| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| AMuS 24 - Háhraðatest https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=8493 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Nökkvi [ Wed 08. Dec 2004 15:29 ] |
| Post subject: | AMuS 24 - Háhraðatest |
Hringtorg: Sjö bílar í háhraðatesti á Nardo brautinni á Ítalíu. 1. Mercedes SL65 AMG: Opni V12-biturbo er ekta Mercedes að hámarkshraða 338 km/klst. Aksturseiginleikarnir eru ótrúlega góðir og öruggir þrátt fyrir þennan háa hraða. Bílstjórinn er ekki truflaður af stressi né vindhávaða þrátt fyrir hraðann. 612 hö, 1000 Nm, 3,9 sek í 100 km/klst. og 31,9 sek í 300 km/klst., verð aðeins 201.840 EUR.
2. Alpina B7: Þökk sé Alpina er BMW með í þessum hópi. Góðir aksturseiginleikarnir eru næstum sportlegir. V8 vél sem er 500 hö og 700 Nm. 0-100 km/klst. 4,8 sek, 0-300 km/klst. 62,8 sek og hámark er 311 km/klst., verð aðeins 111.000 EUR.
3. Brabus Maybach: Þótt Brabusinn komist á 314 km/klst. þá geta aftursætisfarþegarnir horft á DVD, drukkið kampavín eða surfað á Netinu. Véilin er V12, 640 hö og 1026 Nm. Hröðunin er 5,4 sek í 100 km/klst., 65,6 sek í 300 km/klst. og verðið aðeins 622.000 EUR.
4. Porsche 9ff 9F-V400: Á fyrsta hring strax á 334 km/klst. og það í 843 hestafla Porsche sem er með hraðamæli sem nær í 400. Vélin er 6 strokka boxer og togar 920 Nm. Hröðunin er ekki gefin upp (ætli hún sé mælanleg) og verðið er aðeins 461.680 EUR.
5. VW Golf R32 HGP Biturbo: Þessi Golf náði 321 km/klst., og það án nokkurra vindskeiða. Vélin er V6, 556 hö og 710 Nm. Hröðunin er 3,7 sek í 100 km/klst., 37,6 sek í 300 km/klst. og verðið er aðeins 77.200 EUR
6. Audi MTM A8 K500: Lítur út svipað og venjulegur Audi A8, bara með 4 púströrum, V8, 500 hö, 620 Nm, 0-100 á 5,2 sek en hann náði ekki 300 km/klst heldur bara 297 km/klst. Verðið er 120.997 EUR.
7. Audi MTM RS6 Clubsport: 2ja sæta kombi með slökkvitæki og veltibúri. Vélin er V8, 570 hö og 750 Nm. 0-100 á 4,0 sek og 0-300 á 56,7 sek. Hámarkshraði er 313 km/klst og verðið er ekki gefið upp.
|
|
| Author: | Kristjan [ Wed 08. Dec 2004 17:12 ] |
| Post subject: | |
Ja sei sei.... það lítur út fyrir að Golfinn sé bara besta bang for the buck af öllum þessum bílum. |
|
| Author: | Thrullerinn [ Wed 08. Dec 2004 18:00 ] |
| Post subject: | |
Mögnuð samatekt hjá þér
|
|
| Author: | gunnar [ Wed 08. Dec 2004 18:00 ] |
| Post subject: | |
Djöfulsins svakaverð á Maybachnum En þetta eru skemmtilegar tölur |
|
| Author: | Einsii [ Wed 08. Dec 2004 18:37 ] |
| Post subject: | |
gunnar wrote: Djöfulsins svakaverð á Maybachnum
En þetta eru skemmtilegar tölur Djöfulsins svakaFerð á maybachnum þetta er "limmi" á 300+ |
|
| Author: | stinnitz [ Wed 08. Dec 2004 18:49 ] |
| Post subject: | |
djö er Benz SL65AMG truflað tæki |
|
| Author: | Chrome [ Wed 08. Dec 2004 21:09 ] |
| Post subject: | |
stinnitz wrote: djö er Benz SL65AMG truflað tæki
...skoðaðu þá þetta þetta |
|
| Author: | Einsii [ Wed 08. Dec 2004 21:24 ] |
| Post subject: | |
Chrome wrote:
þetta look á þessum E er alveg skelfilegt.. enda dróst salan á E benz rosalega saman þegar þessi bíll kom út |
|
| Author: | jonthor [ Thu 09. Dec 2004 08:51 ] |
| Post subject: | |
Já þokkalega Golfinn er eðal value 3,7 í hundrað!!! |
|
| Author: | jth [ Thu 09. Dec 2004 16:35 ] |
| Post subject: | |
SL55 er snilldarbíll, en SL65 er aaalgjört monster Margir muna e.t.v. eftir gaur sem hefur verið duglegur að drag race-a á bílunum sínum og segja frá því: Ben Treynor http://www.treynor.com/Treynor-SL65.htm Upphaflega átti kallinn 1. M5 (reyndar Supra og allskonar annað góðgæti á undan því), svo fóru hann og konan hans á 2. Vipera (hann á RT-10, hún á einhvers konar semi-keppnis), svo var karlinn að spyrna út um allt á 3. S600 V12 TwinTurbo og nú er hann kominn á 4. SL65 AMG. Stuttur bútur af SL65 í action er á síðunni hans: http://www.treynor.com/SL65_ride.wmv Svo er hann duglegur að pósta myndböndum á netinu, hefur gert það bæði á http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?t=46811 og http://forums.mbworld.org/forums/forumdisplay.php?f=49 |
|
| Author: | BlitZ3r [ Thu 09. Dec 2004 21:54 ] |
| Post subject: | |
alpinan er flottust gjöðgeikt vindskeið á skottinnu flottar felgur. er svo sum ekkert mikið fyrir túrbóvæl |
|
| Author: | bjahja [ Thu 09. Dec 2004 22:04 ] |
| Post subject: | |
Vá hvað maybachinn er ljótur bíll, að vísu "hannaður innanfrá" en ógðeslega ljótur bíll eins og hann sé úr einvherri teiknimynd |
|
| Author: | gunnar [ Thu 09. Dec 2004 22:10 ] |
| Post subject: | |
Já Maybachinn er svona eins og "Innlit útlit" hehe... |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|