bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40358 |
Page 1 of 1 |
Author: | gunnar [ Wed 07. Oct 2009 16:08 ] |
Post subject: | Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
Mér datt í hug að starta smá þræði hér inni í sambandi við mismunandi verðlagningu hjá varahlutaverslunum. Ég ásamt fleirum leitum oft tilboða á milli verslana til að kanna hver hefur hagstæðasta verðið. Mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að hafa einhvern "sticky" þráð sem menn geta póstað hvaða hlut þeim hefur vantað, á hvaða staði þeir hringdu og hver verðin voru. Þetta getur nefnilega munað alveg heilum helling í krónum bara það að leita á mismunandi stöðum. - Mig vantaði sem sagt 4x H3 ljósaperur (55w) í kastara hjá mér. Ég hringdi í N1, Stillingu, AB og Poulsen. Verðdæmi N1 595.-kr Stilling 995.-kr AB 586.-kr Poulsen 490.-kr Endaði á því að kaupa hjá N1 því ég er með mestan afslátt þar. ![]() En eins og sést að það munar slétt 400 kr á perunni hjá N1 og hjá Stillingu, hvað er eiginlega í gangi þar? Vona að þetta leggist vel í menn ![]() |
Author: | ValliFudd [ Wed 07. Oct 2009 16:13 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
Ég hefði betur sett hér inn um daginn, þá gerði ég verðkönnun, man nú reyndar ekki hvað mig vantaði en munurinn er svakalegur. Marg borgar sig að gera verðkönnun fyrst. EDIT: jú það var viftureim. Það munaði einhverjum þúsundköllum. yfir 100% |
Author: | gunnar [ Wed 07. Oct 2009 16:14 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
Já mér finnst alveg mega vera svona "offical" þráður hérna, algjör óþarfi að láta staura mann í verðum á varahlutum á þessum síðustu og verstu... ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 07. Oct 2009 16:30 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
Voru þetta eins perur? Sama merki? Það er ótrúlegur verðmunur á H2 t.d. bara eftir því hvort það er PIAA, Osram eða bara China Dynamic! |
Author: | Dóri- [ Wed 07. Oct 2009 17:03 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
er ekki stilling með philips og n1 með hella |
Author: | Steini B [ Wed 07. Oct 2009 17:14 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
N1 eru að fara yfir í Osram... |
Author: | doddi1 [ Wed 07. Oct 2009 18:02 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
mætti líka alveg setja inn dekkjaverð hérna ef menn nenna... ég ætlaði að fá verð á 2x 245/35 R18 hjá nokkrum stöðum man ekki hvernig þetta var hjá öllum en það sem ég man var að hjá N1 voru Falken 452 2stk dekk á ~62.000 sömu dekk á hjólbarðaverkstæði sigurjóns voru á ~59.000 KOMIN UNDIR BÍLINN |
Author: | Danni [ Thu 08. Oct 2009 01:06 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
Vantaði frambretti í E36 Sedan fyrir stuttu. Hringdi í AB varahluti sem voru með það á ca 16þús, hringdi síðan í TB sem voru með sama stykkið á rétt rúman 6þús ![]() |
Author: | Benzari [ Thu 08. Oct 2009 18:58 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
doddi1 wrote: mætti líka alveg setja inn dekkjaverð hérna ef menn nenna... ég ætlaði að fá verð á 2x 245/35 R18 hjá nokkrum stöðum man ekki hvernig þetta var hjá öllum en það sem ég man var að hjá N1 voru Falken 452 2stk dekk á ~62.000 sömu dekk á hjólbarðaverkstæði sigurjóns voru á ~59.000 KOMIN UNDIR BÍLINN Alltaf fín þjónusta hjá Geira&co. á Hjólbarðaverkst. Sigurjóns. |
Author: | sosupabbi [ Fri 09. Oct 2009 00:41 ] |
Post subject: | Re: Verðdæmi á varahlutum hjá fyrirtækjum |
Ég man þegar ég var að kaupa perur í xenonið hjá mér D2S, fór niðrí stillingu og hann vildi 20.000 fyrir stykkið af gerðinni philips, fór í N1 og fékk parið af chingdonglingling D2S perum á 7.800krónur. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |