Hérna er hjólið mitt...Trek 6000 Disc árgerð 2009

Er kominn með klíta eða "smellupedala" einsog sumir kalla þá,þetta er hrikalega skemmtilegt hjól og hjóla ég mjög mikið.
Tók þátt í Bláa lóns þrautinni í sumar (60km leiðinni)(sem ég kláraði á 2klst og 29mín)
Fór líka í heiðmerkuráskorunina sem er hrikalega skemmtileg keppni.(24km)(sem ég kláraði á 1klst og 7mín)
Fékk síðan þetta hjól lánað í sumar "Trek XO1" til að taka þátt í Tour De Hvolsvöllur (110km leiðinni) (sem ég kláraði á 3klst og 57mín)

og hef líka fengið það lánað til að keppa í þríþraut/sprettþraut í keflavík.
Þetta er geggjað hjól og Haffi í erninum er búinn að endurnýja allt á því nánast í allt það besta.
En hvað hjólabúðir og verkstæði varðar þá er misjöfn þjónusta alls staðar og aldrei hægt að gera öllum til geðs.
T.d hef ég alltaf lent í að bíða lengi eftir hjólinu í erninum,en fengið hjólið samdægurs eða daginn eftir hjá Kria hjól.
hef ekki reynslu af fleiri verkstæðum, En þegar ég hef verið að skoða og ég viðurkenni það alveg að ég er mjög leiðinlegur hvað það varðar að ég þarf alltaf að skoða allt nokkrum sinnum til að vera viss hvað ég ætla að kaupa að þá hef ég alltaf fengið mjög góð verð hjá bæði Erninum og Kria hjól. þannig að ég mæli alveg með bæði.
Og síðan mæli ég með því að þeir sem hafa áhuga á því að hjóla meira og jafnvel að kynnast fleirum hjólanördum mæti niður við Grillhúsið sprengisandi kl.20 á mánudagskvöldum.
Þá fara reiðhjólabændur á rúntinn,einnig er hægt að fylgjast með á facebook með því að finna "Reiðhjólabændur" þar.
Ég er búinn að mæta þarna síðan í júlí á þessu ári og er ég búinn að læra alveg endalaust af nýjum leiðum,sérstaklega á meðan það var ennþá bjart á kvöldin. Þar er líka yfirleitt einhver með GPS sem tekur niður leiðina sem hjólað er hverju sinni og er síðan sett inná síðuna,þar sem fullt af kortum af skemmtilegum leiðum eru inná líka.