Hmm.. jahá.. svona þegar maður spáir í því.. þá held ég að maður komist að því að maður á sér í raun mjög fá áhugamál...
En ég hef áhuga á bílum allavega.. hehe. . og þá sérstaklega AE86 Corollum..
Svo finnst mér mjög gaman að ljósmyndun.. þó ég kunni og geti ekki rassgat
Finnst rosalega gaman að drekka.. sérstaklega Carlsberg...
Er að fikta við trefjaglerssmíðar þessa dagana og finnst það áhugavert og ætla mér að verða sæmilegur í því.. sjáum til hvernig það fer..
Mér finnst líka mjög gaman að ferðast.. en hef því miður allt of lítinn tíma til þess að sinna því..
Og svo er eitt sem ég vex bara ekki upp úr.. og það eru Lego-kubbar... alveg sama hvernig kubbar, hvort sem það er tæknilego, model team, venjulegir kubbar eða eitthvað. Finnst alltaf jafn gaman að grípa í þá og byggja eitthvað, hvort sem það er einfalt hús eða eitthvað flókið tæki. Gríp alltaf í Lego-kubbana með vissu millibili. hehe.. ætli þetta sé ekki undarlegasta "fetishið" hérna, enn sem komið er
ps. Ef þið eigið Lego sem ykkur "vantar" að losna við, þá er ég alltaf til í að eignast fleiri kubba
