///M wrote:
Eggert wrote:
Málið er klárlega ekki bara að drengurinn vilji ekki sýna honum lyklana aftur... halló... Það hlýtur að vera meira þarna að baki.
Okei, hvað finnst þér réttlæta það sem lögreglan gerir í þessu vídjói?
Ef að þessi strákur hefði beitt lögreglu ofbeldi af fyrra bragði væri hann á maganum í járnum.
Það væri gaman að sjá aðdragandann að þessari uppákomu. Sú staðreynd að fjórir lögreglumenn hafi verið mættir á staðinn vekur óneitanlega upp spurningar...
Auðvitað er ekkert sem réttlætir aðgerðir lögreglu þarna. Lögregluþjónninn gerir það sem hann á alls ekki að gera, þ.e. að bregðast undir álagi.
Þetta eru stálpaðir strákar sem hann er að eiga við og miðað það sem heyrist og sést á myndbandinu þá kæmi mér ekki á óvart að að kokhreysti þeirra hafi verið nokkur áður en þessi farsi á sér stað.
Ég hef af sérstökum ástæðum verzlað í þessari ágætu verzlun tvisvar á þessu ári. Í fyrra skiptið heyrði ég á tal manns á sjötugsaldri og starfsmanns í verzluninni, þar sem hún tjáði honum að svokallað "unglinga-hangs" væri orðin algjör plága í þessu útibúi. Tenging...
