| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18852 |
Page 1 of 2 |
| Author: | Aron Andrew [ Tue 05. Dec 2006 12:23 ] |
| Post subject: | Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli |
Quote: Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust.
Upphaflega reyndi lögreglan úr Keflavík að stöðva hann á Reykjanesbraut þar sem hann hafði mælst á allt of miklum hraða en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og stakk af. Fjórir löreglubílar voru svo að nálgast hann úr öllum áttum þegar hann lét vaða í gegnum girðinguna. Mildi þykir að hann skyldi ekki hafa ekið á flugvél. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. Þetta hélt ég að væri bara eitthvað sem gerist í bíómyndum |
|
| Author: | gstuning [ Tue 05. Dec 2006 12:24 ] |
| Post subject: | |
já, þetta er akkúrat eitthvað svoleiðis, ekki hélt gaurinn í alvöru að flugvélin myndi bjarga honum bara frá löreglunni, |
|
| Author: | bjahja [ Tue 05. Dec 2006 12:29 ] |
| Post subject: | |
Sé hann fyrir mér hoppa uppí flugvél og fljúga af stað með lögguna hlaupandi á eftir En þetta er ótrúlega fyndið......greinilega ekki bjartasta kertið á kökunni |
|
| Author: | IngóJP [ Tue 05. Dec 2006 12:36 ] |
| Post subject: | |
snilldin ein |
|
| Author: | JonHrafn [ Tue 05. Dec 2006 12:43 ] |
| Post subject: | Ekki ölvaður |
Af www.vf.is Fréttir | 5. desember 2006 | 12:03:50 Ók inn á flugverndarsvæði: Á við geðræn vandamál en ekki ölvaður Maður sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hann hafði ekið inn á flugverndarsvæði með því að aka í gegnum girðingu flugstöðina var ekki undir áhrifum áfengis eins og vf.is hafði eftir frétt á Vísir.is í morgun. Maðurinn á hins vegar við geðræn vandamál að stríða og er á lyfjum vegna þeirra. Hann er nú í haldi lögreglunnar í Keflavík þar sem hann verður yfirheyrður. Lögreglan veitti manninum fyrst eftirtekt í morgun þegar hann ók framúr lögreglubíl á Reykjanesbraut á talsverðum hraða. Mestur var hraði bílsins mældur rúmlega 140 km./klst. Við Grindavíkurveg mældist bíllinn á 120 km. hraða en hámarkshraði þar er 50 km. vegna framkvæmda á svæðinu. Nokkrir bílar lögreglunnar tóku þátt í að reyna að stöðva manninn í morgun. Maðurinn ók öfugt í hringtorg við Rósaselstjarnir og setti stefnuna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við flugstöðina ók maðurinn yfir sandhrúgu og í gegnum öryggisgirðingu og inn á flugverndarsvæðið. Bifreiðina stöðvaði hann síðan við landgang nr. 5 þar sem hann hljóp upp stiga á landganginum. Þar var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöðina í Keflavík. Fljótlega var ljóst að maðurinn var sjúkur og var haft samband við aðstandendur sem upplýstu um ástand mannsins. Hann er eins og áður segir í haldi lögreglunnar í Keflavík sem yfirheyrir hann. Maðurinn hefur réttargæslumann. |
|
| Author: | Einarsss [ Tue 05. Dec 2006 12:50 ] |
| Post subject: | |
ég hefði verið til að vera horfa út um glugga í leifsstöð og sjá þennan svaka eltingarleik |
|
| Author: | Kristjan [ Tue 05. Dec 2006 13:07 ] |
| Post subject: | |
Hummmmm það er ekkert talað um hvernig bíl hann var á, væntanlega ekki verið á BMW...... |
|
| Author: | Arnarf [ Tue 05. Dec 2006 13:09 ] |
| Post subject: | |
Kristjan wrote: Hummmmm það er ekkert talað um hvernig bíl hann var á, væntanlega ekki verið á BMW......
Og greinin hefði örugglega verið orðuð allt öðruvísi hefði hann verið á BMW |
|
| Author: | Kristjan [ Tue 05. Dec 2006 13:26 ] |
| Post subject: | |
Kannski eitthvað á þessa vegu... "Brjálaður geðsjúklingur á helsurtuðum BMW sportbíl reyndi að myrða flugvallarstarfsmenn og stinga lögguna af í ofsafengnum eltingaleik til að sleppa til útlanda með fíkniefni bla bla bla bla" |
|
| Author: | Deviant TSi [ Tue 05. Dec 2006 14:13 ] |
| Post subject: | |
Kristjan wrote: Kannski eitthvað á þessa vegu...
"Brjálaður geðsjúklingur á helsurtuðum BMW sportbíl reyndi að myrða flugvallarstarfsmenn og stinga lögguna af í ofsafengnum eltingaleik til að sleppa til útlanda með fíkniefni bla bla bla bla" |
|
| Author: | krullih [ Tue 05. Dec 2006 14:57 ] |
| Post subject: | |
It's life...hættið að velta ykkur uppúr þessu endalaust :S |
|
| Author: | Einarsss [ Tue 05. Dec 2006 15:03 ] |
| Post subject: | |
eitt gott koment sem félagi minn sagði um svarta nýja e34 525i bílinn sinn... "ég gæti selt kíló án þess að reyna það" |
|
| Author: | Gunnar Þór [ Tue 05. Dec 2006 15:09 ] |
| Post subject: | |
Kristjan wrote: Kannski eitthvað á þessa vegu...
"Brjálaður geðsjúklingur á helsurtuðum BMW sportbíl reyndi að myrða flugvallarstarfsmenn og stinga lögguna af í ofsafengnum eltingaleik til að sleppa til útlanda með fíkniefni bla bla bla bla" Helsurtuðum |
|
| Author: | Thrullerinn [ Tue 05. Dec 2006 15:11 ] |
| Post subject: | |
krullih wrote: :roll: Guð minn góður, eru í alvöru allir kraftslimir svona bitrir að BMW er annálaður glæpona bíll ?
Þetta er bitur staðreynd! Smokey and the bandit!, eitthvað slegið saman hjá greyið manninum |
|
| Author: | IngóJP [ Tue 05. Dec 2006 15:32 ] |
| Post subject: | |
krullih wrote: :roll: Guð minn góður, eru í alvöru allir kraftslimir svona bitrir að BMW er annálaður glæpona bíll ?
It's life...hættið að velta ykkur uppúr þessu endalaust :S Frekar þreytt bara... Má ekki lýta framhjá því margir strákar sem vilja kaupa sér BMW hefur neitað um það af foreldrum útaf þetta eru glæpamannabílar var að vinna með einum þannig í sumar |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|