IvanAnders wrote:
Þannig að það borgar sig ekki að kaupa ódýrari RHD bíl, nema maður reikni með því að keyra bílinn út.
Ég veit ekki hvort það sé hægt að horfa svona svart/hvítt á það.
Ég auðvitað keypti 328i touringinn til að eiga, en svo reyndist skottplássið á honum ekki nægilega stórt fyrir okkur fjölskylduna í sumar í ferðalögunum innanlands.
Þess vegna fór ég þá leið að auglýsa hann til sölu og í kjölfarið flytja inn E34 540i touringinn sem kom í Nóvember til landsins.
Auðvitað geta allir séð það að ég er að tapa á E36 bílnum, það fer enginn að flytja inn bíl og selja hann á 475.000 kr. til að hagnast á því.