bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Allar 6-ur sem eru til á Íslandi 628cs(i), 630cs(i), 635csi)
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=724
Page 4 of 10

Author:  Jói [ Sat 19. Apr 2003 20:40 ]
Post subject: 

Talandi um sexurnar. Ég sá hérna í Svíþjóð í dag sexu með M-merkinu í grillinu auk þess að vera með M-merkið í leðursætunum að framan og aftan. Ég reyndar sá ekki bílinn að aftan. En hvaða bíll gæti þetta hafa verið?

Author:  saemi [ Sat 19. Apr 2003 21:08 ]
Post subject: 

Ef þetta er ekki Wannabe, þá er þetta M635csi bíll.

Hvar í Sverige ertu?

Með hilsen,
Sæmi

Author:  Jói [ Sat 19. Apr 2003 22:23 ]
Post subject: 

Er einhver önnur leið til að sjá hvort þetta sé M635csi?

Hann virkaði allaveganna í þokkalegu ástandi, leðursætin virkuðu mjög snotur við fyrstu sýn, samt greinilega ekkert súper eintak þessi bíll, dökkblár einhvers konar. Álfelgurnar mjög látlausar, orginal kannski?

Ég er í Malmö.

Author:  saemi [ Sat 19. Apr 2003 22:37 ]
Post subject: 

Ahha suðurfrá.

Best er að kíkja á snúningshraðamælinn. Ef það er ///M á honum, og hann er upp að 8000 snúningum, þá er þetta M6. Þeir eru líka flestir með brettaútvíkkunum og M framsvuntunni. Hún er með 3 litlum rákum neðst, eins og aftursvuntan og hliðarnar á bílnum mínum.

Image

Original álfelgurnar eru svona:

Image

Fyrstu felgurnar voru boltaðar saman, en seinni felgurnar ekki. Það kom í ljós að það vildu myndast sprungur út frá boltunum.

Vonandi hjálpar þetta e-ð.

Með kveðju,
Sæmi

Author:  Jss [ Sat 19. Apr 2003 23:29 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Á ekki að skella sér á hann 8)

Saemi


Hugsa ekki, er meira að spá í E36 325/328 með möguleika á 525 eða álíka. Finnst þessi vera dulítill öldungur en hef þó alltaf þótt sexurnar voða fallegar. Vona bara að maður komist á góðan BMW sem fyrst.

Author:  saemi [ Sun 20. Apr 2003 13:57 ]
Post subject: 

Jább, það er meira praktískt að eiga E36 / E34. Það er ekki spurning. En svo er annað mál hvort er skemmtilegra eða flottara :lol:

Sæmi

Author:  bebecar [ Sun 20. Apr 2003 22:23 ]
Post subject: 

Fyrir mína parta er praktískt að eiga bíl sem rýrnar lítið... þess vegna er sexa ekki síðri kostur en E36 :wink:

En svona fyrir forvitnissakir - ef þetta er M bíll þá ættu nálarnar á mælunum að vera rauðar. Þannig er það allavega á ekta M3 og M5 og vel hugsanlegt að sexurnar séu þannig líka þó ég viti það ekki fyrir víst.

Það væri allavega gaman að spá í það hvort M635CSI og t.d 850 CSI eru með rauðar nálar ala "M"! :idea:

Author:  saemi [ Sun 20. Apr 2003 23:13 ]
Post subject: 

Eins og sést í umræðunni sem Ingvar setti af stað varðandi M bíla, þá eru M635csi og E28 M5 bílarnir EKKI með rauðar nálar.

Sæmi

Author:  bebecar [ Sun 20. Apr 2003 23:29 ]
Post subject: 

Og væntanlega M1 ekki heldur þá! :wink:

Author:  Jss [ Sun 20. Apr 2003 23:31 ]
Post subject: 

Líka alltaf spurning um viðhald og bensíneyðslu. En hvernig er krafturinn í þessum bílum, skila þeir sér vel áfram, var líka að spá í handling.

Author:  morgvin [ Sun 20. Apr 2003 23:36 ]
Post subject: 

á breytta M1'inum er rauð snúningsmælis nál en ekki hraða mælis.

Author:  saemi [ Sun 20. Apr 2003 23:50 ]
Post subject: 

Viðhald jámmzz..

Það er nokkuð auðvelt að halda þeim við, þar sem þeir eru byggðir á 5 línunni. Það er alveg sami drifbúnaður og fjöðrun í þeim og E12 / E28 bílunum. Svo það er nokkuð auðvelt að fá hluti á góðu verði hvað það varðar. En varðandi boddíið þá getur verið dýrt að fá þá hluti. Vélarnar eru skotheldar verð ég að segja. Ódýrt og auðvelt að fá varahluti í þær. Gírkassarnir og drifið líka mjög sterkt, nema "synchroið" slappast náttúrulega alltaf með aldrinum í beinskiptu bílunum.

Krafturinn er bara eins og alltaf, aldrei nóg :) En jújú, 628csi er allt í lagi beinskiptur, en 3.5 er náttúrulega ennþá betra. Vélarnar eru mjög ljúfar í meðferð og torka vel.

6-an er svolítið þung að framan, örlítið undirstýrð út af því. En fer svo út í þessa klassísku yfirstýringu ef gefið er í í beygjunum. Mjög þægilega samt, kemur ekkert á óvart heldur bara svona gradual dæmi sem auðvelt er að grípa aftur með að smá handasnúning í hina áttina.

Ég lækkaði minn örlítið og setti í hann Bilstein dempara, og ég er alsæll með hann. Hann er að vísu svolitið hastur, en hann var frábær á 16" felgunum. 17" eru bara svo flottar 8)

Bensíneyðslan er 9 í langkeyrslu (100-120) og 15 innanbæjar (sumarkeyrslu á skemmtilegum bíl). Færi ábyggilega niður í 12 ef maður væri ekki svona mikill vitleysingur :roll:

Sæmi

Author:  saemi [ Sun 20. Apr 2003 23:52 ]
Post subject: 

Hvítar í M1 á þeim myndum sem ég sé.

Sæmi

Author:  Dr. E31 [ Mon 21. Apr 2003 01:34 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Það væri allavega gaman að spá í það hvort M635CSI og t.d 850 CSI eru með rauðar nálar ala "M"! :idea:


850CSi er með rauðar nálar.

Author:  Benzari [ Tue 29. Apr 2003 20:16 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Hann leit mjog vel ut ta og er an efa odyrasta sexan sem er vert ad kaupa heima. Hitt sem eg hef sed er of sjuskad. Tessi er med upptekinni innrettingu og litur enntha saemilega ut


http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=110283
Sæmi


Var á bílasölurúnti í gær og kíkti í fjörðinn, ætlar enginn að versla þennann hvíta??? Mjög fallegur bíll, er þeir til 4.dyra?

Page 4 of 10 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/