bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 30. Apr 2024 09:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 ... 246  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 14:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
saemi wrote:
JIS wrote:
Félagi minn hjá KB sagði að krónan væri FALLINN og við værum svo gott sem á botninum.


Þetta eru ekkert nema getgátur. Bestu spekingar heimsins geta ekki sagt til um botninn með sæmilegri nákvæmni. Eina leiðin er að sjá þetta eftirá.


það versta við svona getgátur er það að einhver spekingur kemur fram og segir að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og þá auðvitað lækkar hann :?

viðskiptaráðherra sagði að krónan væri orðinn ónýtur gjaldmiðill og hún lækkaði strax..

sæi ég fyrir mér viðskiptaráðherra þýskalands að segja að evran væri ónýt.. hún myndi falla eins og einfættur maður á skautum :lol:

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 14:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Aron Fridrik wrote:
saemi wrote:
JIS wrote:
Félagi minn hjá KB sagði að krónan væri FALLINN og við værum svo gott sem á botninum.


Þetta eru ekkert nema getgátur. Bestu spekingar heimsins geta ekki sagt til um botninn með sæmilegri nákvæmni. Eina leiðin er að sjá þetta eftirá.


það versta við svona getgátur er það að einhver spekingur kemur fram og segir að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og þá auðvitað lækkar hann :?

viðskiptaráðherra sagði að krónan væri orðinn ónýtur gjaldmiðill og hún lækkaði strax..

sæi ég fyrir mér viðskiptaráðherra þýskalands að segja að evran væri ónýt.. hún myndi falla eins og einfættur maður á skautum :lol:


hehe.. sá fyrir mér einfættan á einum skauta mep annan í fanginu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 14:58 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Aron Fridrik wrote:

það versta við svona getgátur er það að einhver spekingur kemur fram og segir að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og þá auðvitað lækkar hann :?


Krónan er nú ekkert að lækka vegna þess að einhver einn segir eitthvað. það er nú mun meira en það sem er að.

Íslendingar eru bara búnir að vera á fylleríi, nú er komið að þynnkunni.

Við sjáum það ekki sjálf, en aðrir í kringum okkur sjá þetta og það er bara það sem er að gerast. Heimurinn í kring er að sjá hvað þetta blessaða hlutabréfadæmi og skuldasöfnun er á miklum brauðfótum hjá okkur!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 16:30 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
saemi wrote:
Aron Fridrik wrote:

það versta við svona getgátur er það að einhver spekingur kemur fram og segir að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og þá auðvitað lækkar hann :?


Krónan er nú ekkert að lækka vegna þess að einhver einn segir eitthvað. það er nú mun meira en það sem er að.

Íslendingar eru bara búnir að vera á fylleríi, nú er komið að þynnkunni.

Við sjáum það ekki sjálf, en aðrir í kringum okkur sjá þetta og það er bara það sem er að gerast. Heimurinn í kring er að sjá hvað þetta blessaða hlutabréfadæmi og skuldasöfnun er á miklum brauðfótum hjá okkur!


Því miður er mikið til í þessu. Góðærið hefur að miklu leiti verið tekið að láni. En að lokum kemur að skuldadögum. Þannig er það nú víst alltaf.

Hrein staða þjóðarbúsins er -1845 milljarðar króna, sem sagt erlendar skuldir eru 1845 milljörðum umfram erlendar eignir (í árslok 2007). Þetta er um 146% af landsframleiðslu Íslands á seinasta ári. Og bara til að setja þetta í smá samhengi þá er hrein staða Bandaríkjanna gagnvart útlöndum eitthvað í kringum -35% af landsframleiðslu ef ég man rétt. Og það er talið mjög slæmt. Hvað þá yfir 140%.

Krónan er nú eitthvað aðeins búin að braggast í dag síðan hún var lægst í dag (er núna í 135) en ég verð að vera sammála fart með það að útlitið er ekkert alltof bjart.

Að minnsta kosti myndi ég bíða með að taka erlent lán næstu mánuðina.
Og talandi um erlend lán, þá hljóta ansi margir að vera orðnir áhyggjufullir sem tóku erlend myntkörfulán fyrir nokkrum mánuðum í yen og frönkum því á seinustu 3 mánuðum hefur gengi þessara gjaldmiðla hækkað um og yfir 20% gagnvart ISK. Sem sagt höfuðstóllinn hefur hækkað um 200.000 kr. fyrir hverja milljón.

Annars er nú ekki ætlunin að vera með einhverjar svartsýnisspár, alls ekki. En þegar menn tala eins og hlutirnir geti bara farið upp og tala jafnvel um að krónan geti ekki lækkað meira (þótt flest bendi til annars) þá getur maður nú ekki staðið á sér. Svoleiðis fólk þarf einfaldlega smá „reality check“. Því hlutirnir geta jú farið niður (líka á Íslandi).

En vonandi blessast þetta nú allt saman.

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 16:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Alltaf gaman að krónutalinu :)

Ég er voðalega svartsýnn, mikið af ungu fólki sem hefur togað allvel í
bogann. Tala nú ekki um hlutabréfasúnkið það sem af er ári sem margir
hafa siglt með...

Það getur enginn sagt að krónan eigi eftir að styrkjast eða veikjast... en
allavega skjálfa margir eins og hríslur og hafa ekki hugmynd um
hvorn fótinn á að stíga í.

...það er sorgleg staðreynd að hjá mörgum þurfi svo lítið út af bera til allt fari í köku...

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 20:35 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 08. Aug 2007 10:31
Posts: 101
Thrullerinn wrote:
...það er sorgleg staðreynd að hjá mörgum þurfi svo lítið út af bera til allt fari í köku...


