bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 26. May 2024 06:57

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 236, 237, 238, 239, 240, 241, 242 ... 246  Next
Author Message
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Tue 15. Jan 2013 13:02 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:

Þetta á ekki við ISB húsnæðislánin í myntum sem voru dæmd lögleg.

Þar var það bara formið sem skipti máli og þar var það að upphæðir voru tilteknar í myntum sem skipti mestu. Þar var greitt út í ISK og endurgreiðslur fóru fram í ISK.


Já, sá dómur sker sig svolítið úr. Þar mætti kannski segja að Íslandsbanki hafi gengið nógu langt í því að gera ljóst að verið væri að lána erlenda mynt til þess að sjálf útgreiðslan hafi ekki haft úrslitaáhrif. Þar voru fjárhæðir tilgreindar í erlendu, mismunandi vextir settir á mismunandi gjaldmiðla og gerður áskilnaður um að við vanskil mætti umreikna lánið yfir íslenskar krónur. Það hafði líka áhrif á niðurstöðuna að í skilmálabreytingu voru bara erlendu fjárhæðirnar en ekki jafnvirði í íslensku tilgreint. Ég held að Íslandsbanki hafi tilkynnt að þeir muni endurreikna þessi lán líkt og gengistryggð lán.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Tue 15. Jan 2013 13:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:

Þetta á ekki við ISB húsnæðislánin í myntum sem voru dæmd lögleg.

Þar var það bara formið sem skipti máli og þar var það að upphæðir voru tilteknar í myntum sem skipti mestu. Þar var greitt út í ISK og endurgreiðslur fóru fram í ISK.


Ég held að Íslandsbanki hafi tilkynnt að þeir muni endurreikna þessi lán líkt og gengistryggð lán.


ég held ekki, en það væri vel þegið.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 02:18 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:
DanielSkals wrote:

Ég held að Íslandsbanki hafi tilkynnt að þeir muni endurreikna þessi lán líkt og gengistryggð lán.


ég held ekki, en það væri vel þegið.


Það kemur fram í þessum fréttum að þeir endurreikni erlendu lánin líka. Síðari fréttin er dagsett fyrir tæpum 2 mánuðum og líklegt að þeir útreikningar standi enn yfir.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... _islandsb/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... nar_lan_2/


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 08:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
DanielSkals wrote:

Ég held að Íslandsbanki hafi tilkynnt að þeir muni endurreikna þessi lán líkt og gengistryggð lán.


ég held ekki, en það væri vel þegið.


Það kemur fram í þessum fréttum að þeir endurreikni erlendu lánin líka. Síðari fréttin er dagsett fyrir tæpum 2 mánuðum og líklegt að þeir útreikningar standi enn yfir.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... _islandsb/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... nar_lan_2/


Svörin frá ÍSB:

Eins og kom fram í fréttum af endurútreikningum bankans þá er um að ræða ólöglega gengistryggð lán sem eru endurútreiknuð.

Lán sem lögmæt teljast eins og við á í þessu tilviki falla því ekki þar undir.


Mitt lán var sem betur fer lítið, 6m að höfuðstól þegar ég tók það. Fór í 12 og var svo lækkað í 9 vegna Árna Páls laga.

Aðrir sleppa ekki eins vel.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 12:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:
Svörin frá ÍSB:

Eins og kom fram í fréttum af endurútreikningum bankans þá er um að ræða ólöglega gengistryggð lán sem eru endurútreiknuð.

Lán sem lögmæt teljast eins og við á í þessu tilviki falla því ekki þar undir.


Mitt lán var sem betur fer lítið, 6m að höfuðstól þegar ég tók það. Fór í 12 og var svo lækkað í 9 vegna Árna Páls laga.

Aðrir sleppa ekki eins vel.


Þetta er þá væntanlega ekki lán með veði í íbúðarhúsnæði. Af einhverjum ástæðum endurreikna þeir erlend lán ef þau eru tryggð með veði í íbúðarhúsnæði en annars ekki. Það er svolítið sérstakt og ég er ekki frá því að mér finnist þeir mismuna viðskiptavinum sínum svolítið með þessu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 13:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Svörin frá ÍSB:

Eins og kom fram í fréttum af endurútreikningum bankans þá er um að ræða ólöglega gengistryggð lán sem eru endurútreiknuð.

