já þetta er bara í lagi, ég á 525tds '94 með ónýta vél.
Keypti þennan bíl og því kominn með mótor.
BMW 525tds bíllinn var sjálfskiptur en mér fannst það miður svo ég henti sjálfskiptingunni.
Svo hef ég í s.l. 3 skipti þegar ég hef farið út ætlað að kaupa kassa, swinghjól, skiptistangir og drifskaft.....en aldrei fundið neitt á góðum stað - svona bara farist fyrir. Ætlaði líka að kaupa mótor en það fannst ekki neitt heldur.
Núna dauðsé ég eftir því að hafa hent helvítis sjálfskiptingunni!
En þetta er víst lögmál: Því sem maður hendir mun manni vanta, það sem maður geymir mun maður aldrei þurfa að nota.
Sæmi hefur gert ráðstafanir, hann hendir engu hann kaupir gáma til að geyma
.....hann er eldri og reyndari en ég!