Mér datt í hug að starta smá þræði hér inni í sambandi við mismunandi verðlagningu hjá varahlutaverslunum.
Ég ásamt fleirum leitum oft tilboða á milli verslana til að kanna hver hefur hagstæðasta verðið.
Mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að hafa einhvern "sticky" þráð sem menn geta póstað hvaða hlut þeim hefur vantað, á hvaða staði þeir hringdu og hver verðin voru.
Þetta getur nefnilega munað alveg heilum helling í krónum bara það að leita á mismunandi stöðum.
- Mig vantaði sem sagt 4x H3 ljósaperur (55w) í kastara hjá mér. Ég hringdi í N1, Stillingu, AB og Poulsen.
Verðdæmi
N1 595.-kr
Stilling
995.-kr
AB 586.-kr
Poulsen 490.-kr
Endaði á því að kaupa hjá N1 því ég er með mestan afslátt þar.
En eins og sést að það munar slétt 400 kr á perunni hjá N1 og hjá Stillingu, hvað er eiginlega í gangi þar?
Vona að þetta leggist vel í menn