Lán sem lögmæt teljast eins og við á í þessu tilviki falla því ekki þar undir.


Mitt lán var sem betur fer lítið, 6m að höfuðstól þegar ég tók það. Fór í 12 og var svo lækkað í 9 vegna Árna Páls laga.

Aðrir sleppa ekki eins vel.


Þetta er þá væntanlega ekki lán með veði í íbúðarhúsnæði. Af einhverjum ástæðum endurreikna þeir erlend lán ef þau eru tryggð með veði í íbúðarhúsnæði en annars ekki. Það er svolítið sérstakt og ég er ekki frá því að mér finnist þeir mismuna viðskiptavinum sínum svolítið með þessu.


Þetta var íbúðarlán en það var gefið út tryggingabréf sem veð, en tryggingabréfið var gefið út á húsið.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 14:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Svörin frá ÍSB:

Eins og kom fram í fréttum af endurútreikningum bankans þá er um að ræða ólöglega gengistryggð lán sem eru endurútreiknuð.

Lán sem lögmæt teljast eins og við á í þessu tilviki falla því ekki þar undir.


Mitt lán var sem betur fer lítið, 6m að höfuðstól þegar ég tók það. Fór í 12 og var svo lækkað í 9 vegna Árna Páls laga.

Aðrir sleppa ekki eins vel.


Þetta er þá væntanlega ekki lán með veði í íbúðarhúsnæði. Af einhverjum ástæðum endurreikna þeir erlend lán ef þau eru tryggð með veði í íbúðarhúsnæði en annars ekki. Það er svolítið sérstakt og ég er ekki frá því að mér finnist þeir mismuna viðskiptavinum sínum svolítið með þessu.


Þetta var íbúðarlán en það var gefið út tryggingabréf sem veð, en tryggingabréfið var gefið út á húsið.


Það er þá enn furðulegra. Þeir eru þá að neita að endurreikna lánið vegna þess að það er eitt (hugsanlega óþarft) tryggingabréf á milli lánsins og veðandlagsins. Fyrir mér er þetta eins og ef Spölur myndi sleppa því að rukka alla sem ætla frá Reykjavík til Akureyrar nema þá sem ætla að stoppa í Borgarnesi.

Nú veit ég ekki hve langt þú hefur gengið í að reyna að fá þetta endurreiknað en í þínum sporum myndi alveg eyða smá púðri í það.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 14:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Þetta var íbúðarlán en það var gefið út tryggingabréf sem veð, en tryggingabréfið var gefið út á húsið.


Það er þá enn furðulegra. Þeir eru þá að neita að endurreikna lánið vegna þess að það er eitt (hugsanlega óþarft) tryggingabréf á milli lánsins og veðandlagsins. Fyrir mér er þetta eins og ef Spölur myndi sleppa því að rukka alla sem ætla frá Reykjavík til Akureyrar nema þá sem ætla að stoppa í Borgarnesi.

Nú veit ég ekki hve langt þú hefur gengið í að reyna að fá þetta endurreiknað en í þínum sporum myndi alveg eyða smá púðri í það.

Tryggingabréf er mögulega nógu lögverndað skjal, og því hugsanlega nóg til að stoppa leið A til B.
Þetta er eins og þú ætlar að fara frá RVK til AK fljótlegustu leiðina, en göngin eru lokuð svo þú þarft að taka fjörðinn :santa: en fjörðurinn er í sundur vegna vegavinnu, þannig að þú kemst ekkert.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 14:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Svörin frá ÍSB:

Eins og kom fram í fréttum af endurútreikningum bankans þá er um að ræða ólöglega gengistryggð lán sem eru endurútreiknuð.

Lán sem lögmæt teljast eins og við á í þessu tilviki falla því ekki þar undir.


