Frábært að hr.Ólafur skuli vera kominn á almennilegan bíl.
Varðandi að Prius mengi meira en 500!!
Þá tel ég líklegt að menn séu aðeins að ruglast, Prius liggur 40% undir evrópuviðmiði varðandi "út-slepp". Afturámóti, ef að við tökum "ryk til ryks" megnun á Prius EÐA öðrum hybrid bíl, þá er Prius að menga meira en Dodge Durango!! Er það vegna þess að íhlutir hybrid-bíla eru dýrari og starfsfólk/búnaður sem kemur að samsetningu og hönnun þeirra bíla eru dýrari og orkufrekari en td. Nissan Micra..
Las grein um einmitt þetta og þar var allt talið til, jafnvel hvernig fólkið sem kemur að samsetningu Prius fer til vinnu, lífslengd vs. enduvinnslukostnaðs íhluta og litaval kaupenda..
Þegar að þessi tækni er komin aðeins lengra af stað mun þessi stuðull vitaskuld lækka, framboð notaðra varahluta mun aukast og íhlutirnir verða ekki jafn "cutting-edge".
Ég hef keyrt Prius eitthvað og var MIKIÐ hissa, vitaskuld engin "gleðimaskína" en óskaplega, tja, þægilegur, og uppfullur af gadgets, og blikkandi ljósum líka
