Fékk mér í gærkveldi gulan bíl, þann fyrsta sem ég eignast og trúlegast þann síðasta.
Nokkuð skemmtilegur herragarðsvagn af gerðinni Volvo 850 T5-R, árgerð 1995.
Það voru gerðir alls 2500 gulir(fyrsta módelið) og mikið af þeim hafa endað líf sitt nú þegar. (++)
Skellti mér að taka 3myndir, bíllinn er ekki hreinn en samt......
(afsakið stórar myndir, sérstaklega upphringi-raggi)
Smá um bílinn.
1995 árgerð af 850 T5-R (855)
Ekinn 211.112km(tilkeyrsla vitaskuld)
Beinskiptur
Kubbur(autotech), sía, púst(áætlað 270-290hö)
18tommu R-felgur. (17tommu voru original)
Bíllinn er reglulega heill en þó vitaskuld nokkrir hlutir sem farið skal í nú í vetur.(má segja að innkaupalisti sé farinn að myndast).