Mitt lán var sem betur fer lítið, 6m að höfuðstól þegar ég tók það. Fór í 12 og var svo lækkað í 9 vegna Árna Páls laga.

Aðrir sleppa ekki eins vel.


Þetta er þá væntanlega ekki lán með veði í íbúðarhúsnæði. Af einhverjum ástæðum endurreikna þeir erlend lán ef þau eru tryggð með veði í íbúðarhúsnæði en annars ekki. Það er svolítið sérstakt og ég er ekki frá því að mér finnist þeir mismuna viðskiptavinum sínum svolítið með þessu.


Þetta var íbúðarlán en það var gefið út tryggingabréf sem veð, en tryggingabréfið var gefið út á húsið.


Það er þá enn furðulegra. Þeir eru þá að neita að endurreikna lánið vegna þess að það er eitt (hugsanlega óþarft) tryggingabréf á milli lánsins og veðandlagsins. Fyrir mér er þetta eins og ef Spölur myndi sleppa því að rukka alla sem ætla frá Reykjavík til Akureyrar nema þá sem ætla að stoppa í Borgarnesi.

Nú veit ég ekki hve langt þú hefur gengið í að reyna að fá þetta endurreiknað en í þínum sporum myndi alveg eyða smá púðri í það.


Þeir eru að neita að endurreikna þar sem þetta lán hefur verið dæmt löglegt, tryggingin sem slík skiptir engu. Ég ætla að fylgjast með prufumálunum og sjá hvað kemur út úr þeim. Sem betur fer eru ekki það miklir fjármunir í húfi hjá mér.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 15:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:
Þeir eru að neita að endurreikna þar sem þetta lán hefur verið dæmt löglegt, tryggingin sem slík skiptir engu. Ég ætla að fylgjast með prufumálunum og sjá hvað kemur út úr þeim. Sem betur fer eru ekki það miklir fjármunir í húfi hjá mér.


Punkturinn hjá mér er samt að þeir hafa ítrekað sagst ætla að endurreikna lögleg erlend lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði þó þeim sé það ekki skylt. Maður myndi halda að sömu sjónarmið ættu að gilda um þitt lán.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Wed 16. Jan 2013 20:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Þeir eru að neita að endurreikna þar sem þetta lán hefur verið dæmt löglegt, tryggingin sem slík skiptir engu. Ég ætla að fylgjast með prufumálunum og sjá hvað kemur út úr þeim. Sem betur fer eru ekki það miklir fjármunir í húfi hjá mér.


Punkturinn hjá mér er samt að þeir hafa ítrekað sagst ætla að endurreikna lögleg erlend lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði þó þeim sé það ekki skylt. Maður myndi halda að sömu sjónarmið ættu að gilda um þitt lán.


Ekki alveg, þeir taka til dæmis fram í seinni linkinum sem þú sendir eftirfarandi:

Með hliðsjón af niðurstöðu Hæstaréttar frá 15. febrúar og 18. október sem tóku til fullnaðarkvittana vegna ólögmætra lána munu dómarnir ekki eiga við um stærstan hluta húsnæðislána Íslandsbanka.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Thu 17. Jan 2013 00:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Þeir eru að neita að endurreikna þar sem þetta lán hefur verið dæmt löglegt, tryggingin sem slík skiptir engu. Ég ætla að fylgjast með prufumálunum og sjá hvað kemur út úr þeim. Sem betur fer eru ekki það miklir fjármunir í húfi hjá mér.


Punkturinn hjá mér er samt að þeir hafa ítrekað sagst ætla að endurreikna lögleg erlend lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði þó þeim sé það ekki skylt. Maður myndi halda að sömu sjónarmið ættu að gilda um þitt lán.


Ekki alveg, þeir taka til dæmis fram í seinni linkinum sem þú sendir eftirfarandi:

Með hliðsjón af niðurstöðu Hæstaréttar frá 15. febrúar og 18. október sem tóku til fullnaðarkvittana vegna ólögmætra lána munu dómarnir ekki eiga við um stærstan hluta húsnæðislána Íslandsbanka.


