bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Númeraplata að framan...
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=20427
Page 1 of 2

Author:  Steini B [ Wed 21. Feb 2007 00:06 ]
Post subject:  Númeraplata að framan...

Hvernig er það...
Er það ekki ólöglegt að vera númeraplötulaus að framan?
Og ekki nóg að vera með hana í glugganum?...

Ég á nefnilega alltaf eftir að setja hana á, bíllinn er svo mikið flottari án hennar...

En áðan mætti ég lögguni , og hún horfði VEEEEL á bílinn, og svipurinn var ekki góður... :lol:
Svo held ég áfram, stuttu síðar er hún búinn að leggja útí kant á austurveginum (aðal rúntgatan) og var greinilega að bíða eftir að ég mundi keyra framhjá þannig að ég flýtti mér bara heim... :lol:

Author:  Aron Andrew [ Wed 21. Feb 2007 00:18 ]
Post subject: 

Jújú þetta er bannað, örugglega búið að ræða þetta oftar á l2c en hvort kastarar séu bannaðir :lol:

Author:  Saxi [ Wed 21. Feb 2007 00:23 ]
Post subject: 

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/aa0d47377abc977400256a090053ff91/716d5a64d7088ece00256dc000578be5?OpenDocument&Highlight=0,_6edln583ed5n6eobidlin4qr9_

IX kafli

Saxi

Author:  IceDev [ Wed 21. Feb 2007 00:31 ]
Post subject: 

Quote:
19. gr.
Skráningarmerki á bifreið.
Bifreið skal merkt að framan og aftan með skráningarmerkjum af gerð A. Nota má skráningarmerki af gerð B, henti ekki merki af gerð A og merki af gerð D ef merkjum af gerð A og B verður ekki með góðu móti komið fyrir.

Author:  Steini B [ Wed 21. Feb 2007 00:44 ]
Post subject: 

Hélt það líka, enda miðað við hvernig augnaráðið var þá leist mér ekkert á þetta... :lol:

En platan fer væntanlega á á morgun, ef ég kemst í að bóna þá þar að segja...

Author:  Aron Fridrik [ Wed 21. Feb 2007 01:24 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Jújú þetta er bannað, örugglega búið að ræða þetta oftar á l2c en hvort kastarar séu bannaðir :lol:


[Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.]



heheeh.. ekkert vítt hugtak :lol:

Author:  Gunni [ Wed 21. Feb 2007 08:57 ]
Post subject: 

Ég hef líka sagt þetta í einhverjum öðrum þræði, og marg oft við Bjarna ;)

Mér finnst alveg núll kúl að vera ekki með númeraplötu að framan...
Finnst mönnum þetta almennt vera geðveikt mega kúl eða ?

Author:  Steini B [ Wed 21. Feb 2007 12:29 ]
Post subject: 

Kúl???? :lol:

Fáránlegt orð til að lýsa bíl... :lol:



En ég er ekki að gera þetta til að vera "kúl" ég átti bara eftir að setja númeraplötuna á eftir að ég setti stuðarann á, svo finnst mér hann flottari svona, enda er framendinn einhvernveginn þannig í laginu að hann ber það vel að vera númeraplötulaus...
En þar sem mörgæsirnar eru víst lítið hrifnar af þessu þá verður maður að fara að drífa sig í þessu... :?

Author:  bjahja [ Wed 21. Feb 2007 12:33 ]
Post subject: 

Minn er miklu meira kúl ekki með númeraplötu að framan :biggrin:

Author:  Gunni [ Wed 21. Feb 2007 12:55 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Minn er miklu meira kúl ekki með númeraplötu að framan :biggrin:


Er það ekki bara af því að þú átt svo flott BMW dót til að setja í staðin ?

Author:  ValliFudd [ Wed 21. Feb 2007 13:10 ]
Post subject: 

ég sá Töff bmw áðan.. Gömul kona að keyra sýndist mér og ELDgömul kona í farþegasætinu.. einkanúmerið TÖFF.... er það kúl? :lol:

Author:  Frikki [ Wed 21. Feb 2007 13:18 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
ég sá Töff bmw áðan.. Gömul kona að keyra sýndist mér og ELDgömul kona í farþegasætinu.. einkanúmerið TÖFF.... er það kúl? :lol:


Síðast þegar ég vissi þá var þetta nýr ás og ökukennslubíll.. :idea:

Author:  ValliFudd [ Wed 21. Feb 2007 13:19 ]
Post subject: 

Frikki wrote:
ValliFudd wrote:
ég sá Töff bmw áðan.. Gömul kona að keyra sýndist mér og ELDgömul kona í farþegasætinu.. einkanúmerið TÖFF.... er það kúl? :lol:


Síðast þegar ég vissi þá var þetta nýr ás og ökukennslubíll.. :idea:

Þetta var ás en greinilega ekki í ökukennslu akkúrat núna :)

Author:  ValliFudd [ Wed 21. Feb 2007 13:21 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
bjahja wrote:
Minn er miklu meira kúl ekki með númeraplötu að framan :biggrin:


Er það ekki bara af því að þú átt svo flott BMW dót til að setja í staðin ?

Ég skil ómögulega af hveru löggan er ekki búin að gera þér eitthvað :lol:
HEL-surtaður bíll og engin plata að framan :)

Author:  siggir [ Wed 21. Feb 2007 13:33 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
Gunni wrote:
bjahja wrote:
Minn er miklu meira kúl ekki með númeraplötu að framan :biggrin:


Er það ekki bara af því að þú átt svo flott BMW dót til að setja í staðin ?

Ég skil ómögulega af hveru löggan er ekki búin að gera þér eitthvað :lol:
HEL-surtaður bíll og engin plata að framan :)


Er hann ekki bara alltaf inní skúr :-#

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/