bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=39475
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Sat 29. Aug 2009 20:23 ]
Post subject:  Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Þannig er mál með vexti að ég er að reyna setja Windows 7 upp á vélina hjá konunni og vélin vill ekki lesa ISO diskinn. Búinn að setja þetta upp á minni vél, nkl eins ferðavél og heimavélinni líka. Það hefur verið einhver draugur í geisladrifinu og það ekki viljað spilað alla diska. Finnst eins og það vilji ekki spila skrifaða diska. Búinn að setja nokkra legit XP diska í hana og það virkað fínt en svo um leið og eitthvað skrifað er sett í hana þá kemur hún bara með blank cd.

Það sem mig langaði að ath, get ég sett Windowsið upp af flakkara ? Ef svo er hvernig er best að gera það. Vel ég bara í BIOS að boota upp með network drive eða álika eða verð ég að setja kerfið upp í gegnum núverandi XP kerfi. Ss að keyra upp nýtt stýrikerfi í þessu XP dóti sem er uppi núna....

Einhverjar uppástungur hvað ég á að gera? :lol:

Author:  valdiþ [ Sat 29. Aug 2009 20:31 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Nota usb kubb!

http://blogs.techrepublic.com.com/window-on-windows/?p=1446

Leiðbeiningar hvernig á að gera þetta fyrir Win7. Gæti virkað með usb flakkara,


Þar sem þú ert með aðra alveg eins ferðavél þá gætirðu líka swappað geisladrifunum, yfirleitt lítið mál að taka þau úr vélinni.

Author:  gunnar [ Sat 29. Aug 2009 20:42 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Hums, þetta virkar frekar flókið og eiginlega má ekki við því að formatta 500 gb flakkarann minn í þetta.

En að swappa geisladrifum er auðvitað augljóstasti kosturinn. Verst bara að ég er ekki alveg viss um að ég treysti mér í það.

Author:  gstuning [ Sat 29. Aug 2009 20:46 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Taktu það úr fyrst, þá sérðu hversu einfalt það er :)

það er smá plast hak sem þú þarft að færa undir lappanum með mynd af CDROMinu á og þá togarru bara drifið beint úr í heild sinni

Author:  SteiniDJ [ Sat 29. Aug 2009 20:53 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

En hvað með aðra boot diska, virka þeir?

Author:  gunnar [ Sat 29. Aug 2009 20:56 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Ohhh success...

Bíttaði drifum og þetta mokvirkaði.

:thup: :thup:

Author:  gunnar [ Sat 29. Aug 2009 20:57 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

SteiniDJ wrote:
En hvað með aðra boot diska, virka þeir?


Það virðist allt virka sem er "orginal", en um leið og það er skrifaður diskur með einhverju á þá virkar það ekki..

Author:  SteiniDJ [ Sat 29. Aug 2009 21:05 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Voðalega er það kjánalegt. Flott að þú náðir að redda þessu samt. :)

Author:  gunnar [ Sat 29. Aug 2009 21:12 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

SteiniDJ wrote:
Voðalega er það kjánalegt. Flott að þú náðir að redda þessu samt. :)


Jébb, sérstaklega þar sem það var ekkert mál að gera þetta á minni vél.

Hennar tölvu hefur verið hálfgerður draugur síðan við keyptum þær. Mín hefur rönnað smooth en ég er búinn að vera í endalausu basli með hennar tölvu.

Konar segir að hennar sé gölluð. Ég vill alltaf leitast í að kenna henni um þetta :lol: :lol:

Author:  Alpina [ Sat 29. Aug 2009 23:39 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Afhverju sendirðu ekki pm á mig,, ég er BARA flinkur í svona :roll:

Author:  gunnar [ Sun 30. Aug 2009 00:35 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

Alpina wrote:
Afhverju sendirðu ekki pm á mig,, ég er BARA flinkur í svona :roll:


Vildi bara ekki ómaka þig með svona minniháttar vandamáli :lol:

Author:  Alpina [ Sun 30. Aug 2009 00:39 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

gunnar wrote:
Alpina wrote:
Afhverju sendirðu ekki pm á mig,, ég er BARA flinkur í svona :roll:


Vildi bara ekki ómaka þig með svona minniháttar vandamáli :lol:


8)

Author:  Aron Fridrik [ Sun 30. Aug 2009 01:03 ]
Post subject:  Re: Smá tölvuvesen - Ferðavél les ekki boot disk

sama vesen og hjá mér.. það heitir ISO 9660 sem veldur þessu og út af því getur tölvan ekki lesið né skrifað disk stærri en 2048 mb..

frekar glatað.. get ekki horft á DVD í tölvunni :thdown: en bootaði windows 7 frá USB lykli hjá mér

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/