Nákvæmlega, það má sérstaklega athuga þetta í samhengi við erlendu lánin, þeir sem þola ekki sveiflurnar eiga að halda sig frá þeim.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 21:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Atferli íslendinga er búið að fara í mig í langann tíma.

Þið skiljið hvernig íslendingar eru búnir að vera hugsa þegar þið sjáið alla bílanna á bílastæðinu við FLE.
Sumir eru að geyma bílanna þarna lengur enn mánuð á meðan þeir eru úti ,
fólk telur sig klárlega það ríkt í dag að það þykir fáránlegt að láta keyra sig út á flugvöll.

Leiðinlegt með krónuna , ekki það að hún sé mitt vandamál eins og er :)
Enn eins og er búið að segja , fylleríið er búið, hádegi daginn eftir og þynnkan er komin,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Mar 2008 22:08 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Ég er einmitt með lán í frönkum og yenum og frá því í byrjun nóvember hefur höfuðstóllinn hjá mér hækkað um rúmlega 450.000 kr og greiðslubyrðin á mánuði um rúmar 10.000 kr.

Sem betur fer reiknaði ég dæmið vel áður en ég tók þetta lán og gerði ráð fyrir því að greiðslubyrðin gæti aukist þónokkuð án þess að ég þyrfti að herða sultarólina.

Samt svekkjandi að sjá þetta hækka svona, en maður verður bara að taka því. En það er alveg á hreinu að EF krónan fer aftur að styrkjast þá breyti ég yfir í ISK :wink:

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 00:08 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
basten wrote:
En það er alveg á hreinu að EF krónan fer aftur að styrkjast þá breyti ég yfir í ISK :wink:


:roll: Er ekki einmitt gott að vera í erlendum gjaldmiðli þegar krónan styrkist, því þá lækka aðrir gjaldmiðlar að öllum líkindum vs. krónan?

_________________
Jóhann Karl Hermannsson

BMW 520D F10 ´13
Kawasaki KX450f ´07
8 Ball Lowrider 20"


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 00:43 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Jú, en þá er ég bara búinn að festa gengið, upp á ef krónan fer að veikjast á ný þar sem hún er ekki beint sú stöðugasta.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 08:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Lánalöggan ,,hvað

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 08:20 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Alpina wrote:
Lánalöggan ,,hvað


Er ekki fínt bara að skulda sem minnst um þessar mundir :D

Annars er það hálfpartinn til að æra óstöðugann að hlusta á endalaust af "sérfræðingum" sem flest allir sveiflast bara eftir vindi þó þeir hafi haldið öðru fram fyrir nokkrum mánuðum síðan - og eru líklega lítið betri í sínum ágiskunum en api sem kastar pílu á spjald.

Einhvernveginn verður fólk að stóla á sjálft sig og vandaða kunningja til þess að sjá fótum sínum forráð.

Fart er hinsvegar búin að predika það sama hérna frá því fyrstu merkin byrjuðu að sjást - kannski hefði verið gott fyrir marga að hlusta á hann
:D

Núh, svo má reyndar minnast á það líka að ástandið er ekki svo gott annarsstaðar t.d. hér í DK, það er kannski bara ekki komið jafnlangt og heima enda kannski reynsluríkara fólk í viðskiptum hér sem útskýrir kannski afhverju það steig varlega til jarðar á meðan aðrir létu gamminn geysa.

Annars fannst mér GSTuning koma með góðan punkt - maður verður alltaf jafn hissa þegar maður kemur heim í Leifsstöð og sér alla bílana úti - hvað gerðist eiginlega :shock: Búið að selja íbúðir, kaupa dýrara, skuldsetja sig meira?

Maður hefur eiginlega mestar áhyggjur af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins - dugar það til að borga af þessu skuldum umfram eignir?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 09:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Það verður mjög áhugavert að fylgjast með þróun mála.
Að sitja hér í UK og fylgjast með er mjög áhugavert. Einstaka svartsýnisgreinar í FT og hafa alla vegana tveir skólafélagar komið upp að mér og spurt: "hvað er eiginlega að gerast á Íslandi. Er allt að fara til fjandans?".

Á meðan þetta er viðhorfið hérna úti þá er ekki líklegt að krónan styrkist í bráð.

Ég er mjög ánægður að eiga smá sparnað í GBP núna :wink:

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 15:21 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að Ísland verður svona áberandi í fréttum og hefðu bankarnir og aðrir unnið almennilega í sínum kynningarmálum fyrir nokkrum árum þá er óvíst hvort þetta væri svona áberandi - fréttirnar eru í raun ekkert frábrugðnar fjármálafréttum í UK, USA, DK o.s.frv. Semsagt, ástandið er víða slæmt - ekki bara á Íslandi.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Mar 2008 15:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
bebecar wrote:
Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að Ísland verður svona áberandi í fréttum og hefðu bankarnir og aðrir unnið almennilega í sínum kynningarmálum fyrir nokkrum árum þá er óvíst hvort þetta væri svona áberandi - fréttirnar eru í raun ekkert frábrugðnar fjármálafréttum í UK, USA, DK o.s.frv. Semsagt, ástandið er víða slæmt - ekki bara á Íslandi.


Geri mer grein fyrir astandinu annars stadar en astandid er ad mer finnst malad dekkra a Islandi en flestum odrum stodum i theim frettamidlum sem eg hef rekist a.

Eg vona virkilega ad bonkunum og rikinu takist ad rifa sig upp ur tessu, snui bladinu vid. Ef tetta heldur svona afram verdur enga vinnu fyrir mig ad fa heima i theim geirum sig mig langar ad vinna i...

Eins og stadan er reyndar i augnablikinu :?

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 ... 246  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 43 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group