| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ | |
| Sorgleg upplifun í kvöld.... https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=753 | Page 1 of 2 | 
| Author: | saemi [ Fri 07. Feb 2003 01:14 ] | 
| Post subject: | Sorgleg upplifun í kvöld.... | 
| Hehhh... ég segi nú bara ekki annað en: Fólk er f*bbbllll - og það er hart að vera harðfiskur! Ég var að skoða fimmu (E28 520i bíll) sem á að selja áðan. Það var einhver náungi sem var búinn að fá bílinn lánaðan til að láta vin sinn kíkja á hann. Það er eitthvað að vélinni - allt frá því að vera biluð heddpakkning og út í úrbrædd. Who knows. En málið er að bíllinn drap á sér hjá náunganum þegar hann var að skila bílnum (búinn að hafa hann í sólahring) svo hann þurfti að draga bílinn þangað sem hann átti að skila honum. Þegar ég kom á staðinn (eigindinn lét mig vita að þeir væru rétt ókomnir) þá blasti við mér mjög svo skondin sjón. Og sorgleg. Í lokahnykknum í götunni þar sem bíllinn átti að skilast, þar stóð bíllinn ásamt dráttartækinu. Aftan í dráttartækinu var þetta fína reipi (bundið með svona 5 hnútum sem ekki var hægt að leysa) og á hinum enda þess var 1 stykki framstuðari, 1 stykki framsvunta og 1 stykki dráttarlykkja ásamt vænum bita af boddí-inu! Ég meina...... hvað er að. Þetta voru einhverjir strákar. Sá sem dró bílinn var bersýnilega ekki búinn að hafa bílpróf í mörg ár.. ef einhver þá. Þeir snérust þarna í kringum sjálfa sig (og mig) og það sem helst brann á vörum þeirra var hvernig þeir gætu skorið reipið í sundur.... Ég var þarna að hjálpa til við að taka framstuðarann undan (reyna að bjarga restinni af honum ásamt stefnu- og þokuljósunum) og fór svo bara. Þetta endaði með að þeir fóru burtu á bílnum sínum með stuðarann og svuntuna í skottinu, því þeir gátu ekki losað reipið. Ætluðu að reyna að fá að klippa þetta á næstu bensínstöð. Ég sárvorkenni nú eigandanum.. hvað á maður að gera! Hann í góðri trú að lána bílinn .. og þetta eru launin! Ussusssusssssss....! Sæmi | |
| Author: | saevar [ Fri 07. Feb 2003 08:49 ] | 
| Post subject: | |
| Vá Í hvað bundu þeir eiginlega reipið í stuðaran eða? En ef að ég hefði verið eigandinn á þessum bíl þá hefði ég líklega sótt bílinn ekki treyst á einhverja gutta í að draga hann. | |
| Author: | bebecar [ Fri 07. Feb 2003 09:06 ] | 
| Post subject: | |
| Úfff, þetta er svo típískt. Þeir verða bara að kaupa bílinn! | |
| Author: | saemi [ Fri 07. Feb 2003 09:33 ] | 
| Post subject: | |
| Hehh, já. Þeir bundu alveg í réttan stað. En það hlýtur eitthvað að hafa gengið á ! Ég meina, þetta rifnar nú ekki af við venjuleg átök! Meinið er að eigandinn er úti á landi ...  Svo ekki gat hann vesenast í þessu sjálfur. Sæmi | |
| Author: | bebecar [ Fri 07. Feb 2003 09:37 ] | 
| Post subject: | |
| Djísess segir maður bara. Hve mikils virði var þessi bíll? | |
| Author: | saemi [ Fri 07. Feb 2003 09:52 ] | 
| Post subject: | |
| Það var sett eitthvað undir 100 kallinum á hann | |
| Author: | saemi [ Fri 07. Feb 2003 23:14 ] | 
| Post subject: | |
| jæja.. haldiði að ég hafi ekki bara verzlað gripinn....  Mér er ekki við bjargandi....... En þetta er þvílíkt ömurlegt fyrir eigandann. Þeir sem rifu stuðarann og svuntuna af bara labba í burtu! Gera ekki skít í því sem þeir voru að skemma ! Sumt fólk......... Sæmi | |
| Author: | bebecar [ Sat 08. Feb 2003 01:06 ] | 
| Post subject: | |
| OK, hvað áttu marga bíla núna??????????????? Afhverju keyptir þú ekki 525e bílinn? | |
| Author: | saemi [ Sat 08. Feb 2003 09:50 ] | 
| Post subject: | |
| Eeeee, þetta er þá bíll númer 9 (ekki í heildina, heldur í augnablikinu sko).   Þessi lítur mun betur út heldur en 525e bíllinn. Og þessi hentar betur. Þessi verður gerður að 528i. Hann er með leðri, aksturstölvu, M-stýri og fleira. Betri kostur en 525e bíllinn. | |
| Author: | hlynurst [ Sat 08. Feb 2003 11:36 ] | 
| Post subject: | |
| Sæmi... ég held að þú átt við vandamál að stríða. Svokallaða BMW fíkn... spurning hvort þú ferð ekki bara í meðferð út af þessu.   | |
| Author: | GHR [ Sat 08. Feb 2003 11:37 ] | 
| Post subject: | |
| Váááá, 9 stykki. Þér verður ekki viðbjargandi úr þessari bíladellu   | |
| Author: | saemi [ Sat 08. Feb 2003 12:58 ] | 
| Post subject: | |
| Ehhh..   Mig aumann... Ég bara varð ...   | |
| Author: | iar [ Sat 08. Feb 2003 13:13 ] | 
| Post subject: | |
| saemi wrote: Ég bara varð ...   Jamm, stundum bara verður maður ...   | |
| Author: | hlynurst [ Sat 08. Feb 2003 19:39 ] | 
| Post subject: | |
| Það er svakalegt álag á þér maður.   Ef ég væri svona... þ.e. að kaupa þá BMW-a sem ég sé þá ætti ég örugglega Alpina B10 bílinn sem er hérna og Bláa M3 blæjuna. En sem betur fer gat á haldið í mér.   | |
| Author: | saemi [ Sun 09. Feb 2003 10:55 ] | 
| Post subject: | |
| Hehe, jámmz. Það er naumast að þú átt af pening. Ég hef ekki efni á svona dýrum bílum í safnið mitt ....     sæmi | |
| Page 1 of 2 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |