bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Líkamsrækt https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18712 |
Page 1 of 4 |
Author: | arnibjorn [ Wed 29. Nov 2006 12:08 ] |
Post subject: | Líkamsrækt |
Já ég er bara aðeins að spá... Þið hérna sem stundið líkamsrækt, hvar gerið þið það og af hverju þar? Og þá er ég að meina hvaða stöð eins og t.d. Sporthúsið, W.C. etc... Og eitt annað.. þið sem æfið íþróttir.. hvað eruð þið að æfa? ![]() Ekkert sem liggur að baki... bara forvitinn ![]() |
Author: | Gunni [ Wed 29. Nov 2006 12:33 ] |
Post subject: | |
Ég er í Sporthúsinu. Finnst fínt að vera þar af því að stöðin er temmilega stór, ekki mega mega eins og í laugum. Svo spilar líka inní að ég spila skvass og í Sporthúsinu er aðstaða til þess. Einnig er verðið mjög hagstætt hjá þeim m.v. WC. |
Author: | arnibjorn [ Wed 29. Nov 2006 12:36 ] |
Post subject: | |
Gunni wrote: Ég er í Sporthúsinu. Finnst fínt að vera þar af því að stöðin er temmilega stór,
ekki mega mega eins og í laugum. Svo spilar líka inní að ég spila skvass og í Sporthúsinu er aðstaða til þess. Einnig er verðið mjög hagstætt hjá þeim m.v. WC. Datt í hug að þú værir í sporthúsinu.. sá bílinn þinn þar fyrir utan. Og skvass er ekkert smá skemmtileg íþrótt sem ég væri til í að spila miklu oftar ![]() En ég er einmitt að spá í hvar ég ætti að kaupa mér kort.. valið er hjá mér annað hvort sporthúsið eða WC ![]() |
Author: | Svezel [ Wed 29. Nov 2006 12:41 ] |
Post subject: | |
ég er hjá isf og fer til skiptis í sporthúsið og þrekhúsið ég er þar því þeir voru með hagstæðustu árskortin og það er stutt fyrir mig að fara í þrekhúsið |
Author: | bjahja [ Wed 29. Nov 2006 12:44 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: ég er hjá isf og fer til skiptis í sporthúsið og þrekhúsið
ég er þar því þeir voru með hagstæðustu árskortin og það er stutt fyrir mig að fara í þrekhúsið Sama hér |
Author: | íbbi_ [ Wed 29. Nov 2006 12:47 ] |
Post subject: | |
ég er í world class í laugum.. og finnst það bara mjög þægilegt |
Author: | mattiorn [ Wed 29. Nov 2006 12:50 ] |
Post subject: | |
ég spila fótbolta.. hversu vel sést hér : click Reynið að geta hver ég er ![]() |
Author: | Eggert [ Wed 29. Nov 2006 12:52 ] |
Post subject: | |
World Class i sponginni er helviti god stod.... Thaegilega litil (midad vid Laugar)... Potturinn uppa thaki gerir gaefumuninn ![]() |
Author: | arnibjorn [ Wed 29. Nov 2006 12:52 ] |
Post subject: | |
mattiorn wrote:
Þú ert klárlega aulinn sem hittir ekki boltann ![]() ![]() Hefur líka sýnt þetta einhvern tíman áður ![]() |
Author: | IceDev [ Wed 29. Nov 2006 12:54 ] |
Post subject: | |
mattiorn wrote:
![]() Matti ![]() |
Author: | Qwer [ Wed 29. Nov 2006 13:16 ] |
Post subject: | |
Það mun vera Iða, íþróttahús FSu. einfaldlega vegna þessa ð það er frítt fyrir nemendur... Lifi til að lyfta og lyfti til að lifa! eða eins og Jón Páll orðaði þetta: "There´s no point to be alife if you can´t do deadlift" eða eitthvað þannig, einhver flottasta setning ever! |
Author: | Valdi- [ Wed 29. Nov 2006 13:35 ] |
Post subject: | |
Nokkrir punktar um Sporthúsið... 1. MK og Sportó gerðu samning og núna er allt fullt af littlum tilneyddum krökkum þarna sem annaðhvort fylla öll tæki borandi í nefið eða eru með læti. 2. Tónlistin þarna er mesta sorp sem þú finnur, þeas. nema að þú sért alveg flaming og dýrkir Scooter og trance sull. Þarft semsagt að eiga iPod eða lifa við rosalegar kvalir. 3. Tækin eru jú ágæt, þung handlóð og svona. 4. Power hornið er allt í lagi. 5. Gufurnar og Potturinn er stór plús. 6. Sturturnar eru lélegar nema að þú farir í sturtuklefann næst pottinum. 7. Mér persónulega finnst alltaf skítugt þarna inni og að flestir skáparnir séu bara ónýtir. Ég var búinn að vera þarna í heilt ár og bara gafst endanlega upp um daginn, sagði upp kortinu. Þetta eru allt mínar skoðanir af sjálfsögðu og má vel vera að einhver fýli þennan stað alveg í ræmur og þá er það bara hans mál ![]() |
Author: | noyan [ Wed 29. Nov 2006 13:54 ] |
Post subject: | |
![]() Æfi í gym80....vantar ekki andann þar ![]() |
Author: | Gunni [ Wed 29. Nov 2006 14:00 ] |
Post subject: | |
Valdi- wrote: Nokkrir punktar um Sporthúsið...
1. MK og Sportó gerðu samning og núna er allt fullt af littlum tilneyddum krökkum þarna sem annaðhvort fylla öll tæki borandi í nefið eða eru með læti. 2. Tónlistin þarna er mesta sorp sem þú finnur, þeas. nema að þú sért alveg flaming og dýrkir Scooter og trance sull. Þarft semsagt að eiga iPod eða lifa við rosalegar kvalir. 3. Tækin eru jú ágæt, þung handlóð og svona. 4. Power hornið er allt í lagi. 5. Gufurnar og Potturinn er stór plús. 6. Sturturnar eru lélegar nema að þú farir í sturtuklefann næst pottinum. 7. Mér persónulega finnst alltaf skítugt þarna inni og að flestir skáparnir séu bara ónýtir. Ég var búinn að vera þarna í heilt ár og bara gafst endanlega upp um daginn, sagði upp kortinu. Þetta eru allt mínar skoðanir af sjálfsögðu og má vel vera að einhver fýli þennan stað alveg í ræmur og þá er það bara hans mál ![]() Þetta er góður punktur varðandi MK, en ég hef reyndar ekki orðið var við þetta lið uppá síðkastið. Ég fer oftast á kvöldin, en ég held að þau megi ekki fara hvenær sem er, hafa einhvern sérstakan tíma (held ég). Það er greinilega einhver tími síðan þú fórst síðast, þar sem það er búið að taka búningsklefana alveg í gegn, þ.m.t. sturtur og potta/gufu aðstöðuna. Sem betur fer er búið að setja almennilega sturtuhausa og greinilega búið að árangurstengja laun þrífifólksins, því það er ekki lengur alltaf skítugt. Tónlistin...... ég er eiginlega hættur að taka eftir henni. Svo virðist samt sem það sé bara til einn diskur eða eitthvað þannig. En maður er víst hvorki þarna til að horfa á sjónvapið né hlusta á tónlist ![]() |
Author: | gunnar [ Wed 29. Nov 2006 14:01 ] |
Post subject: | |
Er í nautlius í kópavogslauginni. Fíla það mjög vel, lítil rækt og engir steraapar með pósurnar út í loftið þar. |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |