Björgvin wrote:
Þar sem ég er nú ekki orðinn mikill BMW kall þó ég hafi pantað mér heilmikið lesefni um þessa bíla á Amason nýverið! Hvenær kemur læst drif í þessa bíla eða var einhver týpa frekar en önnur með læst drif? Eða var þetta bara sérpantað í bílana? Og hvernig drif passar í 325 bílinn??
Kveðja
Læst drif var aukabúnaður í öllum e30 nema: M3, 320iS, 325iS.
325i kom fyrst með 3,64 drif en því var síðar breytt í 3,73.
Það virka öll drifhlutföll í 325i en þó ekki hærri en 3,64 að mínu mati.
arnib er tildæmis með 3,91 hlutfall en 4,27 er nú í lægri kanntinum...en
er það ekki bara race ?
