| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Til Sölu: E32 735iA '89 >>Hættur við sölu !!!!!<< https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=27582 |
Page 1 of 2 |
| Author: | ömmudriver [ Sun 17. Feb 2008 23:53 ] |
| Post subject: | Til Sölu: E32 735iA '89 >>Hættur við sölu !!!!!<< |
BMW E32 735iA Framleiddur þ. 21.09.89 Ekinn: 268.xxx km. Demantssvartur(Var heilsprautaður '06) Ssk(Original skipting, gefur mikið spark þegar sett er í bakkgír ásamt djúsi hljóði en hún skiptir eðlilega áfram) Helsti aukabúnaður: Svart leður, "stóra talvan", 16" AEZ álfelgur, topplúga, "stóra hljóðkerfið", rafmagn í speglum og rúðum, ljóskastarar. Bíllinn er í heildina í ágætis ástandi, kjallarinn í mótornum þarfnast lagfæringar, drifið er ónýtt og hefur verið það síðan ég keypti bílinn í apr. '04. Engin skipti Ekkert áhvílandi Verð: Ég veit bara hreinlega ekki hvað ég á að setja á þennan bíl þannig að ég óska bara eftir tilboðum og í versta falli segi ég nei. Það sem búið að gera við bílinn í minni eigu: Skipta um framljós og setja ný svört Hella framljós í staðin, skipta um gler á ljóskösturunum, Inspektion II '04(Skipt um allar síur og vökva, millibilsstöng, jafnvægisstangarenda, jafnvægisstangargummí, boddýpúða), heilsprautun '06( skipt um alla lista utan á hurðum ásamt gluggalistum á framrúðu, framrúðu, númeraplötuljós). Svo núna síðastliðið eitt og hálft ár: Skipt um hedd(Nýtt fullsamsett hedd frá schmeidermann), skipt um lok framan á heddi, skipt um allt í kælikerfi(Vatnskassi, forðabúr, viftukúpling, slöngur, vatnsdæla, vatnslás), skipt um allt í tímagír á mótor, ný olíudæla(ásamt nýju tannhjóli og keðju f. olíudælu), nýtt olíusíuhús, nýir mótorpúðar, nýjar slöngur úr og í ssk., nýjir ssk. púðar, skipt um olíukælir og allar slöngur f. vökvastýri, báðar reimar endurnýjaðar, báðar gúmmíhosurnar ofan á mótornum endurnýjaðar, skipt um: kerti, kertaþræði, kveikjuhamar og kveikjulok, skipt um bensínspíssa, allt tengt AC í vélarrúmi fjarlægt. Ventlalok, lok framan á motor, olísíuhús, olíupanna, soggrein og spjaldhús voru glerblásin og pólýhúðuð silfurgrá. Mótorblokk pússuð upp og máluð svört. Svo var að sjálfsögðu skipt um tilheyrandi pakkningar, pakkdósir og gúmmí-, þéttihringi í kringum þetta allt saman. Skipt um alla vökva á bíl. Skipta um bremsudiska, bremsuklossa, bremsuborða fyrir handbremsuna ásamt öllu tilheyrandi í kringum þá, skipt um fóðringar, nippla og spennur í öllum bremsudælum og þær svo glerblásnar og pólýhúðaðar silfurgráar, skipt um gúmmislöngur úr bremsudælunum. Skipt um hurðarstrekkjara, skipt um takka fyrir topplúgu og svo S E M takkan fyrir ssk.(Nýju takkarnir eru með ljósi), skipt um rúðuþurrkumekanisman. 99,8% af öllu því sem að var skipt um í bílnum er OEM BMW. Og svo er ég örugglega að gleyma eitthverju. Eins og er stendur bíllinn númeralaus fyrir utan verkstæðismóttöku B&L og geta áhugasamir skoðað hann þar en ég er ekkert svakalega heitur fyrir því að sækja bílinn þar. Prufuakstur er nánast lost case þar sem að legur og stimpilhringir í mótor eru ónýtir. Þráður með myndir af bílnum og því sem að gert hefur verið við hann: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=15871&postdays=0&postorder=asc&start=0 Hægt verður að ná í mig í síma 664-9721 eða hér í EP. Að gefnu tilefni vill ég biðja menn um að halda OT í lágmarki og ef mönnum liggur eitthvað mikið á hjarta þá mega þeir bara hringja í mig eða 118, já eða senda mér EP. |
|
| Author: | flang3r [ Mon 18. Feb 2008 00:29 ] |
| Post subject: | |
verð hugmynd ? |
|
| Author: | Benzari [ Mon 18. Feb 2008 00:34 ] |
| Post subject: | |
.......... |
|
| Author: | X-ray [ Mon 18. Feb 2008 07:49 ] |
| Post subject: | |
Þrátt fyrir það að menn geta ekki fengið að prufukeyra... þá er þessi bíll MEGA solid þéttur og fínn. Svo er líka ágætis power í þessu sem kostaði ömmu minni prófið. Það eru nokkrir E32 til sölu núna og tveir sem búið er að dæla €€€ í .. ZR og ND það á einhver eftir að gera reyfara kaup. |
|
