bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Boiler room svikamillur
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=23046
Page 1 of 1

Author:  zazou [ Fri 06. Jul 2007 17:28 ]
Post subject:  Boiler room svikamillur

Ég hef verið að fá hringingar frá 'verðbréfasérfræðingum' í Kína og Hong undanfarnar vikur. Þeir ætla að spurja mig ýmiskonar spurninga og gefa mér svo samband við 'senior partner' sem ætlar að gera mér svaka díl. Þetta minnir mig óneitanlega á myndina Boiler room.

Forvitnastur er ég um hvernig þeir fengu GSM-númerið mitt. Þeir fá þó kredit fyrir það að ég hef aldrei heyrt útlendinga bera föðurnafn mitt jafn vel fram :lol:
Er kínverska mafían að plaga fleiri hér?

Author:  X-ray [ Fri 06. Jul 2007 18:57 ]
Post subject:  Re: Boiler room svikamillur

zazou wrote:
Ég hef verið að fá hringingar frá 'verðbréfasérfræðingum' í Kína og Hong undanfarnar vikur. Þeir ætla að spurja mig ýmiskonar spurninga og gefa mér svo samband við 'senior partner' sem ætlar að gera mér svaka díl. Þetta minnir mig óneitanlega á myndina Boiler room.

Forvitnastur er ég um hvernig þeir fengu GSM-númerið mitt. Þeir fá þó kredit fyrir það að ég hef aldrei heyrt útlendinga bera föðurnafn mitt jafn vel fram :lol:
Er kínverska mafían að plaga fleiri hér?



Sama hér reyndar frá usa... hringdi sama kerlinginn 2-3 sinnum í mig alltaf einhverjar BS spurningar... hafði fyrst gaman af þessu en svo var ég upptekinn einn daginn og merin vildi ekki skilja þaðm hótaði lögsókn reka símtalið osf... þá kom bara sónn.

Author:  Vargur [ Fri 06. Jul 2007 20:38 ]
Post subject: 

Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum í vinnunni. Ég bið liðið yfirleitt að bíða aðeins og set á hold eða legg tólið bara frá mér, þeir eru alltaf farnir af línunni nokkrum mínútum síðar. :)

Author:  grettir [ Fri 06. Jul 2007 23:57 ]
Post subject: 

Jebb.. sama hér. Í öllum bænum ekki falla fyrir þessu. Ég legg einmitt bara símann frá mér þegar svona lið hringir.

Á vef Fjármálaeftirlitsins er listi yfir fyrirtæki sem ekki ætti að skipta við:
http://www.fme.is/?PageID=565

Hérna eru upplýsingar um hvernig svona þjófar vinna:
http://www.crimes-of-persuasion.com/Crimes/Telemarketing/Outbound/Major/Investments/boiler_rooms.htm

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/