sem mig langar að fá að vita er EF strákurinn sem ég keypti bílinn af kippir þessu EKKI í laginn með því að borga veðið niður eða láta færa það yfir á aðra bifreið (er það ekki annars hægt?), get ég þá ekkert gert? Kært?

MBK

Máni Snær
696 66 26

Author:  Djofullinn [ Fri 30. Oct 2009 13:24 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Gerðuð þið afsal?
Hvernig bíll er þetta og hversu mikils virði? Hvað er veðið hátt?

Author:  DiddiTa [ Fri 30. Oct 2009 13:30 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Stendur á svona basic afsali allavega

"Seljandi er skráður eigandi ofangreinds ökutækis ásamt aukabúnaði þess. Hann ábyrgist að ekki hvíli veðskuldir eða eignabönd á ökutækinu umfram það sem fram kemur í kaupsamningi þessum. Seljandi staðfestir að þegar salan fer fram þá er ástand ökutækisins í samræmi við það sem fram kemur í skjali þessu og meðfylgjandi gögnum"

Author:  ValliFudd [ Fri 30. Oct 2009 13:31 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Er hægt að gera eigandaskipti ef það hvílir veð á bílnum, nema yfirtaka veðið?

Author:  Djofullinn [ Fri 30. Oct 2009 13:38 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

ValliFudd wrote:
Er hægt að gera eigandaskipti ef það hvílir veð á bílnum, nema yfirtaka veðið?

jebb :(

Author:  Mánisnær [ Fri 30. Oct 2009 13:42 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Bíllinn er metinn á ca 200-250. 1996 árg C Benz, veðið er ca 400-600þúsund. Ekkert afsal.

Author:  Danni [ Fri 30. Oct 2009 15:55 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Mánisnær wrote:
Bíllinn er metinn á ca 200-250. 1996 árg C Benz, veðið er ca 400-600þúsund. Ekkert afsal.


Svekk.

Ekkert afsal þýðir að honum ber engin skylda að gera upp við þig, þessvegna geri ég sjálfur ALLTAF afsal þegar ég er að stunda bílaviðskipti. Eigandaskipti eru bara það, eigandaskipti. Hann hefði þessvegna geta verið að gefa þér bílinn gegn því að þú tekur á þig veðið. Þar sem ekkert afsal er til, er ekkert sem greinir um hvað fór ykkur á milli.

Hins vegar myndi ég nú samt hringja í hann og sjá hvort hann er ekki til í að komast til móts við þig með því að t.d. færa veðið af bílnum eða einfandlega kaupa bílinn af þér aftur á sama pening og þú hefðir fengið úr tryggingunum.

En ef hann vil ekki komast til móts við þig, þá er ekkert annað sem þú getur gert lagalega séð.

Author:  Leikmaður [ Fri 30. Oct 2009 16:55 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Danni wrote:
Mánisnær wrote:
Bíllinn er metinn á ca 200-250. 1996 árg C Benz, veðið er ca 400-600þúsund. Ekkert afsal.


En ef hann vil ekki komast til móts við þig, þá er ekkert annað sem þú getur gert lagalega séð.


Sammála þessu, þ.e. alltaf best að reyna leysa þetta á farsælan hátt og án kostnaðar - er búið að hringja í seljandann?

Það er hins vegar ekki rétt að það sé ,,ekkert annað" sem hann geti gert lagalega séð. Hann á alltaf einkaréttarlega kröfu í formi skaðabóta á hendur seljanda - auk þess sem hann getur kært hann til lögreglu ef því er að skipta. Það er svo annað mál hvort nokkuð komi út úr því.

Hvað er annars númerið á bílnum? Skrýtið að US hafi hleypt eigendatilkynningunni í gegn ef það eru veðbönd á bílnum.

Author:  ///MR HUNG [ Fri 30. Oct 2009 17:20 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Leikmaður wrote:
Danni wrote:
Mánisnær wrote:
Bíllinn er metinn á ca 200-250. 1996 árg C Benz, veðið er ca 400-600þúsund. Ekkert afsal.


En ef hann vil ekki komast til móts við þig, þá er ekkert annað sem þú getur gert lagalega séð.


Sammála þessu, þ.e. alltaf best að reyna leysa þetta á farsælan hátt og án kostnaðar - er búið að hringja í seljandann?

Það er hins vegar ekki rétt að það sé ,,ekkert annað" sem hann geti gert lagalega séð. Hann á alltaf einkaréttarlega kröfu í formi skaðabóta á hendur seljanda - auk þess sem hann getur kært hann til lögreglu ef því er að skipta. Það er svo annað mál hvort nokkuð komi út úr því.

Hvað er annars númerið á bílnum? Skrýtið að US hafi hleypt eigendatilkynningunni í gegn ef það eru veðbönd á bílnum.
Afhveju?
Þeim gæti ekki verið meira sama enda kemur þeim þetta ekkert við.
Kaupandi á nú bara að drullast til að ath hvort það sé veð á bílnum eða ekki enda er það ekki stórmál.