| Author: | asgeirholm [ Mon 18. Feb 2008 12:24 ] |
| Post subject: | |
Þetta er Sweet ass bíll gangi þér allt í haginn Amma mín vona að þú fáir ásættanlega upphæð fyrir þennan bíl.. ég segi eins og X-ray það á eitthver eftir að detta í lukkupottinn ef hann kaupir af þér bílinn. Vélarsalurinn er notlega eins og Nýr |
|
| Author: | ömmudriver [ Sat 23. Feb 2008 20:02 ] |
| Post subject: | |
SKOOOOOOOOOOO !!!!!!!! Ef það fer enginn að kaupa þennan blessaða bíl þá neyðist ég BARA til þess að reyna að gera eitthvað gott úr honum sjálfur |
|
| Author: | srr [ Sat 23. Feb 2008 20:05 ] |
| Post subject: | |
ömmudriver wrote: SKOOOOOOOOOOO !!!!!!!! Ef það fer enginn að kaupa þennan blessaða bíl þá neyðist ég BARA til þess að reyna að gera eitthvað gott úr honum sjálfur
Þú neyðist til að klára þetta M30B35 Uber alles!!! |
|
| Author: | Einarsss [ Sat 23. Feb 2008 20:29 ] |
| Post subject: | |
held þetta sé sama dæmið og Steini B er að lenda í... það vill enginn gera þér það að kaupa bílinn af þér vegna þess að þú átt eftir að verða bara sáttur þegar hann er kominn í lag |
|
| Author: | ömmudriver [ Sat 23. Feb 2008 21:23 ] |
| Post subject: | |
srr wrote: ömmudriver wrote: SKOOOOOOOOOOO !!!!!!!! Ef það fer enginn að kaupa þennan blessaða bíl þá neyðist ég BARA til þess að reyna að gera eitthvað gott úr honum sjálfur Þú neyðist til að klára þetta M30B35 Uber alles!!! Jájá ef að ég "klára" bílinn sjálfur þá fær þessi risaeðluhamstur að fjúka úr húddinu einarsss wrote: held þetta sé sama dæmið og Steini B er að lenda í... það vill enginn gera þér það að kaupa bílinn af þér vegna þess að þú átt eftir að verða bara sáttur þegar hann er kominn í lag
Já ég held að ástæðan sé sú að áhuginn fyrir E32 og M30 hér á kraftinum sé svo svakalega lítill að það nær engri átt og hvað þá E32 með bilaðri M30
|
|
| Author: | jon mar [ Sat 23. Feb 2008 21:50 ] |
| Post subject: | |
M30 er æði |
|
| Author: | Aron Fridrik [ Sat 23. Feb 2008 23:35 ] |
| Post subject: | |
hann er barn síns tíma |
|
| Author: | Angelic0- [ Sat 23. Feb 2008 23:43 ] |
| Post subject: | |
Ekkert svona andskotans rugl... Dugnaðurinn í þér hingað til samsvarar ekki þessari ákvörðun þinni um að selja bílinn þó svo að babb hafi svo sannarlega komið í bátinn... Ég hef beðið of lengi eftir því að sjá þennan bíl renna út úr skúr og keyra um götur Reykjanesbæjar... Ég gleymi því seint þegar að þú komst hérna upp í innkeyrslu heima hjá Pabba á sjálfrennireiðinni stífbónuðum og flottum.... ÞÁ var þetta uppáhalds BMW-inn minn af flórunni hérna heima.... Ég veit að ég myndi ekki stoppa ef að ég væri komin 84% með geðveikan bíl.... það eru bara 16% eftir |
|
| Author: | ömmudriver [ Sun 24. Feb 2008 00:30 ] |
| Post subject: | |
Angelic0- wrote: Ekkert svona andskotans rugl...
Dugnaðurinn í þér hingað til samsvarar ekki þessari ákvörðun þinni um að selja bílinn þó svo að babb hafi svo sannarlega komið í bátinn... Ég hef beðið of lengi eftir því að sjá þennan bíl renna út úr skúr og keyra um götur Reykjanesbæjar... Ég gleymi því seint þegar að þú komst hérna upp í innkeyrslu heima hjá Pabba á sjálfrennireiðinni stífbónuðum og flottum.... ÞÁ var þetta uppáhalds BMW-inn minn af flórunni hérna heima.... Ég veit að ég myndi ekki stoppa ef að ég væri komin 84% með geðveikan bíl.... það eru bara 16% eftir Já ok takk fyrir hrósið Viktor, en aðeins eigandinn veit hvernig hann vill hafa bílinn sinn. Ég er með hugmyndir og mynd í hausnum af því hvernig minn drauma E32 á að vera, ND-020 er ekki nálægt því að vera eins ég vill hafa hann. Og Viktor, hvernig væri nú ef að þú færir að koma einum af þessum "projectum" þínum í gagnið og á götuna. |
|
| Author: | gardara [ Sun 24. Feb 2008 04:31 ] |
| Post subject: | |
Henda bara LS1 í þetta kvikindi og þá erum við að tala saman |
|
| Author: | X-ray [ Sun 24. Feb 2008 11:54 ] |
| Post subject: | |
gardara wrote: Henda bara LS1 í þetta kvikindi og þá erum við að tala saman
Hvar ert þú að smíða geimflaugar ?
|
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|