Já, þetta fær þetta svolítið til að líta út eins og þeir viti ekki hvað þeir vilja gera. Þeir lýsa því annars vegar yfir að þeir ætli að endurreikna lögleg erlend lán líkt og gengistryggðu lánin en telja svo hins vegar að dómar um gildi fullnaðarkvittana gagnvart kröfum um vangreidda vexti eigi ekki við löglegu erlendu lánin. Ef ég væri með lán hjá Íslandsbanka myndi ég krefja þá skýringar á þessu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Thu 17. Jan 2013 09:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:

Já, þetta fær þetta svolítið til að líta út eins og þeir viti ekki hvað þeir vilja gera. Þeir lýsa því annars vegar yfir að þeir ætli að endurreikna lögleg erlend lán líkt og gengistryggðu lánin en telja svo hins vegar að dómar um gildi fullnaðarkvittana gagnvart kröfum um vangreidda vexti eigi ekki við löglegu erlendu lánin. Ef ég væri með lán hjá Íslandsbanka myndi ég krefja þá skýringar á þessu.



Skýringin er sú að þeir endurreikna lögleg lán skv Árna Páls lögum en þeir telja vaxtadóminn sem var í framhaldi ekki ná yfir þau. Í raun gæti bankinn mögulega krafið ríkið um bætur fyrir að hafa lækkað lánið mitt skv ÁP lögunum (þeir fara vonandi ekki að krefja mig um það:) ).

Anyhow, ég bíð bara og sé hvernig þetta þróast.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Thu 17. Jan 2013 11:59 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Zed III wrote:
Skýringin er sú að þeir endurreikna lögleg lán skv Árna Páls lögum en þeir telja vaxtadóminn sem var í framhaldi ekki ná yfir þau. Í raun gæti bankinn mögulega krafið ríkið um bætur fyrir að hafa lækkað lánið mitt skv ÁP lögunum (þeir fara vonandi ekki að krefja mig um það:) ).

Anyhow, ég bíð bara og sé hvernig þetta þróast.


Það er ekki alveg rétt því þau lög taka bara til ólögmætra gengistryggðra lána. Þeir endurútreikna þessi lán umfram skyldu. Af þeirri ástæðu er þeim líka frjálst að taka ekki tillit til vaxtadómanna, mér finnst bara furðulegt að þeir ákveði fyrst að endurreikna en fari svo ekki alla leið með það. Þetta skýrist þó væntanlega allt á næstu mánuðum. Annars held ég það séu ansi margir orðnir ansi þreyttir á biðinni eftir endanlegri niðurstöðu gengistryggðu lánanna.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Thu 17. Jan 2013 13:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
DanielSkals wrote:
Zed III wrote:
Skýringin er sú að þeir endurreikna lögleg lán skv Árna Páls lögum en þeir telja vaxtadóminn sem var í framhaldi ekki ná yfir þau. Í raun gæti bankinn mögulega krafið ríkið um bætur fyrir að hafa lækkað lánið mitt skv ÁP lögunum (þeir fara vonandi ekki að krefja mig um það:) ).

Anyhow, ég bíð bara og sé hvernig þetta þróast.


Það er ekki alveg rétt því þau lög taka bara til ólögmætra gengistryggðra lána. Þeir endurútreikna þessi lán umfram skyldu. Af þeirri ástæðu er þeim líka frjálst að taka ekki tillit til vaxtadómanna, mér finnst bara furðulegt að þeir ákveði fyrst að endurreikna en fari svo ekki alla leið með það. Þetta skýrist þó væntanlega allt á næstu mánuðum. Annars held ég það séu ansi margir orðnir ansi þreyttir á biðinni eftir endanlegri niðurstöðu gengistryggðu lánanna.


Satt að margir eru þreyttir, en ég er afar sáttur við að hafa fengið þessa leiðréttingu sem ég fékk. Það var ég sem tók þetta lán og það var ég sem átti að bera áhættuna og tjónið sem af því hlaust. Það að þessi lán voru dæmd ólögleg var ekkert annað en heppni þeirra sem tóku þau.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 236, 237, 238, 239, 240, 241, 242 ... 246  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group