Author:  Leikmaður [ Fri 30. Oct 2009 17:53 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

///MR HUNG wrote:
Leikmaður wrote:
Danni wrote:
Mánisnær wrote:
Bíllinn er metinn á ca 200-250. 1996 árg C Benz, veðið er ca 400-600þúsund. Ekkert afsal.


En ef hann vil ekki komast til móts við þig, þá er ekkert annað sem þú getur gert lagalega séð.


Sammála þessu, þ.e. alltaf best að reyna leysa þetta á farsælan hátt og án kostnaðar - er búið að hringja í seljandann?

Það er hins vegar ekki rétt að það sé ,,ekkert annað" sem hann geti gert lagalega séð. Hann á alltaf einkaréttarlega kröfu í formi skaðabóta á hendur seljanda - auk þess sem hann getur kært hann til lögreglu ef því er að skipta. Það er svo annað mál hvort nokkuð komi út úr því.

Hvað er annars númerið á bílnum? Skrýtið að US hafi hleypt eigendatilkynningunni í gegn ef það eru veðbönd á bílnum.
Afhveju?
Þeim gæti ekki verið meira sama enda kemur þeim þetta ekkert við.
Kaupandi á nú bara að drullast til að ath hvort það sé veð á bílnum eða ekki enda er það ekki stórmál.


Kannski asnalega orðað hjá mér - ég veit vel að þeim ber engin skylda til þess að skoða þetta sérstaklega. En ég veit hins vegar til þess að þeir hafa ítrekað/bent mönnum á þetta þegar tilkynningunni er skilað inn, enda blasa veðböndin við á skjánum hjá þeim sem skráir tilkynninguna inn.

Author:  Zed III [ Fri 30. Oct 2009 19:54 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

Leikmaður wrote:
///MR HUNG wrote:
Leikmaður wrote:
Danni wrote:
Mánisnær wrote:
Bíllinn er metinn á ca 200-250. 1996 árg C Benz, veðið er ca 400-600þúsund. Ekkert afsal.


En ef hann vil ekki komast til móts við þig, þá er ekkert annað sem þú getur gert lagalega séð.


Sammála þessu, þ.e. alltaf best að reyna leysa þetta á farsælan hátt og án kostnaðar - er búið að hringja í seljandann?

Það er hins vegar ekki rétt að það sé ,,ekkert annað" sem hann geti gert lagalega séð. Hann á alltaf einkaréttarlega kröfu í formi skaðabóta á hendur seljanda - auk þess sem hann getur kært hann til lögreglu ef því er að skipta. Það er svo annað mál hvort nokkuð komi út úr því.

Hvað er annars númerið á bílnum? Skrýtið að US hafi hleypt eigendatilkynningunni í gegn ef það eru veðbönd á bílnum.
Afhveju?
Þeim gæti ekki verið meira sama enda kemur þeim þetta ekkert við.
Kaupandi á nú bara að drullast til að ath hvort það sé veð á bílnum eða ekki enda er það ekki stórmál.


Kannski asnalega orðað hjá mér - ég veit vel að þeim ber engin skylda til þess að skoða þetta sérstaklega. En ég veit hins vegar til þess að þeir hafa ítrekað/bent mönnum á þetta þegar tilkynningunni er skilað inn, enda blasa veðböndin við á skjánum hjá þeim sem skráir tilkynninguna inn.


Er það hvort eða er ekki orðið of seint fyrir kaupanda, hann er líklega búinn að afhenda peningana og þar með er hann kominn í vesenið.

Author:  Vargur [ Sat 31. Oct 2009 00:19 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

US skiptir sér ekkert af því hvort veð er á bílnum. Ég hef aldrei lent í því að US skipti sér eitthvað af veðböndum.
Oft á eftir að aflétta eða færa veð af bílum þegar eigandaskipti eru gerð enda tekur það oft nokkra daga að aflétta eða færa veð.
US gerir ráð fyrir því að veðbókarvottorð liggi frammi við undirritun afsals og að í afsali komi fram atriði varðandi veðskuldir ef einhverjar eru.

Ég hefði haldið að það myndi ekki nokkur maður greiða kaupverð af bifreið nema fá að sjá veðbókarvottorð og fá afsal.

Ertu búinn að kanna hjá TM hver uppgreiðslan er á þessu veði ? Þó upprunalega fjárhæðin sé nokkur hundruð þúsund þá er ekki víst að eftirstöðvarnar séu háar.

Author:  ValliFudd [ Sat 31. Oct 2009 00:24 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp frá einhverjum sem þekkir til laga.

ég skipti á sléttu um daginn, þetta er ekki komið í gegn en það er "in his best interrest" að græja þetta sem fyrst. Ekki beint spennandi að afhenda lykla af ótryggðum bíl sem er skráður á mann sjálfan. :) En ég er reyndar búinn að fá það staðfest að það eru engin veð á honum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/